Bergþór


Bergþór - 01.12.1963, Síða 1

Bergþór - 01.12.1963, Síða 1
2. tölublað 1. árgangur Desember 1963 Útgefandi: Ungmennafél. Biskupstungna. — Ritnefnd: Sr. Guðmundur Ö. Ólafsson, Róbert Róbertsson, Arnór Karlsson (ábm.) Svo góÖur sem einum synd- ugum manni er unnt að vera“ Það var síðari hluta vetrar 1955. Við Sigurður Haukur vorum þá hér eystra um helgar til þess að kynna okkur fyrir væntanlegar prestskosningar. Það voru kynlegir dagar. Þeim kenndum verður ekki með orð- um lýst, er bærast í brjósti umsækjandans, þegar hann er meðal kjósendanna. Jafnvel þó hann hafi nautn af ferðalögum um íslenzkt vetrarríki og enn meiri nautn af því að blanda geði við fólkið í sveitinni, sök- um andlegs skyldleika við það, þá getur hann ekki varizt því, að hver nýr einstaklingur, sem hann mætir, veki honum spurn ingu: — Með mér eða móti mér? Nú eru liðin níu ár síðan þetta var, og margt frá þeim dögum farið að fyrnast. Ein- stök smáatvik og orðræður skjóta þó stöku sinnum upp kollinum, þótt í engu séu þau merkilegri en annað. Þannig geymi ég smámynd úr baðstof- unni á Torfastöðum. Það er setið við kaffborð. Gegnt mér situr kona nokkuð við aldur. Hún á viðræður við tvo borð- nauta sína, ekki man ég um hvað, en gáskinn í samtalinu er mér enn í fersku minni. Mér er sem ég sjái enn bros- viprurnar um munn hennar og kankvísina í vinstra auganu, þegar hún drap tittlinga svo lítið bar á, ellegar hvernig hún reigði sig stöku sinnum og lygndi augum af innilega spaugilegum hátíðleik. — Síðar vissi ég, að þetta var Margrét í Hrosshaga, og þeir, sem hún átti tal við, voru Grímur á Reykjum og Sigurður á Heiði. Ekki man ég fleiri andlit frá þessu borðhaldi. Fáum mánuðum síðar, er ég var orðinn prestur á Torfastöð- um, var ég eitt sinn sem oftar að koma heim. Þá sá ég gamla konu feta sig með skjóðu sína upp stíginn hjá Vesturheimi (Fjárhúsið fyrir vestan tún heitir Vesturheimur, eins og flestir Tungnamenn vita.) og að hliðinu. Henni fylgdi ljós- mórauð tík. Þetta var einstak- lega íslenzk sjón. — En hér var þá komin Margrét í Hross- haga og hafði hug á að vitja um leiði í kirkjugarðinum. Ég bauð henni upp í bílinn, þótt skammt væri á áfangastað, og líklega hef ég sjaldan ekið öllu þakklátari farþega. Við tókum að sjálfsögðu tal saman. M. a. sagði hún mér, að hún ætti systur, sem einnig héti Mar- grét, og hún útlistaði fyrir mér hvernig á því stæði. En svo vildi hún fá að heyra, hvað mér litist um slíkt og þvílíkt. — Þá hugsaði ég: Er hún svo ári skæð? Ætlar hún nú að fara að spauga með mig líka? En óþarft er, að ég hafi lengri formála fyrir efninu. Hún Margrét í Hrosshaga er í mínum augum fágætur jarð- lífshúmoristi og einstakur barnauppeldisfræðingur, já, dýra og manna sálfræðingur. Alltaf hefur hún a.m.k. lag á því að koma mér til að skrafa og skemmta um þá hluti, sem mér þykja skemmtilegastir. Og mætti ég kjósa mér nágranna, þegar yfirum kemur, þá yrði hún vafalaust framarlega í þeim flokki. Ég er jafnvel ekki von- laus um, að við yrðum þá bæði við þá heilsu, að hún fengist til að skreppa með mér stöku sinnum á hestbak. — Og Margrét kann vel að segja frá. Sá hæfileiki hennar hefur freistað mín til að reyna að festa á blað nokkuð af því, sem hún hefur viljað segja mér á stopulum næðisstundum. Mér er vel ljóst, að þar er minn hlutur meira af vanefnum en hennar. Það eitt hef ég mér til málsbóta, að mér er ekki kunnugt um að aðrir hafi haft hug á að gera slíkt hið sama. En hér fær nú Margrét orðið: Aldrei verið kalt í kirkju Eftir fyrstu kirkjuferðinni minni man ég ekki, og yfir- leitt man ég ekki eina kirkju- ferð fremur en aðra. Þetta var allt hvað öðru líkt. Mér fannst alltaf ákaflega hátíðlegt eitt- hvað að vera í kirkju, þegar ég var barn, og hefur alltaf fund- izt síðan. Ég hef hugsað mér að fara til kirkju meðan ég get. Mér finnst alltaf að ég búi að því í hvert sinn og hafi svo mikið gott af því. Og aldrei hefur mér verið kalt í kirkju, þótt með fáum væri. Kirkju- sóknin var annars góð, þegar ég man fyrst eftir, alltaf full kirkja, enda þótti þá sjálfsagt að sækja messur. Einu sinni man ég þó, að pabbi sneri við á heiðinni, þegar hann ætlaði til messu á Torfastöðum. Bylurinn var þá svo mikill, að hann treysti sér ekki. — Það var sið- ur, að við krakkarnir fengjum að fara einu sinni á sumri til kirkju, og þá fóru allir ríðandi. Þá var auðvitað stundum tví- mennt og þrímennt, en það var þó útreiðartúr. 1 spurningum fimm vetur Þegar ég var tíu ára fór ég að ganga til prestsins. Séra Magnús var vanur að spyrja börnin í fimm vetur, fjóra vet- ur fyrir ferminguna og einn vetur eftir fermingu, nema ef piltar þurftu að fara til sjós, þá sleppti hann þeim við það. Alltaf var spurt fyrir messu, byrjað fyrsta sunnudag í vetri og síðan spurt við hverja messu fjórða hvern sunnudag fram á vor. Annars byrjuðum við átta ára að læra kverið til þess að kunna það, þegar við færum að ganga til prestsins. Þau góðu áhrif, sem prestur- inn hafði á mig við fermingar- undirbúninginn, urðu mér ó- metanlegt veganesti. Mundi fjóra presta Vigdís, systir mín, mundi fjóra presta á Torfastöðum. Hún var sex árum eldri en ég og var fimm ára, þegar séra Jakob Björnsson fór norður. Hún hafði verið lítinn tíma í fóstri hjá þeim hjónum og þau verið henni mjög góð. Hún Framh. á bls. 3 Skálbolt í Biskiipstungum. - Kirkjan og Biskupstofan.

x

Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.