Bændablaðið - 01.08.1994, Side 3
3. TÖLUBLAÐ - SEPTEMBER 1994.
Stéttarsambandið kveður með tillögum um róttækar breytingar:
Ný sölusamtök allra
kjötframleiðenda
Nauðsynlegt er að bændur nái
samstöðu um kjötsölumálin.
Þetta er niðurstaða aðalfundar
Stéttarsambands bænda sem
samþvkkti að skora á Kjötráð
Framlciðsluráðs
landbúnaðarins að bcita sér
fyrir stofnun
hcildarsölusamtaka allra
kjötframleiðenda.
Sölusamtökum þessum verði
ætlað að annast vöruþróun,
dreifingu og sölu á öllu kjöti á
heildsölustigi á innlcndum
markaði auk þess að annast
viðskipti með afurðalán. Þeim
yrði einnig ætlað, samkvæmt
ályktun fundarins, að annast
skráningu, umsjón og eftirlit
með útflutningi á kjöti til að
koma í veg fyrir undirboð og
auðvclda útflutningsaðilum að
útvega viðeigandi
vörutegundir.
Eftir Þórð Ingimarsson
Afurðasölumálin voru mjög til
umræðu á aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda, einkum sala og
markaðsmál á kjöti en mikil verð-
lækkun hefur orðið á kjötvörum á
síðasta ári. Aðeins verð á kinda-
kjöti er bundið í verðlagsgrund-
velli en verð á öðrum kjötvörum
ræðst að mestu leyti af markaðs-
aðstæðum. Framboð á nautakjöti
hefur verið mun meira að und-
anfömu heldur en eftirspum og
verð því lækkað svo verulega að
um verðhrun er að ræða. Talið er
að tap nautakjötsframleiðenda
nemi hundmðum milljóna króna
á síðasta ári. Verð á nautakjöti til
framieiðenda lækkaði úr 380
krónum fyrir kíló niður í um 200
krónur þegar það fór lægst. Sömu
sögu er að segja af verði á svína-
kjöti sem lækkaði úr 340 krónum
í um 200 krónur hvert kíló.
Vaxandi birgðir af
KINDAKJÖTI
Hvað kindakjötið varðar hefur
sala þess dregist saman um fjórð-
ung á síðasta áratug. Talið er að
birgðir af kindakjöti séu nú á
bilinu 1400 til 1600 tonn sem að
vísu er óverulgg breyting frá síð-
asta ári. Þótt heildargreiðslumark
sauðfjárafurða fyrir verðlagsárið
1994 til 1995 hafi verið ákveðið
7.820 tonn eða 150 tonnum meira
en fyrir það verðlagsár sem lauk
31. ágúst síðastliðinn er það í
sjálfú sér engin ávísun á bjartari
framtíð sauðfjárræktarinnar því
sú hækkun á rætur í söluaukn-
ingu á árinu 1993 en fyrirsjáan-
legur samdráttur er í söku kinda-
kjöts á þessu ári. Við það má bæta
að staða margra afúrðastöðva er
afar slæm og í umræðum á Stéttar-
sambandsfundinum komu þær
skoðanir fram að einhverjar af-
urðastöðvar gætu tæpast tekið fé
til slátrunar í haust vegna birgða-
vanda og slæmrar fjárhagsstöðu.
Samstaða forsenda fyrir
UMSÝSLUSÖLU Á KINDAKJÖTI
í framsöguræðú Hauks Hall-
dórssonar, formanns Stéttarsam-
bands bænda, kom fram að færa
megi rök fyrir þeim sjónarmiðum
að staðgreiðslukerfi sauðfjáraf-
urða sé úrelt og samrýmist ekki
markaðshugsun nútímans. Selj-
andi geti ekki vænst þess að fá
framleiðsluvöru sína greidda fyrr
en hún hefúr selst og umsýslu-
kerfi sé eðlilegri viðskiptamáti í
afúrðasölunni. Til að slíkt geti
gengið, þurfi þær aðstæður að
vera fyrir hendi að eitthvert vit
verði í hlutunum. Haukur kvaðst
telja óásættanlegt að taka upp um-
sýslufyrirkomulag í afsetningu
kindakjöts fyrr en tryggð hafi
verið nauðsynleg samstaða og
samvinna afúrðastöðva þannig að
ekki sé hætta á að þær lendi í
hömlulausri samkeppni innbyrð-
is og bændum verði síðan sendur
reikningurinn. Haukur kvað mat
sitt að eins og nú hátti til sé af-
urðasölufyrirtækjum ekki treyst-
andi til þess að taka við kindakjöti
með umsýslufyrirkomulagi.
I ályktun frá aðalfundi Stéttar-
sambandsins kemur fram að þótt
færa megi rök fyrir umsýslufyrir-
komulaginu þá verði það tæpast
tekið upp án þess að bændum
verði tryggt ákveðið skilaverð fyr-
ir framleiðsluna. Samstarf af-
urðastöðva og eðlilegt afurða-
lánakerfi sé grundvöllur þess að
núverandi staðgreiðslufyrir-
komulag verði lagt af og
umsýslukerfi tekið upp.
I ályktun fundarins er einnig
Sumir sláturleyfishafar treysta
sér varla til að taka fé til siátr-
unar vegna ástandsins í afurða-
lánamálum en geta á hinn bóg-
inn varia ncitað að slátra. Nú
virðist sem óverulegar breyt-
ingar verði í afurðalánamálum
sauðijárbænda á þessu hausti.
Að sögn formanns Landssam-
taka sláturleyfishafa eru
afurðalán sem Búnaðarbank-
inn og Landsbankinn veita bæði
of lítil og of dýr. Til orða hefur
komið að leita eftir fjármögnun
utanlands en til þess þyrfti
annaðhvort milligöngu banka
eða ríkisábyrgð auk þess sem
sláturtíð er að hefjast eða hafln
og tíminn því að renna frá
mönnum.
Afúrðalánin voru skert í fyrra-
haust frá því sem áður hafði verið
og er nú einungis iánað út á innan
við tvo þriðju væntalegs söluverð-
mætis afurðanna. Afurðastöðv-
um ber hins vegar að greiða bænd-
um út í hönd. Hreiðar Karlsson,
fjallað um vanda afurðastöðva
vegna ófullnægjandi afurðalána
og segir að hlutfall þeirra þurfi að
vera allt að 80% af heildsöluverði
en nú lána bankastofnanir aðeins
66% heildsöluverðs kindakjöts.
Auk þess sem hlutfall afúrðalána
sé of lágt verði afúrðastöðvamar
að greiða afurðalánin til baka í
nóvember að ári burtséð frá þvi
hvort afúrðimar hafi selst.
formaður Landssamtaka slátur-
leyfishafa, sagði í samtali við
Bændablaðið að margir slátur-
leyfishafar ættu í verulegum erf-
iðleikum með að uppfylla þessi
skilyrði laganna um staðgreiðslu
og í raun væri ástandið þannig að
sláturleyfishafar treysti sér varla
til að slátra undir þessum kring-
umstæðum en gætu á hinn bóginn
ekki neitað því heldur.
Sláturleyfishafa gátu ekki allir
uppfyllt skilyrði laganna um upp-
gjör í fyrra og a..m.k. einn slátur-
leyfishafi mun í fyrra hafa samið
sérstaklega við bændur um drátt á
greiðslum. Hjá öðrum drógust
greiðslur einfaldlega án þess að
um það væri samið fyrirffam.
Hreiðar Karlsson segir að
Landssamtök sláturleyfishafa
hafi tekið upp viðræður við
Landsbankann og Búnaðarbank-
ann, sem annast hafa afúrðalánin,
og farið ffarn á hækkað lánshlut-
fall ásámfymsum öðrum umbót-
um. Svör hefðu borist frá bönk-
Norðurlönd og Nýja
Sjáland til fyrirmyndar
Nokkrar umræður urðu á
aðalfúndinum um afurðasölumál
á Norðurlöndum og víðar þar sem
meiri samstaða l'ramleiðenda er
til staðar en hér á landi.í ályktun
um afúrðasölumálin segir meðal
annars að til að bregðast við þeirri
þróun, sem orðið hefúr, eigi kjöt-
ffamleiðendur ekki um annað að
unum í júlí en þá hefðu þeir ekki
verið reiðubúnir að fallast á
hækkun lánshlutfalls. Aftur á
móti kvað Hreiðar bankana hafa
tekið vel í að ræða hærri afúrðalán
út á kjöt sem stykkjað væri þegar
í sláturtíð.
Það er raunar ekki nóg með að
afúrðalánin séu svo lág að þau
dugi ekki til að afurðastöðvamar
geti staðið í skilum með lög-
bundnar greiðslur til bænda. Þessi
lán eru líka mjög dýr. Samkvæmt
því sem Bændablaðið kemst næst
munu afurðastöðvar þurfa að
greiða nálægt 10% raunvexti af
þessum lánum. Blaðið hefúr líka
heimildir fyrir því að sumir sauð-
fjárbændur sem þannig eru settir
peningalega, myndu gjama vilja
fjármagna sjálfir afurðalán út á
afurðir sínar ef þeir nytu þessara
vaxtakjara. Hreiðar Karlsson seg-
ist hiklaust telja þetta vaxtastig
óeðlilega hátt þegar tekið sé mið
af því að áhætta bankanna og fyr-
irhöfn sé tiltölulega lítil.
velja en að standa saman urn af-
setningu afurða sinna. 1 þeim
löndum sem Island er gjaman
borið saman við hafi bændur gríð-
arlega sterka stöðu í þessu efni. Á
Norðurlöndunum séu afurða-
stöðvar í eigu framleiðenda og
sérstök framleiðendasamtök
starfi á Nýja Sjálandi. I því felist
þær aðferðir sem beitt sé til að
tryggja hagsmuni framleiðenda.
Fyrr á þessu ári bámst fregnir af
því að forsvarsmenn afurða-
stöðva væm að íhuga þann mögu-
leika að neita að taka við sauðfé til
slátmnar á innanlandsmarkað í
haust nema því aðeins að um-
sýslusamningar væru gerðir.
Þessari hugmynd var illa tekið af
bændum sem sáu fyrir sér
verðhrun að markaði þegar af-
urðastöðvamar lentu í bullandi
samkeppni innbyrðis við að selja
þetta kjöt án þess að nokkur verð-
viðmiðun yrði í gildi. Svo mikið er
víst að þessi hugmynd virðist nú
alveg hafa misst flugið. Flreiðar
Karlsson segir að Landssamtök
afurðastöðva hafi að vísu ekki
markað neina stefnu varðandi
umsýslusamninga en sér sé ekki
kunnugt um nokkum sláturleyfis-
hafa sem hyggist hafa þennan
hátt á.
Sláturleyfishafar í klemmu:
Geta hvorki slátrað né neitað
OÞRjÓTANdl ÍORÐAbÚR í aIIaN VEtllR
Nú er rétti tíminn til að velja frystikistu.
Qjmjmi frystikistur
Cúmvmt frystiskápar
kæliskápar
Hafðu samband við okkur í síma 91-24420 og fáðu upplýsingar um næsta umboðsmann okkar. Við sendum líka myndalista og veitum allar nánari upplýsingar sem
þú kannt að óska eftir.Og að sjálfsögðu getur þú líka verslað beint við okkur.
Cvn/us*
..fyrir þá sem gefa
gæðunum gaum!
FRYSTIKISTUR
CÚum gerð !>»► !'»► »'# HF 210
Hæð/Dýpt/Breidd, cm: 85/69,5/72
Nýtanlegt rými, lítrar: 210
Orkunotkun, kWst/sólarhring: 1,08
Fjöldi karfa sem fylgja: 1
Verð (með afb./stgr.) kr. 39.550/36.780
HF320
85/69,5/102
318
1,30
1
45.680/42.480
HF234
85/69,5/80
234
1,14
2
44.990/41.840
HF348
85/69,5/110
348
1,44
3
51.600/47.980
HF462
85/69,5/140
462
1,70
4
59.980/55.780
HF576
85/69,5/170
576
1,54
5
69.880/64.990
fyrsta flokks frá >"#
/rQnix
HÁTÚNI 6A REYKJAVIK SiMI (91)24420