Bændablaðið - 01.01.1993, Side 20
Ólafur á Þorvaldseyri og Akrafóður í Landeyjum:
FLYTJA SAÐKORN
INN FRÁ NOREGI
þær komið úr Eyjafirði, austan af
héraði og úr Kjós. "Það er hugur í
kornbændum," sagði Ólafur. "Við
erum þarna að flytja inn sáðkorn
sem er ódýrara en tíðkast hefur til
þessa. Áburðarverð er heldur að
lækka á sama tíma og verð á er-
lendu fóðri hefur farið heldur
hækkandi. Hér undir Eyjafjöllum
er enginn klaki í jörð og það gerir
"Viðbrögð við þessu hafa verið
mjög góð og það hafa borist pant-
anir á 40-50 tonnum víða að af
landinu, þó aðallega héðan af
Suðurlandi." Þetta sagði Ólafur
Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri
undir Austur-Eyjaqöllum, í sam-
tali við BÆNDABLAÐIÐ, en
hann ásamt fyrirtækinu Akra-
fóðri í Austur-Landeyjum ætla nú
í vor að flytja inn, mill'liðalaust,
sáðkorn frá Noregi.
Af þessum pöntunum er ljóst
að kornrækt er f stórkostlegri upp-
sveiflu og kornbændur, sem hafa
til skamms tíma talið fáeina tugi,
eru nú nær hundraðinu og mun
vafalftið fjölga mikið á þessu ári.
Hafa pantanir borist frá nærri 60
aðilum og f sfðari hluta febrúar
voru þær enn að berast.
Bændurnir ætla í ár að flytja
inn fjórar tegundir af korni. Það
eru í fyrsta lagi tvær af tveggja
raða byggi, þ.e. Lilly og Gunilla og
svo Basme sem er sex raða bygg
sem einnig má nota sem grænfóð-
ur, og loks Pol hafra og þá má
einnig nota f sama tilgangi. Sfðast-
nefndu tegundina segir Ólafur
Eggertsson að megi ennfremur
nota sem grænfóður. Marí-korn,
sem mikið hefur verið notað af
bændum, verður hins vegar ein-
vörðungu flutt inn af Glóbus í ár.
Ólafur Eggertsson segir að
þessi beini innflutningur þýöi allt
aö 30% lægra verð en gerst hefur
til þessa. Hafi pantanir á korni,
eftir þessum nýju leiðum, borist
mest af Suðurlandi en einnig hafi
Kornbændur hafa til þessa notað mest af korninu til naut-
gripaeldis en þessa mynd tók blaðamaður BÆNDABLAÐSINS
af Sævari Eiríkssyni í Norðurgaröi á Skeiðum en hann notar
kornið til að fóðra á því svín. Sævar er byrjandi í kornræktinni,
ræktaði korn á 2Vá hektara í fyrra og missti hluta af upp-
skerunni þá undir snjó. Það sem náðist setti hann í súr og
hefur það reynst gott svínafóður. Hann ætlar að bæta við í
sumar og setja korn í að minnsta kosti 5 hektara en í Norður-
garði er vaxandi svínabú með um 20 gyltur og verða 30 til 35
þegar svínahúsiö er fullbúiö. Þetta hús var áður fjárhús, byggt
seint á sjöunda áratugnum, en hefur nú verið stækkað og
endurbyggt mikið til að þjóna nýrri búgrein.
okkur auöveldara fyrir og reikna
má með að við förum að sá korni
um mánaðamótin aprfl-maí, eða
þar um bil," sagði Ólafur.
Fyrr f vetur héldu kornbændur
og ráðunautar Búnaðarsambands
Suðurlands meö sér fundi um
kornrækt og þar skýrðu þeir sfðar-
nefndu frá niöurstöðum úr til-
raunaræktun á sfðasta ári. Þar
kom fram að þrátt fyrir slæmt
kornsumar í fyrra sé reynslan ekki
svo slæm og f reynd megi rækta
korn f flestum árum. -sbs.
Sannkallaður
tölvubóndi
í blaðinu Borgfirðingi birtist
nýlega frétt af bóndanum Sverri
Guðmundssyni í Ilvammi f
Norðurárdal sem hefur tekið upp
þá nýstárlegu aukabúgrein að selja
tölvur. í Hvammi eru 300 kindur á
fóðrum, bóndinn kennir við
Tónlistarskóla Borgarfjarðar, selur
tölvur og vinnur við forritun uppi í
kvistherbergi í Hvammi. Segja má
að þarna hafi fjarvinnslu-
draumurinn orðið að veruleika...
Gærur og innmatur
duga fyrir
sláturkostnaöi
í haust cr leið fóru 15 íslenskir
framámenn í landbúnaði í
kynnisferð til Bretlands til þess
að afla upplýsinga um breska
sauðfjárrækt, en Bretar eru
stærstu kindakjötsframleiðendur
Evrópubandalagsins. í skýrslu frá
heimsókninni er meðal annars sagt
frá heimsókn f sláturhús í
Birmingham. Hús þetta er mjög
tæknivætt og afkastamikið, þar er
slátrað allt upp í 20 þúsund fjár á
viku og er sláturkostnaöur á kind
3,5 - 5,0 pund. (330 - 475 ísl.kr.)
Gærur og innmatur standa undir
þessum kostnaði en til
samanburðar þá er sambærilegur
kostnaður hér á landi 1500 til
3000 kr. eftir því hvernig
reiknað er...
RÉTTUR BÍLL FYRIR VITLAUST VEÐUR!
MITSUBISHI
L 200
Vandaður fimm manna
fjölnota bíll fyrir alla
sem vilja ekki láta
veður og ófærð hindra
sig í starfi eða leik.
* •- “ ~ • •
E1
HEKLA
Laugavegi 170 -J74 • Sími 69 55 00
Aukabúnaður á mynd, t.d. grind, álfelgur og aukaljós, er ekki innifalinn í verði.
MITSUBISHI L 200
er sannur þjarkur til
vinnu og fjallaferða.
Verð kr. 1.593.000.
Þér eru allir vegir færir
í MITSUBISHI L 200.
MITSUBISHI
Fremstur meðal jafningja