Bændablaðið - 01.08.1994, Qupperneq 16

Bændablaðið - 01.08.1994, Qupperneq 16
BÆNDA BLAÐH) DREIFT ÓKEYPIS Á ÖLL ÍSLENSK SVEITAHEIMILL Besti auglýsingamiðillinn efþú viltná til ALLRA bænda BæNDABLAÐINU ER DREIFT ÓKEYPIS í PÓSTl Á ÖLL SVEITAHEIMILI LANDSINS. STUÐNINGUR LESENDA ER ÞÓ VEL ÞEGINN OG ÞVÍ ERU ÁRLEGA SENDIR ÚT GÍRÓSEÐLAR OG LESENDUM BLAÐSINS ÞANNIG GEFINN KOSTUR Á AÐ GREIÐA STUÐNINGSÁSKRIFT. ÞETTA FYRIRKOMULAG ER AÐ HLUTA HUGSAÐ TIL HAGRÆÐIS FYRIR AUGLÝSENDUR SEM EKKI EIGA MEÐ ÖÐRU MÓTI TRYGGT AÐ AUGLÝSINGAR „Lífrænt" -er þaðframtíðin? Er framtíðin fólgin í vistvænni eða jafnvel lífrænni framleiðslu? Þessi spurning virðist verða æ áleitnari og nú er unnið að gerð reglugerðar um vist- vænan og lífrænan landbúnað á vegum landbúnaöarráðuneytisins. Þá vill að- alfundur Stéttarsambands bænda að gerð verði heildarúttekt á möguleikum landbúnaðarins til að öðlast viður- kenningu sem vistvænn landbúnaður er framleiði heilnæmar náttúrulegar vörur án notkunar óæskilegra auka- eða spillicfna. Þetta kemur fram í sér- stakri ályktun sem fundurinn sam- þykkti. Fundurinn taldi einnig að landbúnaðurinn eigi að framleiða líf- ræn matvæli í samræmi við alþjóðiega staðla þar um. Að undanfömu hefúr á vegum bænda- samtakanna verið unnið að könnun á möguleikum íslensks landbúnaðar til að framleiða vistvænar og einnig lífrænar (organic) landbúnaðarvörur og til að koma slíkri framleiðslu á erlenda mark- aði í krafti óspilltrar náttúm og hreinleika landsins. Aðalfundur Stéttarsambands bænda ályktaði á nýlega afstöðnum aðalfundi að úttekt verði gerð á mögu- leikum á þessu sviði. í ályktun frá iúnd- inum segir að úttektin eigi að beinast að hagkvæmustu framleiðsluaðferðum og markaðssetningu afurðanna auk þess sem hún verði undirstaða ffekari áæt- lanagerðar um þróun landbúnaðarins á þessu sviði. Aðalfundur Stéttarsambands bænda telur að stofna eigi þróunarsjóð fyrir at- beina hins opinbera en í samvinnu við hagsmunaaðila í landbúnaði. Sjóðnum verði síöan fengið það hlutverk að styðja vöruþróun og sölu íslenskra landbún- aðarafurða á erlendum mörkuðum undir merkjum sérstöðu Islands hvað hollustu og hreinleika varðar. Einnig verði mótuð stefna innan landbúnaðarins um að tekin verði upp gæðastjómun á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar afúrð- anna, þannig að tryggt sé að íslenskur landbúnaður framleiði heilnæmar og vandaðar vörur í sátt við umhverfi sitt. I greinargerð umhverfís- og atvinnu- málanefndar með þessari ályktun er m.a. drepið á sambandið milli heilsufars fólks og gæða þeirra matvæla sem neytt er og minnt á nýlega skýrslu frá Evrópuráðinu þar sem lögð er áhersla á að betri upplýs- ingar og fræðsla til handa neytendum og matvælaframleiðendum geti haft veruleg áhrif á heilsufar almennings með því að gefa fólki kost á heilnæmari matvælum en víða er mögulegt nú. Þá segir einnig í greinargerðinni að möguleikar á framleiðslu búvara í heil- næmu og ómenguðu umhverfi hérlend- is verði æ fleirum ljósir og að erlendir sérffæðingar sem skoðað hafi aðstæður í íslenskum landbúnaði séu sammála um að hérlendur landbúnaður eigi verulega möguleika til að hasla sér völl undir merkjum vistvænnar og lífrænn- ar framleiðslu. Síðan segir orðrétt í greinargerðinni: „Umhverfismála- og framleiðslustefna eins og lögð eru drög að í meðfýlgjandi ályktun mun hafa áhrif á fjölmarga þætti er snerta landbúnað og fram- leiðslu búvara. Sem dæmi má nefna að hún mun auka vitund þeirra sem starfa við framleiðslu matvæla fyrir mikil- vægi hráefnisgæða og vandaðra fram- leiðsluhátta. Hún eykur fjölbreytni at- vinnulífsins og styrkir skynsamlega byggðaþróun. Möguleikar til land- kynningar og ferðaþjónustu munu auk- ast og gefa ferðamönnum meiri ánægju af heimsókn til landsins. Stefnan er umhverfisvæn því ekki er hægt að framleiða hollar afuröir nema í hreinu og ómenguðu umhverfi. Samkeppnis- staða landbúnaðarins mun styrkjast og þar með íslenskt atvinnulíf.” DRIFSKÖFT Smíðum ný - gerum við Flestir varahlutir fyrirliggjandi Jeppabreytingar Varahlutir Renniverkstæöi rJALLABIL Stál og stansar hf. Vagnhöfða 7, s. 91 -671412 Hverborgaði „herkostnað" JónasarÞórs? Kjötvinnslumaður, að nafni Jónas Þór, hefur undanfarið talað digur- barkalega um verðhækkun á nauta- kjöti. í þessu sambandi hefur hann opinberlega komist svo hnyttilega að orði að með þessari hækkun séu kúabændur að láta íslenska neytendur borga „herkostnað" sinn af tilraunum til að selja nautakjöt á Bandaríkja- markaði. Af ummælum hans hefur einnig mátt skilja að þangað ætli bændur að selja besta kjötið á nið-urgreiddu verði og þá væntanlega láta ís-lenska neytendur kaupa lélegra kjötið á uppsprengdu verði. I tilefni af þessum ummælum þykir Bændablaðinu við hæfi að rifja upp að þessi sami Jónas Þór rak á sínum tíma kjötvinnslu á Hellu og talað þá engu að síður digurbarkalega en hann gerir nú. Meðal annars lofaði hann kúabænd- um 5% hærra verði fýrir feitt nauta- kjöt. Kjötvinnslan fór á hausinn og sláturleyfíshafar og jafnvel einstakir bændur töpuðu stórum fjárhæðum. Að því er sláturleyfishafana varðar kom það að sjálfsögðu í hlut bænda að borga tap þeirra. „Herkostnaður" Jón- asar Þórs var því að stærstum hluta greiddur af bændum. STEYR dráttarvélar FYRIR KRÖFUHARÐA! Tæknilegir yfirburðir! Austurrísk gæðaframleiðsla! Fyrsta flokks viðhalds- og varahlutaþjónusta! Hringdu strax í síma 621155 og fáðu nánari upplýsingar fAtlas Borgartúni 24, Sími: 621155, Fax: 616894

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.