Skátinn


Skátinn - 01.09.1935, Blaðsíða 1

Skátinn - 01.09.1935, Blaðsíða 1
V. árg. — 5. tbl. — september 1935 Sfcáíinn ÚTGEFANDI: SKÁTAFÉLAGIÐ »ERNIR« Ábyrgðarmenn: Haraldur Sigurðsson og Axel Sveins — Herbertsprent prentaði. íþróttir og vetrarkuldi. Þessi grein, eins og segir i fyrirsögninni, er uni það efni, sem foreldrar ættu að veita at- hygli, þar seni að veturinn er að fara i hönd. Fyrst verður að vekja atliygli á því, að skátahreyfingin cr hyggð á útiíþróttum. Skát- ar eru hörn náttúrunnar. Mesta gleði og á- nægju liefir skátinn af að ferðast úti í hinni frjálsu náttúru og sækja hreysti, orku og lífs- kraft til hinna mörgu virku daga. A flokks- og sveitarfundum er verkleg og bókleg undir- staða, sem er prófuð á margvislegan bátt í sunnudagsferðunum. Þessar ferðir eru ekki viðbót við skátakerfið. Þær eru nauðsynlegar og ómissandi öllu skátalífi. Skipulagðar eins og þær. eru, með samkeppni og margvislegum viðfangsefnum í merkjum (Signalering), mat- artilbúningi, uppkveikju (varðeld), landa- bréfalestri, stjörnumerkjum o. sv. frv. Við- fangsefnin eru svo mörg, að ómögulegt er að telja allt upp, enda ekki ástæða til þess. Skát- arnir segja sjálfsagt frá því heima, hvernig og livað gerist á ferðum þeirra, svo að foreldr- arnir vita, að það er langt frá að vera tíma- spillandi. Heldur nokkuð, sem hefir verulegt gagn fyrir skátann í daglega lífinu. Meiri hlutann af árinu er farið í ferðir, sem vara heilan dag (eða sólarhring), og það eru beztu ferðirnar og þær bera mestan árangur. En yfir vetrarmánuðina, þegar veðrið er óstöð- ugt og kalt, er farið á morgnana og komið aft- ur um hádegi eða miðjan dag. Þær ferðir hafa atlt annað snið en fyrr nefndar ferðir. Foreldr- ar þurfa ekki að óttast um heilsu barna sinna á þessum vetrarferðum. Það er séð um að drengirnir séu á stöðugri hreyfingu í hinu kalda veðri, svo að þeir haldi hitanum, t. d. með leikjum eins og gullpokaleik, hindrunar- hlaupi o. s. frv. Þá er að taka skátabúninginn til með- ferðar. Hann er ekki gerður af handahófi. Hann er snotur, klæðir vel og er mjög hent- ugur. Lord Baden-Powell hefir ákveðið hann þannig eftir nákvæma athugun, og það hefir marg sýnt sig, að búningurinn er mjög hent- ugur, og sá eini, sem notandi er við útilíf. Þessu hafa mæðurnar sjálfsagt tekið eftir. En á þessum tíma árs, sem hér um ræðir, eru sjálfsagt margar mæður á móti honum. Ber hné, berir handleggir og veturinn eiga að vísu ekki vel saman. En hér er' rétt að undir- strika, að það er alveg eftir einstaklingaeðl- inu, hvað lítið — eða hvað mikið — hver og einn klæðir sig, og því ekki gott að setja fast- ar reglur fyrir því. Persónulega álít ég, að hver hraustur drengur geti gengið með ber hné allt árið, án þess að saka neitt og ég álít, að það muni vera mjög hollt. Ef foreldrarnir vilja láta son sinn mæta með hulin hné, þá hefir foringhm ekkert á móti því. Ef drengur er veiklulegur eða kvefaður, er ekki rétt að láta han fara í ferðalag lítið klæddan. I kulda er hentugt að nota pokabuxur eða sportbuxur, en ekki siðbuxur, þær eru óhentugar og fara ekki vel við skátablússuna. Til notkunar á veturna er bezt að nota ull-

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.