Bergþór - 01.12.1963, Qupperneq 4
4
BERGÞÓR
Desember 1963
Þriðja leit ó Biskupstungnaafrétt haustið 1963
Fjallskilareglugerðin mælir
svo fyrir að farnar skuli 3 leit-
ir á afréttina ár hvert og fleiri
ef þurfa þykir. Munu Tungna-
menn hafa framfylgt þessu um
áraraðir.
Leitirnar eru í daglegu tali
nefndar þessum nöfnum: fyrsta
safn (í það fara 28 menn), eft-
irsafn (í það fara 10 menn), og
þriðjaleit (í hana fara 4 menn),
og er foringi skipaður fyrir
hverja leit því dauður er höf-
uðlaus her, eins og máltækið
segir. ^
Síðastliðið haust var með fá-
dæmum vont, einkum norðan-
lands, svo elztu menn muna
varla annað eins. Varð að fresta
réttum þar því féð náðist ekki
af afréttinum vegna hríðar og
snjóa, og komust menn naum-
lega til byggða, fjárlausir.
Sunnanlands var þetta ekki
eins slæmt, og gekk allt eftir
áætlun þó að fjallmenn lentu í
nokkrum hrakningum við að
koma fénu niður. Er það haft
eftir einum fjallmanni, sem
búinn er að fara að minnsta
kosti 50 ferðir inn yfir fjöll,
að hann hafi aldrei fengið jafn
vont veður alla ferðina út og
þetta haust. Svo var farið í
eftirsafn daginn eftir réttirnar.
Af þeirri ferð er það að segja,
að bíllinn, sem fór með dótið
þeirra, komst ekki alla leið
vegna ófærðar af snjó og urðu
þeir að reiða það á hestum
töluvert af ferðinni. Annars er
dótið flutt á bíl í tvær fyrstu
leitirnar ef færð leyfir. Svo var
snjórinn mikill þegar inn á af-
réttinn kom, að umbrotafærð
var fyrir hestana. Allt gekk þó
eftir áætlun, og komu þeir til
byggða á tilsettum tíma, með
um 30 fjár.
Þá er nú eftir síðasta leitin
eða eftirleit eins og hún er oft
kölluð. Áskilið er, að hún
standi yfir eigi skemur en 7
daga og sé lokið í síðasta lagi
viku fyrir vetur, ef hægt er.
Vanalega líður nokkur tími frá
því komið er úr eftirsafni og
þar til farið er í eftirleit. Þyk-
ir betra að fé renni til ef eitt-
hvað er eftir, og svo þurfa
menn að sinna ýmsum verkum
heima fyrir áður en þeir fara,
þar sem fólk er nú víða fátt á
bæjum.
1 þessa ferð, sem ég ætla að
segja lítillega frá, fóru þessir
menn: Hárlaugur Ingvarsson,
Hlíðartúni, Guðni Lýðsson,
Gýgjarhóli, Jón Karlsson, Gýgj
arholtskoti og sá er þetta ritar,
og var hann tilnefndur fyrirliði
af háttvirtri hreppsnefnd. Kann
ég henní litlar þakkir fyrir, en
hvað um það, það verður að
gera fleira en gott þykir, en
það vita allir, sem til þekkja,
að ekki er maðurinn vel til for-
ingja fallinn. Tíðin batnaði
heldur eftir tvær fyrstu leitirn-
ar og tók upp snjó a. m. k.
framan til á afréttinum.
Ekki var þó beinlínis álitlegt
fyrir okkur að leggja af stað
inn á öræfi eftir þær fréttir,
sem við höfðum fengið þaðan,
frá hinum, sem á undan fóru.
En hjá því varð ekki komist að
fara og var brottfarardagur
ákveðinn miðvikudaginn 16.
október.
Voru nú hestar járnaðir( en
hver maður hefur tvo hesta) og
nesti soðið og skyldu allir hitt-
ast á Gýgjarhóli nefndan dag.
Það hefur verið venju undan-
farin ár að fá jeppa með trúss-
in inn í Hvítárnes fyrsta dag-
inn, og var það einnig í þetta
sinn. Gerði það Trausti Kristj-
ánsson í Einholti og fékk hann
sér til aðstoðar Ragnar Jó-
hannesson í Ásakoti.
Svo rann upp hinn mikli dag
ur. Við Hárlaugur gistum í
Gýjarhólskoti nóttina áður og
áttum þar ágæta nótt hjá því
heiðursfólki.
Við vorum árla á fótum um
morguninn og eftir að hafa
þegið góðar veitingar og ferða-
óskir, stigum við á bak hestum
okkar og héldum úr hlaði til
móts við Guðna, sem stóð ferð-
búinn hjá hestum sínum þegar
við komum. Var svo haldið,
sem leið liggur, hjá Kjóastöð-
um og er það síðasti bær áður
en farið er úr byggð. Urðum
við að þiggja þar góðgerðir áð-
ur en haldið væri á fjöllin. En
ekki dugir að tefja lengi því
löng leið er fyrir höndum. Stig-
um við því brátt á bak á ný og
héldum af stað hlaðnir góðum
ferðaóskum.
Var veður ágætt, þurrt og
svolítið frost. Við Sandá var
áð og étinn biti, sem við höfð-
um með okkur en síðan haldið
áfram í stefnu á Bláfellsháls.
Þegar við komum inn að Blá-
felli kom „Trússi“ á eftir okk-
ur og hélt hann áfram og var
brátt úr augsýn. Við héldum
áfram á okkar hestum og tók-
um eitthvað á vasafleygum,
sem voru með í ferðinni, en allt
var það í hófi. Komum við svo
í Hvítárnes um dimmumót. Var
„Trússi“ þá kominn fyrir góðri
stundu og beið okkar rjúkandi
kaffi á borðum. Voru því gerð
góð skil, því við höfðum ekki
fengið kaffi allan daginn. Þeir
Trausti og Ragnar fóru svo til
baka um kvöldið. Við gengum
frá hestum við fullan töðustall
og fórum síðan að sofa.
Við vorum árla á fótum, því
nú skal byrja að leita. Veður er
þó ekki gott til þeirra hluta,
suðvestan éljagangur og hvítt
af snjó. Þó eru allir samþykkir
því að leggja af stað. Voru
hestar teknir og búið upp á þá
í skyndi. Kom það í hlut Hár-
laugs að fara með trússana í
Fossrófur og skyldi hann fara
beinustu leið. Við hinir fórum
út yfir Fúlukvísl og skyldu 2
smala Karlsdrátt, inn með Hrút
felli og austur í Þverbrekkur.
Kom það í hlut Jóns og Guðna,
en ég leitaði Hrefnubúðir og
inn yfir Baldheiði. Hittumst
við síðan í Þverbrekkum og
vorum samferða austur í Foss-
rófur um kvöldið. Engin kind
fannst þennan dag.
Föstudagur: Veður var heið-
skírt og bjart þennan morgun.
Nú skal Austurkrókurinn leit-
aður og gist á Hveravöllum
næstu nótt. Eftir að hafa mat-
azt og drukkið kaffi, er farið
að búa sig af stað. Nú er meiri
hlutinn af dótinu skilinn eftir
en aðeins farið með trúss á ein
um hesti og geta þá allir leit-
að. Fór Jón vestastur og leit-
aði Fossrófurnar og verin vest-
an við Graðhól, en innan við
þann hól eiga allir að hittast.
Við hinir urðum samferða aust
ur að Blákvísl. Fór Hárlaugur
síðan inn með henni að vestan
en við Guðni fórum nokkru
austar. Þegar við erum komnir
upp í Hnappöldu og ætlum að
fara að skipta okkur, þá sjá-
um við hvar Hárlaugur veifar
til okkar. Er hann búinn að
finna tvær kindur og reyndist
þetta vera svört ær frá Karli
bónda í Gýgjarhólskoti, og
hafði hennar verið saknað af
fjalli. Urðum við nú harla kátir
yfir þessum óvænta feng. Var
nú farið með þær í Fossrófur í
geymslu. Að því búnu var leit-
inni haldið áfram. Hittumst svo
allir á tilteknum stað en Jón
var kominn á undan okkur
með trússahestinn, sem hann
teymdi með sér. Var nú setzt
að snæðingi þarna á auðninni,
en heldur var það kuldalegt, því
allt var hvítt af snjó og kom-
inn bylur og dvöldumst við þar
ekki lengur en við þurftum.
Var nú tekin stefna á Rjúpna-
fell og þaðan til Hveravalla. Er
þar komið á innstu takmörk af-
réttarins því þarna er varnar-
girðing milli jökla og smala
norðanmenn suður að henni.
Áttum við þarna góða nótt í
upphituðu húsi Ferðafélags Is-
lands.
Laugardagur: Ekki leizt okk-
ur á veðrið þegar við litum út
um morguninn, því komin var
blindhríð af norðaustri. Fórum
við að engu óðslega, bættum
heyi á hestana, borðuðum með
beztu lyst og drukkum að sjálf-
sögðu mikið af kaffi. Þegar leið
á morguninn fór að birta í lofti
og ekki leið á löngu þar til
allur bylur var horfinn út í
veður og vind og komið sæmi-
legt veður. Voru nú hafðar
hraðar hendur, húsið þvegið út
úr dyrum, hestar sóttir í hest-
hús og lagt á þá og síðan hald-
ið af stað. Nú skal leita Tjarna-
dali, Þjófadalafjöll, í’jófadali,
Fögruhlíð og allt suður að
Þverbrekkum að vestan. En
Biskupstungnaréttir.