Bændablaðið - 01.01.1993, Síða 7

Bændablaðið - 01.01.1993, Síða 7
ÞRIÐJUNGS SAMDRATTUR í SAUÐFJÁRRÆKTINNI Með síðari niðurfærslu réttar til framleiðslu sauðQárafurða, sem fram fór á síðastliðnu hausti, hefur framleiðsluréttur minnkað um rúm 3,700 tonn eða 31,3% yfir landið frá því aðlögun sauðQárræktar- innar að innanlandsmarkaði hófst á síðasta ári. Grciöslumark sauöfjárafuröa fyrir verðlagsáriö 1993 til 1994 verður 8.150 tonn og hefur virkur franileiösluréttur minnkað um tæp 29% frá þvf 31. ágúst 1991. Aðlögun sauöf'járframleiösl- unnar að innanlandsmarkaði var framkvæmd eftir landssvæðum en f einstökum tilfellum var tekið tillit til mikilvægis sauðfjárræktarinnar þegar samdráttur var ákveðinn. Nokkuö tóksl að kaupa upp af framleiðsiurétti með tilboðum hins opinbera og frjálsum samningum en þö varð að beita flatri fram- leiðsluskerðingu af meiri þunga en í upphaft var gert ráö fyrir. Síöari niðurfærslan, er fram fór á síðastliðnu hausti, varð mest f uppsvcitum Borgarfjarðar eða 18,4%. Þá varö rúmlega 18% niðurfærsla f Dölum og Austur - Baröastrandarsýslu. Strandir komu næst á eftir með 18,2% niður- færslu. Austur-Húnavatnssýsla og Skagafjarðarsýsia voru með yfir 17% niðurfærslu f haust og Vest- ur-Húnvetningar með tæp 17%. Á öðrum framleiðslusvæðum varö sfðari niðurfærslan nokkru minni eða á bilinu 13 -14%, er aö mestu stafar af meiri frjálsum uppkaup- um á fyrri hluta niöurfærslutíma- bilsins. Þrjú framleiðslusvæði skáru sig nokkuö úr hvað síðari niðurfærelu varðar en þaö er Noröur-ísafjarðarsýsla, þar sem færa þurfti framleiðslurétt niður um 9,1% í haust, Reykjanes með 5,3% niöurfærslu og suöurhluti Borgarfjaröar með aðeins 0,9% en þar hafði nær öll niöurfærslan náðst með frjálsum uppkaupum. ÞI Vandaöur og spameytinn 5 dyrajeppi Aflmikil 16 ventla vél með beinni innspýtitigu, 96 hö. Vökvastýri - vandaður búnaður Gormaíjöðrun á öllum hjólum, aksturseiginleikar í sérflokki. Grindarbyggður - auðvelt að hækka bílinn upp. Eyðsla frá 8 lítrum á 100 km. $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 . SlMI 685100 Aukin nautakjötsframleiðsla: MISHEPPNAÐ RÁÐ TILAÐ MÆTA SAMDRÆTTI í HEFÐBUNDNUM ur aö semja viö löglegt sláturhús um slátrun. Sláturleyfishafar geta neitað einstökum bændum um slátrun ef þeim býöur svo viö aö horfa og gegna því f raun stóru hlutverki f þeirri viðleitni kúa- bænda að verja lágmarksverö á nautakjöti. Rekja má offramleiöslu á nautakjöti beint til framleiðslu- takmarkana f mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Bændur sem hafa þurft að draga verulega saman í þeim búgreinum hafa gripið til Bændur ætluðu að bæta sér tekjutap vegna kvótaskerðingar - snýst það í höndum þeirra? Því er ljóst að ekki er séð fyrir endann á vanda nautakjötsfram- leiöenda. Staða veröjöfnunar- gjaldsins er ótrygg, óljóst er hvaða magn verður unnt að selja á er- lenda markaði og einnig óvíst hvort tekst að standa vörð um það lágmarksverð sem kúabændur GREINUM Vandi nautakjötsframleiðenda er óleystur og vand- séð á hvern hátt þeim tekst að losna við birgðir sínar á næstunni. Erfitt er að meta til fulls hversu mikið nautakjöt er til í landinu þar sem nokkur hluti þess er enn á fæti og bíður slátrunar. Þeir gripir bæta við sig þunga frá degi til dags og munar nokkru um hvern mánuðinn sem líður án þess þeim sé slátrað. A síðasta ári ákváðu bændur að lækka verð á nautakjöti um 15% og um allt að 30% á kýrkjöti til afuröastöðva. Biö varð á að þessi verðlækkun skilaöi sér í útsöluveröi fverslunum og sökuðu bændur milliliðina í landbúnaðar- kerfinu um að stinga hluta hennar beint f vasann. Eftir könnun Verð- lagsstofnunar á veröi á nautakjöti á sfðastliðnu hausli og umræðum í fjölmiölum í framhaldi af henni lækkaði veröiö nokkuð. Kúabændur reyna að halda samstöðu - 5% verðjöfnunargjald Kúabændur hafa reynt að halda samstöðu um sölu á naut- gripakjöti og gerðu á síðastliðnu hausti samkomulag um að lagt yrði 5% verðjöfnunargjald á sláturgripi til að standa straum af niöur- greiðslum vegna útflutnings. Með útflutningi var ætlunin að minnka birgðir og draga úr offramboði þannig að vinnslu- og söluaðiium takist síöur að brjóta samstöðu bænda með beinum samningum og undirboðum við einstaka fram- leiðendur. Verðjöfnunargjaldið skyldi taka gildi 1. desember 1992 og verða viö lýöi til ársloka 1993. Um þetta tókst samkomulag milli Landssambands kúabænda og Landssamtaka sláturleyfishafa f trausti þess að einstakir bændur og sláturleyfishafar styddu gjaldtök- una. Landbúnaöarráðherra gaf síðan út heimild til töku 5% verð- jöfnunargjaldsins í nóvember 1992. Ekki lagaheimild fyrir gjaldtöku - Kári í Garði lætur til sín heyra Þrátt fyrir samkomulag Lands- sambands kúabænda við slátur- leyfishafa tóku bændur þessari aögerð misvel. Sumir voru ósáttir við hana og Kári Þorgrímsson í Garði, sem þekktur er fyrir aö fara eigin leiðir f afuröasölumálum, kom fram í fjölmiðlum og kvaöst ekki ætla aö greiða þetta gjald. þess ráðs að ala kálfa og hafa hugsað sér það sem einhverja búbót. Þegar öörum gripum hefur fækkað losnar húspláss, hey verða afgangs og einstakir bændur hafa einnig notað mjólk, sem orðið hefur til umfram framleiðslu- heimildir, og er því verðlaus, til að ala kálfa. Við þann vanda sem of- framleiðslan hefur skapað fram- leiöendum nautgripakjöts bætist síöan sérkennilegt ástand á mat- vörumarkaðinum á höfuöborgar- svæðinu - stærsta neytendamark- aði landsins. Þar ráöa um þessar mundir ríkjum fáir en stórir aðilar og eölilegra er að tala um fákeppni í sölu malvæla en raunverulega samkeppni. Stóru verslunarfyrir- tækin, einkum Hagkaup-Bónus, hafa af þeim sökum tök á aö fara sfnar eigin leiðir f viðskiptum viö kúabændur og bjóða þaö verö sem þær vilja greiða fyrir nautgripa- r\n onnoA <alrlri Hann myndi láta reyna á hvort það stæðist lög. Þessi ráðstöfun hefur einnig mætt andstöðu á meðal kaupenda kjötsins, sem fremur vilja losna við birgðir meö almennri verðlækkun á innanlandsmarkaöi en með niö- urgreiddum útflutningi. Engin lagaheimild er fyrir töku verö- jöfnunargjaldsins og byggist hún þvf alfariö á að bændur og slálur- leyfishafar viröi hana til aö skapa jafnvægi á nautakjötsmarkaðin- um en freistist ekki til aö selja kjöt til einstakra kaupenda á lægra verði. Sláturleyfishafar geta neitað að slátra fyrir þá sem skerast úr leik Sláturleyfishafar eiga tromp á hendi til að sporna við framhjá- sölum. Bóndi, sem gert hefur sölu- samning VÍð ktötvinnsln<!töö verö- hafa ákveðiö. Viö þennan vanda bætist síðan hækkun vegna lækk- unar endurgreiðslu á virðisauka- skatti, sem framleiöendur hafa ekki treyst sér til að taka aö neinu leyti á sínar heröar. Inn í þetta gætu svo blandast deilur um sölu- kerfi landbúnaöarins, sem margir neytendur telja sig hafa sitt hvað við aö athuga og krefjast aukinnar samkeppni. Þótt eðlileg samkeppni hljóti að eiga erfitt uppdráttar þar sem fákeppni ríkir í sölu matvæla er ljóst aö kröfur um breytingar á sölukerfi landbúnaöarins koma til með að aukast á næstunni og get- ur vandi naugripabænda orðið lóö á þá vogarskál. Með nautakjötsframleiðslunni ætluðu margir bændur að bæta sér upp skertar tekjur vegna kvótaskerðingar en nú hafa vakn- aö spurningar um hvort þaö snýst f höndum þeirra. w i

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.