Bændablaðið - 01.08.1994, Blaðsíða 7
3. TOLUBLAÐ - SEPTEMBER 1994.
Halldór Blöndal í viðtali við Bændablaðið
muni fœra neytendum betri daga;
innflutningur landbúnaðaraf-
urða muni leiða afsér lœgra vöru-
verð og samkeppnin ýti við ís-
lenskum bændum og vinnslu-
aðilum á þann hátt að þeir
framleiði betri landbúnaðar-
vörur. Er ekki hœtta á að hörð
verndarstefna geti skaðað bœnd-
ur meira hvað almenningsálit og
ímynd varðar og þar með mark-
aðsmöguleika þeirra en takmark-
aður innflutningur myndi gera.
Verður ekki að finna einhvern
milliveg í þessum efnum?
„Ákveðinn hópur manna og
sumir fjölmiðlanna í landinu hafa
beinlínis rekið áróður íyrir frjáls-
um og hömlulausum innflutningi
landbúnaðarafurða og varið fjár-
munum til þess að ófrægja bænda-
stéttina. Auðvitað hefúr þessi á-
róður ákveðin áhrif og hann hefur
skapað neikvæð viðhorf gagnvart
bændum. í þessu efni er þó eink-
um um að ræða spuminguna um
hvort leyfa eigi innflutning á hráu
kjöti og kjötvörum án tillits til
hugsanlegra afleiðinga fyrir bú-
pening landsmanna. Við getum
ekki horft framhjá því að íslenski
bústofninn hefur mikið gildi í
sjálfu sér. Ég hef áður komið að
gildi hans fyrir framleiðslu á
hreinum og náttúrulegum afúrð-
um til neyslu hér heima og einnig
til hugsanlegs útflutnings. Hann
hefur einnig mikið gildi fyrir
ferðaþjónustuna sem er ört vax-
andi atvinnugrein í landinu. ís-
lenski bústofninn er einsktakur.
Þetta á við um sauðfjárslofninn,
hrossastofninn og nautgripa-
stofninn að mestu. Islenskt búsfé
hefur nær eingöngu verið kynbætt
innanlands. Aðeins í örfáum und-
antekningartilvikum hafa kyn-
bætur verið sóttar til annarra
landa. Því erum við með ákveðin
verðmæti í höndunum sem við
eigium ekki kost á að endur-
heimta ef við fómum þeim á altari
innfluttra búljársjúkdóma. “
Framleiðendur verða að
STANDA SAMAN
Tekjur margra bœnda, einkum
sauðfjárbœnda, hafa minnkað
verulega. Afurðastöðvarnar eru
illa staddar - sumar raunar við
gjaldþrot ef ekkert kemur til
bjargar. lnnflutningskrafan er við
bœjardyrnar og spurning um
hvort við getum hallað hurð að
stöfiim í því efni. Boðorðið er að
mœta harðnandi markaðsað-
stæðum með aukinni hagrœð-
ingu. En miðað við aðstœður
vakna spurningar um hvernig
farið verið að í því efni?
„Skýrsla Valdimars Einarsson-
ar um kjötmarkaðinn segir fleira
en að greina frá áhuga Nýsjálend-
inga og markaðathugunum þeirra
á íslenska kjötmarkaðnum. Þar er
einnig fjallað um þeirra eigin
kjötmarkað. Þeir hafa sín sölu-
samtök þar sem bændur koma
sameinaðir fram og standa saman
að markaðsstarfi. Þar er að finna
skýringuna á góðum árangri
þeirra. íslenskir bændur geta ekki
mætt þessum aðstæðum sundr-
aðir. Að þessu leyti er ég sam-
vinnumaður og kaupfélagsmað-
ur. Ég tel að framleiðendur land-
búnaðarafurða verði að standa
sameinaðir í afurðasölumálum.
Ég get nefnd Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna sem dæmi um slíka
samvinnu. Þar koma framleið-
endurnir sameinaðir fram og
starfa að markaðsmálum. Slík
samvinna þurrkar einnig út þá
áhættu sem fylgir viðskiptum við
sláturhús sem standa höllum
fæti.”
VÖRN í GÆÐUM OG
MATVENDNI
En er hugsanlegt að bœndur
eigi sér einhverja vöm í gæðum
framleiðslunnar og matvendni
landsmanna, sem telja sitt
lambakjöt best?
„Auðvitað er ákveðin vörn
fólgin í þessu. Aðalatriðið er að
margir Islendingar kjósa íslenska
kjötið fremur en allt annað og eru
reiðbúnir að gefa meira fyrir það.
Ég segi eins og Ingólfúr á Hellu.
að ég hef ekki smakkað neinar
erlendar landbúnaðarafúrðir sem
líkjast þeim íslensku. En þessi
vöm er takmörkuð ef ekki tekst að
halda verðlagningu í skefjum.
Landbúnaðurinn hefur notið
fjarlægðarvemdar en samkeppn-
isiðnaðurinn átt undir högg að
sækja eftir því sem frjálsræðið
hefur aukist.”
BæNDUR ÁKVEÐNIR í AÐ
BJARGA SÉR
Haft hefur verið eftir ferða-
þjónustubónda að hann varði
ekkert um verð á kjöti. Hann selji
sitt kjöt sem máltíðir á diski. Við
það vakna spurningar um hvort
fleiri sölumöguleikar séu að opn-
ast á innanlandsmarkaði en þeir
sem til þessa hafi verið nýttir.
Einnig vakna spurningar um
heimasölu á
landbúnaðarafurðum og hvort
þœr hugmyndir stangist ekki á við
söluaóferóir Nýsjálendinga sem
vitnað hefur verið til og nýgeróa
samþykkt Stéttarsambands
bænda um ein kjötsölusamtök í
landinu.
„Ég get hiklaust svarað því
játandi að ferðaþjónustan er vax-
andi atvinnuvegur og hvað
bændur varðar þá eru ýmsir
möguleikar fyrir hendi - raunar
galopnir. Einn þeirra er að nýta ís-
lenskar afurðir til að framleiða
rétti og bjóða ferðamönnum. Og
þar getur fleira komið til en
lamba- og nautakjötið. í því efni
má einnig nefna íslenskar fisk-
eldisafúrðir og sjálft blávatnið. Ég
hef áhuga á að bændum verði gert
kleift að selja afurðir að vissu
marki heima á búum sínum. Með
því geta þeir aukið tekjur sínar og
þetta hefúr einnig mikið gildi fyrir
ferðaþjónustuna. Eflaust myndi
sala af þessu tagi einkum verða í
höndum þeirra bænda sem stunda
ferðaþjónustu en þó er ekkert sem
mælir á móti því að aðrir bændur
bjóði einnig þessa þjónustu. Með
þessu er ég ekki að leggja til að
heimaslátrun verði tekin upp
heldur að öllum kröfúm um hrein-
læti og heilbrigði verði fúllnægt
eins og um útflutning væri að
ræða. Nei - ég tel ekki að slík sölu-
starfsemi stangist á við hug-
myndir bændasamtakanna um
sameinuð sölusamtök. I þessu
sambandi erum við að tala um
nýjan markað - markað sem að
rnestu hefur verið óunnin til þessa
en ef hugmyndir manna og á-
ætlanir um aukna ferðaþjónustu
standast þá verður þama um vax-
andi markað fyrir matvælafram-
leiðslu að ræða. Ég tel að bændur
séu opnir fyrir þessum mögu-
leikum eins og raunar öðru sem
getur aukið sölu og neyslu afúrða
þeirra því bændur eru ákveðnir í
að bjarga sér."
Saga til
næsta bæjar
Heyskurður og heimaslátrun
verður leikur einn með Alligator söginni
frá Black & Decker. Hún er öflug,
fljótvirk og handhæg og vegur bara 4 kg.
#BLACK&DECKER
—^lliðator
Ómissandi gripurá hverju sveitaheimili.
Sölustaðir um land allt.
SINDRI
- sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 • 105 REYKJAVIK • 62 72 22
Kartöflubændur
♦
POKAGERÐIN
/ Baldur sf.
% 825 Stokkseyri <1
S: 98-31310
***..■■••*
Margnota stórsekkir á ótrúlegu verði. Taka
500 kg. af kartöflum. Einnig aðrar tegundir
poka á mjög góðu verði.
B A R U P \j A S T
Eigum til á lager og sníðum eftir máli
báruplast. Vel gegnsætt.
Tilvalið á þök, veggi,
skjólveggi, handrið o.m.fl.
Einnig:
Plötujárn
Flatjárn
Rúnnjárn
Vínkiljárn
Öxulstál
Efnisrör
Rafsuðuvír
Rafsuðuþráður
J. HINRIKSSON HF.
Súðarvogi 4 • Pósthólf 4154 • 124 Reykjavik • Símar: 814677 / 814380 • Fax: 689007 • Telex: 2395
ALLT TIL
RAFHITUNAR!
|
Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir
rafmagnsofnar350 - 2000w.
Hæð 30, 50 eða 59 cm.
ELFA-VORTICE
Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w.
ELFA-VARMEBARONEN
Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir Hitatúba / rafketill 12kw, 230v.
30-300 lítra, útvegum aðrar stærðir 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt
frá 400-10.000 lítra. að 1200kw.
Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þrautreyndur við íslenskar aðstæður.
HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMALAR.
///■
Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 - S 622901 og 622900