Bergþór


Bergþór - 01.12.1963, Blaðsíða 8

Bergþór - 01.12.1963, Blaðsíða 8
8 BERGÞÓR Desember 1963 PALLADOMAR um hreppsnefndarmenn: Þorsteinn Sigurdsson Næstelztur hreppsnefndar- manna hér í sveit er Þorsteinn á Vatnsleysu. Er hann nýlega búinn að fylla 7. tuginn. Þorsteinn er stór maður vexti og þrekvaxinn, myndarlegur og skörulegur í framkomu og ber aldurinn vel. Hann er skemmtilegur heim að sækja og kann vel að taka á móti gestum, bæði á heimili sínu og á opinberum vettvangi. Þorsteinn er góður ræðumaður og tekst oft að gera langt mál úr litlu efni, en oft byggist ræðumennska hans meira á skörulegum flutningi en hug- myndaauðgi. Söngmaður er hann góður og hefur töluvert iðkað að stjórna fjöldasöng, hvort sem er í samkvæmum eða réttum. Þorsteinn hefur starfað mikið að félagsmálum og hefur gegnt fjölda trúnaðar- starfa, bæði innan sveitar og utan. Hefur áhugi hans á þeim málum, ásamt framgirni og framanrituðum hæfileikum, hjálpast að við að veita honum þann frama, sem hann heíur hlotið á því sviði. Virðulegasta staða hans er að sjálfsögðu for- mennska í Búnaðarfélagi Is- lands, sem hann hefur nú gegnt í nær 9 ár. Hefur það starf verið mjög tímafrekt hjá honum vegna þeirra stórfram- Þorsteinn Sigurðsson kvæmda, sem félagið hefur stað ið í. Mun þurfa nokkuð kunn- uga menn til að dæma um hvort hann hefur verið meira heima eða heiman hin síðustu ár. Þetta hefur að vonum orð- ið til þess að hann hefur tæp- lega getað rækt sem skyldi öll þau trúnaðarstörf, sem hann hefur haft með höndum fyrir ýmis önnur félög. Enda mun hann hafa meira yndi af að sinna bústörfum en skrifstofu- störfum, þegar hann er heima. Hefði það verið happadrýgra fyrir álit hans innan sveitar ef hann hefði losað sig við eitt- hvað af þeim störfum, þegar hann hafði ekki lengur tíma til 17. maí 1570 á Vatnsleysu. Domur vmm halld og laga Auoxt a A med lambe j tuo Ar. (Dómur um hald og lagaávöxt á á með lambi í tvö ár.) öllum mönnum, sem þetta bréf sjá eður heyra, senda Þor- móður Ásmundsson, Þórir Sveinsson, Egill Einarsson, lög- réttumenn, Guðbrandur Bjarna son, Álfur Þorsteinsson og Eyj- ólfur Þorvaldsson kveðju Guðs og sína, kunnugt gjörandi, að árum eftir Guðs burð 1570, mið vikudaginn næstan eftir hvíta- sunnu, á Vatnsleysu á þingstað réttum, vorum vér til dóms nefndir af heiðarlegum dáind- ismanni, Gísla bónda Sveins- syni, er þá hafði löglegt umboð Ólafs bagga, kóngsins fóveta yfir Islandi, til að skoða og rannsaka og fullnaðardóm á leggja um þá áklögun, sem Geirmundur Jónsson klagaði til Brands Fúsasonar, að hann hefði að sér tekið þá á með lambi, sem Geirmundur hefði eftir látið, og sett til innstæðu, sem hann átti að gjalda bónd- að sinna þeim. En Þorsteinn vill gjarna láta innansveitar- mál til sín taka og virðist oft gera nokkuð miklar kröfur til að skoðanir sínar á þeim mál- um séu teknar til greina. Það hefur komið í hlut Þor- steins að vera formaður Bún- anum Þormóði, en Þormóður vildi ekki meðtaka, sökum þess hún var ógild og hart nær af- nám. I fyrstu kom það fram fyrir oss, að þessi áðurnefndur Brandur hefði boðið Þormóði og Geirmundi fyrir þessa á aðra á með lambi, gilda og góða, en hvorgi vildi meðtaka. Því leist oss það hans gleymska mundi verið hafa meir en nokk ur ágirni, að hann tók þessa af- náms á að sér og lét ekki meta hana gilda, og gjörði sig svo lausan við og bauð upp að lög- um. í annarri grein kom það fram fyrir oss, að greindur Geir mundur Jónsson vændist tveim ur vottum, að sitt mark hefði á verið þessari oft skrifaðri á, en ekki bóndans Þormóðar. Þar fyrir dæmum vér til þessara votta, að þeir skyldu sverja fullnaðar bókareið, að klárt mark Guðmundar hefði á títt skrifaðri á verið. Því svo stend ur í vorri landslagabók: Eftir gögnum og vitnum skal hvert mál dæma. Að heilags anda náð til með oss kallaðri, að svo próf aðarfélags Islands á meðan það byggði sína miklu og margum- deildu höll. Um nytsemi þeirrar byggingar fyrir bændur skal ekki dæmt hér og ekki heldur að hve miklu leyti það var verk Þorsteins að hrinda þeirra fram kvæmd af stað, þó víst megi telja að hann hafi átt þar drjúg an þátt í. Mun nafn Þorsteins væntan- lega verða mjög nátengt Bænda höllinni á ókomnum öldum. Verður hún að sjálfsögðu traustur minnisvarði um hann og störf hans í þágu íslenzkra bænda. Hefur varla annar ís- lenzkur bóndi hlotið stærri og glæsilegri bautarstein. Arnór Karlsson. uðu og fyrir oss komnu, dæmd- um vér fyrr greindir dóms- menn með fullu dómsatkvæði þráttskrifaðan Geirmund Jóns- son skyldugan að leiða þessa votta fram innan 14 nátta, og að eiðnum unnum dæmum vér Brand skyldugan að gjalda þessa á Geirmundi með laga- ávexti í næstu tvö ár, hver ávöxtur að oss virtist nú og reiknast tvævetur ær með lambi, hrútur veturgamall og sú hin sama ær með lambi, sem með fyrstu inn kom, svo og matur undan þeirri á, fjórðung ur smjörs og hinn þriðji hlutur úr tunnu skyrs í þessi tvö ár En við kóngsvaldið kunnum vér hann ei sekan að gjöra, því þessi oft skrifaður Brandur hafði þessari títtskrifaðri á oft- lega og opinberlega lýst, bæði með fyrsta og síðasta og oftlega uppboðið. Samþykkti þennan dóm með oss áðurgreindur valdsmann og setti sitt.... Hér þrýtur þetta bréf, sem vera mun einhver elzta heim- ild um þingstað á Vatnsleysu. Aðeins fyrirsögnin er hér prent uð með upphaflegri stafsetn- ingu. Bœndahöllin. - Hinn veglegi bautarsteinn Þorsteins á Vatnsleysu. Úr fornbréfum

x

Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.