Bændablaðið - 01.08.1994, Side 13

Bændablaðið - 01.08.1994, Side 13
3. TÖLUBLAÐ - SEPTEMBER 1994. Það lck hros um varir fulltrúa á aðalfundi sauðfjárbænda þegar þcir stilltu scr upp til myndatöku utan við fundarhúsið að Reykjum. Inni í fundarsalnum tók hins vegar alvaran við. Sameiginleg ÁBYRGÐ Aðalfundur sauðfjárbænda lýsti vilja sínum til að koma á sam- eiginlegri ábyrgð á kindakjöts- birgðum. Til nánari skýringar má geta þess hér að meðal sauðfjár- bænda ríkir verulegur ótti við þá hættu á undirboðum sem kann að skapast ef einstakar afurðastöðvar bera einar ábyrgð á að selja sitt kjöt. Þá lýsti fundurinn einnig stuðningi við starf útflutnings- nefndar Framleiðsluráðs auk þess sem talið var brýnt að stofna þró- unarsjóð til að styðja markaðs- starf og efla útflutning. A meðan verið er að afla markaða vill fúnd- urinn að til komi opinber aðstoð og bendir á að mörg dæmi séu fýrir því að útflutningsgreinum sé hjálpað á sviði þróunarverkefna. Varðandi slátrun leggur fund- urinn til í ályktunum sínum að kjötmati verði breytt þannig að meira tillit verði tekið til vöðva- byggingar og að sláturkostnaður verði aðskilinn frá heildsölu- kostnaði. Þá vildu fundarmenn einnig fella niður sjóðagjöld af umsýslukjöti og samþykkt var að leggja til að hlutfall kjöts af dilk- um og fullorðnu fé breytist þannig að dilkakjöt fái stuðulinn 1,01 en fullorðið 0,9. Aukið hlutverk FrAM LF.IÐSLURÁÐS Enn er ótalin ályktun í allmörg- um liðum sem fundurinn beindi til skoðunar á aðalfúndi Stéttar- sambands bænda. í þessari álykt- un er stungið upp á að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins taki að sér að fjármagna afurðir af sauðfé og annast allt uppgjör ásamt því að sjá um allar greiðslur til bænda, afurðastöðva og sjóða. Samkvæmt þessum hugmynd- um félli það einnig í hlut Fram- leiðsluráðs að innheimta andvirði seldra afurða og hafa eftirlit með birgðum. Ráðið fengi þá ríkis- ábyrgð fyrir þeim lánum sem taka þyrfti í þessu sambandi. Bændum yrði jafnframt geftnn kostur á að fjármagna birgðahald og njóta sömu vaxtakjara og giltu um önn- ur lán sem tekin yrðu. Tillagan gerir ráð fyrir að Framleiðsluráð fái þá peninga sem annars eru ætlaðir til greiðslu á vaxta- og geymslukostnaði og það fé sem sparast myndi með þessu nýja fyrirkontulagi verði nýtt til að þróa útflutning. Samkvæmt þeim hugmyndum sem fram koma í þessari ályktun er ennfremur gert ráð fyrir að sala kindakjöts síðasta verðlagsárs verði heildargreiðslumark næsta árs og hefjist beingreiðslur sam- kvæmt því 1. mars. Þegar sala verðlagsársins liggur fyrir 15. desember verði síðustu 20% beingreiðslnanna svo gerð upp samkvæmt þeim niðurstöðum. Þessi tillaga gerir ráð fyrir að birgðir innan heildargreiðslu- marks sem beingreiðslur hvíla á verði leystar undan öllum kvöð- um og að Framleiðsluráð taki við þeim afurðum sem fara eiga til útflutnings en þeim bændum sem það kjósa verði þó heimilt að fela öðrum forsjá útflutningsafurða sinna. Atvinnuleysisbætur Möguleikar bænda til atvinnu- leysisbóta hafa nokkuð verið til umræðu undanfarið enda sum bú orðin svo lítil að vöxtum eftir sam- drátt undanfarinna ára að tæpast er unnt að tala um heilt stöðugildi, hvað þá tvö. Aðalfúndur sauðfjár- bænda ákvað í þessu sambandi að fela stjóm samtakanna að skoða alla möguleika til að bændur öðl- ist rétt til atvinnuleysisbóta á þeim búum sem ekki ná grundvallar- stærð. Fundurinn vildi líka að tryggt yrði að þeir bændur sem bregða búi og eiga rétt til bóta, fái þær. Hér er ekki rými til að gera öllum ályktunum tæmandi skil og því hefur verið stiklað á stóru. Einstaka samþykktum eða álykt- unum eru gerð nokkur skil í sérstökum fréttum hér í opnunni. Þess má vænta að þeir lesendur sem kunna að hafa áhuga á að lesa ályktanimar í heild geti nálgast þær hjá Landssamtökunum eða stjórnum einstakra félaga innan þess. Breytingar á búvörusamingi: Beingreiðslurán framleiðslu? SauðQárbændur geta í fram- tíðinni minnkaö framleiðsl- una cn haldið fullum bcin- greiðslum undir scrstökum kringumstæðum og sá sam- dráttur í framlciðslu sem af þessu skapast verður nýttur til að minnka birgðir kinda- kjöts, samkvæmt drögum að samningi milli landbúnaðar- ráðuneytisins og Stcttarsam- bands bænda. Hér er um að ræða drög að breytingu á þriðju grein búvörusamningsins frá 1991. í þessum samningsdrögum er gert ráð fyrir að bændur geti sótl um tímabundna lækkun á neðri mörkum greiðslumarks án þess að beingreiðslur skerð- ist ef þeir annað hvort búa á jörðum þar sem sérstök ástæða þykir til fækkunar fjár vegna gróðurverndar og upp- græðsluaðgerða, eða þá að starfsorka þeirra skerðist. Þá er og gert ráð fyrir að þeir sem vilja hætta sauðfjárbúskap vegna sérstakra aðstæðna geti sótt um að halda beingreiðsl- unum óskertum fram til verð- lagsársins 1997-98, en þá falli greiðslumark þeirra niður. 1 samningsdrögunum er gert ráð fyrir að sá samdráttur í framleiðslu kindakjöts sem skapist af þessum aðgerðum verði notaður lil að minnka kindakjötsbirgðir í landinu. Þegar eðlilegri birgðastöðu er náð eiga samningsaðilar að semja um „nýtt fyrirkomulag að þessu leyti” eins og segir orðrétt í samningsdrögunum. Þessi samningsdrög voru send Landssamtökum sauð- fjárbænda til umsagnar. Aðal- fundur samtakanna ályktaði gegn því að rjúfa tengsl ffam- leiðslu og beingreiðslna ffekar en búvörusamningurinn gerir ráð fyrir. Af öðrum ályktunum fundarins virðist hins vegar ljóst að með þessari afstöðu eru sauðfjárbændur síður en svo að taka afstöðu gegn aukinni landgræðslu. Hiti í formannskjöri Arnór Karlsson var endur- kjörinn formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda í lok aðalfundarins mcð 24 at- kvæðum eftir nokkrar svipt- ingar. Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu fékk 15 at- kvæði. Lagabreytingu þurfti til að Arnór gæti setið áfram í cmbætti formanns. I lögum samtakanna er end- umýjunarregla sem í upphafi var ætlað að girða fyrir að menn gerðu setu í stjórn að ævistarfí. Samkvæmt þessu ákvæði mátti enginn sitja lengur í stjóm en sex ár sam- fellt. Arnór Karlsson hefur setið í stjórn samtakanna í fimm ár, þar af síðustu þrjú árin sem formaður. A aðal- fundinum var samþykkt breyt- ing á þessu ákvæði þannig að nú er ekki er lengur tekið tillit til fyrri stjómarsetu formanns- ins. Þessi lagabreyting gekk þó alls ekki átakalaust fyrir sig. Fjölmargir tóku til máls bæði með og á móti og talsverður hiti færðist í umræðuna. Þeir sem töluðu gegn breyting- unni lögðu yfirleiU áherslu á að þeir vildu ekki hrófla við endur- nýjunarreglunni en þó virtist ljóst að einhverjir fúndannanna hefðu bundist samtökum um að reyna að koma í veg fyrir endurkjör for- mannsins og óánægja með hann eða störf hans hafi ráðið rneiru um afstöðu einhverra andmælenda en látið var í veðri vaka. Svo rnikið er víst að atkvæðatölur urðu nánast þær sömu í atkvæða- greiðslu um lagabreytinguna og formannskj örinu. Lagabreytingin var samþykkt með 23 atkvæðum gegn 16 og í formannskjörinu sem á eftir fylgdi fékk Arnór Karlsson 24 atkvæði en Gunnar Sæmundsson 15. Gunnar var svo kjörinn vara- maður í stjóm. Samkvæmt þeim heimildum sem Bændablaðið hefur aflað sér eftir fundinn virðist sem stjómar- menn og einhverjir fleiri hafi þeg- ar í vetur verið að velta l'yrir sér eftirmanni Amórs Karlssonar en niðurstaðan af þeim vanga- veltum hafi orðið sú að heppi- legast væri að breyta lögum þannig að hann gæti setið á- fram enda hatði hann einungis setið fimm ár í stjóm af þeim sex sem lögin gerðu ráð fyrir sem hámarki. Þegar aðrir þingfúlltrúar fóru að leita að nýjum formanni í vikunni lyrir fúndinn mun það einfaldlega hafa verið of seint vegna þess að almennt virðist sem flestir hafi þá verið búnir að sætta sig við þá niðurstöðu sem svo varð. Gunnar Sæmundsson var ekki fulltrúi á þessum aðal- fundi og var ekki viðstaddur formannskjörið. Heimildir blaðsins herma raunar að Gunnar hafi fyrirfram ekki verið búinn að fallast á að vera í kjöri nema því aðeins að svo færi að lagabreytingartillagan yrði felld, þannig að ljóst væri að kjósa þyrfti nýjan formann. Vöruþróun hjá RALA: Lambanaggarog kjötblokkir Á Rannsóknarstofnun land- búnaðarins hefur að undan- fornu verið unnið að nokkr- um verkefnum sem tcngjast vöruþróun. Meðal annars hcfur á síðustu þremur árum verið unnið að þróun á svo- kölluðu endurmótuðu kjöti og vöruni úr því. Guðjón Þorkelsson hjá RALA vék lítilis háttar að þessum þætti starfseminnar í erindi sem hann flutti á aðal- fundi Landssambands sauð- fjárbænda 22. ágúst. Að sögn Guðjóns hefur tekist að búa til kjötblokkir úr úrbeinuðum og snyrtum ffampörtum. Tilgangurinn með þessu verk- efni var að þróa úr dilkakjöti bein- lausa og fitulitla vöru sem væri fersk, fljótlöguð og hentug fýrir veitingahús eða mötuneyti auk þess að henta til framleiðslu á hraðréttum. Þessum tilgangi virðist RALA hafa náð því að í erindi Guðjóns kom fram að þessar kjötblokkir hafi langt geymsluþol og góða bindi- eiginleika hvort heldur þær eru varðveittar í kæli eða frysti. Blokkimar er ennfremur hægt að skera að vild og þær virðast því kjömar til framleiðslu á alls kyns tilbúnum vörurn. Guðjón nefndi ennfremur í erindi sínu að hjá RALA væri lokið þróun á svonefndum „lambanöggum” eða djúp- steiktum lambabitum í raspi sem ætlaðir væru sem skyndi- bitar og hraðréttir. Ungtfólk borðartalsvert minna lambakjöt Ungt fólk borðar hlutfalls- lega mun minna af lamba- kjöti en eldra fólk. Alexand- er Þórisson, framkvæmda- stjóri Samstarfshóps um sölu á lambakjöti rakti ýmsar töl- ur sem staðfesta þetta í erindi sem hann hélt á aðalfundi Landssambands sauðfjár- bænda á mánudaginn. Alexander sagði nýjar rann- sóknir sýna að unglingar á aldrin- um 15-19 ára borði að meðaltali 50 grömm af lambakjöti á dag. Þetta magn er um 40% af kjöt- neyslu þessa aldurshóps. Til sam- anburðar nefndi Alexander að samkvæmt niðurstöðum sömu rannsókna borði sjötugir Islend- ingar að meðaltali 65 grömm af lambakjöti á dag og sú tala sé um 60% af kjötneyslu þeirra. Alexandir Þórisson nefndi einnig að lambakjötsneysla íslendinga hefði að meðaltali dregist saman um 2% á ári síðustu iimmtán ár og ef sama þróun héldi áfram yrði heildar- neyslan koinin niður fyrir 7.000 tonn á ári um aldamótin. Sjötti hverskrokkurúr landi Nærri lætur að sjötti hluti islcnsku kindakjötsfram- lciðslunnar sé fluttur út. Á þcssu ári hafa þegar verið flutt út yfir 1.000 tonn og horfur taldar á þessi tala fari vel yflr 1.300 tonn fyrir ára- mót. lnnanlandsncyslan cr aftur móti nokkuð innan við 8.000 um þessar mundir. Ari Teitsson ráðunautur Qallaði um útflutning kindakjöts í erindi sínu á aðalfundi Lands- sambands sauðljárbænda. I máli hans kom fram að Svíþjóð er um þessar mundir langstærsti út- flutningsmarkaður okkar. Svíar hafa keypt 650 tonn af lambakjöti á þessu ári. Næstir koma Færey- ingar með um 180 tonn og þá Japanir sem hafa keypt af okkur 125 tonn. Ymsar aðrar þjóðir hafa keypt kindakjöt frá 3 tonnum og upp undir 50 tonn. Það er að sjálfsögðu mest fyrsta ilokks lambakjöt sem selt er úr landi en frá þessu eru þó undantekningar. Þannig vilja Japanir helst rnjög feitt kjöt og nokkuð hefúr verið selt þangað af rollukjöti. Banda ríkjamenn hafa einnig keypt af okkur rollukjöt á þessu ári.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.