Dagsbrún - 31.05.1957, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 31.05.1957, Blaðsíða 1
DAGSBRÚN 15. árg. — 1. tbl. 31. maí 1957 Kaupgjaldsmálin 070 6 28. apríl s.l. var haldinn fundur í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, fundurinn var á sunnudegi og sóttu félagsmenn hann eins og húsrými í Iðnó frekast leyfði. Aðalefni fund- arins var að taka ákvörðun um hvort segja skyldi upp samningum að þessu sinni eða ekki, en samningar voru uppsegjanlegir 1. maí. Eins og alhr vita varð niðurstaða fund- arins sú, að samþykkt var, eftir tillögu stjórn- ar og trúnaðarráðs, að segja samningunum ekki upp, en 19 fundarmenn greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu. Verðlags- og kaupgjaldsmálin hafa allmik- ið verið á dagskrá síðan í vetur að Alþingi samþykkti tillögur ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum, en þær höfðu í för með sér hækkaða tolla á ýmsar innfluttar vörur og á þjónustu, er síðan hefur komið fram í hækkuðu vöruverði. Eins og ríkis- stjórnin hafði heitið, voru höfð samráð við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar er mál þessi voru á döfinni. Alþýðusambandsþingið í haust kaus 19 manna nefnd til að fara með umboð verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við ríkisstjórnina um efnahagsmálin. Á öðr- um stað hér í blaðinu, í skýrslu stjórnarinn- ar, er skýrt frá starfi og afstöðu 19 manna nefndarinnar og er hér vísað til þess, sem þar er sagt. Fyrstu dagana í april boðaði miðstjórn Al- þýðusambandsins 19 manna nefndina til fundar að nýju til að ræða viðhorfin til kaup- gjalds- og atvinnumálanna í ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt hafði síðan um áramót- in og með hliðsjón af að samningar flestra verkalýðsfélaga voru uppsegjanlegir fyrir 1. maí. Þessi fundahöld stóðu yfir til 23. apríl og hafði þá m. a. verið haldinn fundur með formönnum allra sambandsfélaganna í Reykjavík og nágrenni. Birt hefur verið ítar- leg greinargerð um athuganir og niðurstöður nefndarinnar og verður hér aðeins minnst á fátt eitt úr henni. Varaðndi verðlagsmálin upplýsti verðlags- stjóri, að verðhækkanir af völdum tollanna í vetur væru nú að mestu komnar inn í verð- myndun innfluttu vörunnar, mikilla verð- breytinga þeirra vegna væri því ekki að vænta úr þessu. Torfi Asgeirsson, fulltrúi Al- þýðusambandsins í kauplagsnefnd, gerði at- hugun á kaupmætti launanna gagnvart vísi- töluvörunum á sama hátt og hann hefur áður gert og leiddi þessi athugun í ljós, að kaup- mátturinn mundi verða hinn sami 1. júní núna og hann var 1. ágúst 1956. (Reynslan hefur staðfest þessa útreikninga, miðað við verðlag í maí og kaupið 1. júní er vísitala kaupmáttarins nákvæmlega hin sama núna og 1. ágúst 1956). Athugandi er að þessir út- reikningar eiga einungis við þær vörur, sem ganga inn í vísitölugrundvöllinn, en verð- hækkanirnar hafa komið meira á aðrar vör- ur og er því kaupmátturinn gagnvart þeim lakari en þessir útreikningar sýna. Fram fóru ítarlegar viðræður við ríkisstjórnina, einkanlega um atvinnumáhn. Ráðherrarnir skýrðu frá þeim framkvæmdum, sem fyrir- hugaðar væru, svo sem kaupum á nýjum tog- urum og öðrum fiskiskipum, að byrjað verði á nýrri Sogsvirkjun í vor o. fl. Nefndin taldi, að öruggt væri, ef ekkert óvænt kemur fyrir, að atvinna ætti að verða næganjanleg í það minnsta fram eftir þessu ári. Að athugunum sínum loknum samþykkti miðstjórn Alþýðusambandsins og efnahags- málanefndin ályktun á fundi sínum 23. apríl, þar segir meðal annars svo: „Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahags- málunum í desember s.l. miðuðu einkum að því tvennu, að tryggja varanlegan reksturs- grundvöll framleiðsluatvinnuveganna og nauðsynlegar verklegar framkvæmdir. Mið- stjórnin og efnahagsmálanefndin höfðu að- stöðu til að kynna sér og hafa áhrif á þær leiðir, er farnar voru og samþykktu þá að veita bæri ríkisstjórninni starfsfrið þar til séð væri hvort fyrgreindum markmiðum yrði náð. Sá tími, sem liðinn er síðan ráðstafanir þessar voru gerðar, er að dómi miðstjórnar og efnahagsmálanefndar enn of skammur til þess að unnt sé að fella dóm í þessum efnum, og telja því rétt að fengin verði frekari reynsla á framkvæmd þessara ráðstafana. Af framansögðu er það áht miðstjórnar og efnahagsmálanefndar, að ekki sé tímabært að leggja til almennra samningsuppsagna að svo stöddu. Hins vegar vilja þessir aðilar undir- strika það meginsjónarmið, sem fram hefur komið í viðræðum þeirra við ríkisstjórnina, að aðaláherzluna beri að leggja á að halda uppi fullri atvinnu í landinu, stemma stigu við verðbólgunni og tryggja og auka kaup- mátt lanunanna." Vitnað var til þessarar ályktunar í sam- þykkt Dagsbrúnarfundarins 28. apríl. Verkalýðshreyfingin hefur talið launþeg- ana bera skarðan hlut frá borði í verðbólgu- þróun undanfarinna ára. Til þess að hamla á móti kjaraskerðingunni hefur hún þurft að heyja harða verkfallabaráttu. Verkalýðs- hreyfingin hefur ekki óskað eftir þessari þró- un og hún hefur viljað stuðla að því, að tekin væri upp stjórnarstefna, sem hamlaði gegn henni og tryggði kaupmáttinn, en legði byrðarnar á þá, sem hafa grætt á verðbólg- unni. Þessi sjónarmið marka stefnuskrá nú- verandi ríkisstjórnar og hún hefur viljað hafa samstarf við verkalýðshreyfinguna. Það er því sjálfsagt að verkalýðshreyfingin styðji að því að ríkisstjórnin geti komið í fram- kvæmd þeim málum, sem hún sjálf, verka- lýðshreyfingin, telur að stefni í rétta átt. Með þessu er ekki sagt, að verkalýðshreyf- ingin telji allt gott, sem ríkisstjórnin hefur gert eða kann að gera. Ríkisstjórnin hefur nú gert ráðstafanir til að kaupa inn í landið ný framleiðslutæki, en með því er verið að treysta þann grundvöll, sem vaxandi velmegun alþýðunnar hlýtur að byggjast á. Slíkar athafnir styður verkalýðs- hreyfingin og söhiuleiðis þær ráðstafanir í verðlags- og verðgæslumálum, sem hefta gróða milliliðanna. Einnig á stóreignaskatt- urinn öruggt fylgi hennar. Þessi mál og mörg fleiri eru vinsæl meðal alþýðu, en það sama verður ekki sagt um ráðstafanirnar í efna- hagsmálunum, sem ríkisstjórnin þurfti fyrst af öliu að gera vegna viðskilnaðar fráfarandi stjórnar. Allir vita að ríkisstjórnin tók við slæmu búi og að óhjákvæmilegt var að gera stórátak í efnahagsmálunum til þess að ekki stöðvaðist um síðustu áramót rekstur allra fiskiskipa í landinu. Þetta varð ekki gert án þess að það kæmi nokkuð við almenning. Allt þetta höfðu Dagsbrúnarmenn vel í huga er þeir tóku ákvörðun sína um að segja ekki upp samningum að þessu sinni. Nú hafa þau undur gerst, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur tekið upp harða baráttu fyrir uppsögn samninga og beitir sér fyrir verkföllum til kauphækkana. Sem rök fyrir þessu eru notaðar ráðstafanir ríkisstjórnar- innar í vetur og afleiðingar þ'eirra, enda þótt það hafi verið þessi sami flokkur, sem skildi þannig við efnahagsmáhn að ráðstafanir þessar voru óhjákvæmilegar. Að sjálfsögðu er það ekki umhyggja fyrir verkafólkinu, sem ræður þessari „verkalýðsbaráttu'* Sjálf- stæðisflokksins, heldur þvert á móti er hanrx trúr sínum húsbændum, auðmannastéttinni, sem fyr og leikurinn til þess eins gerður, að hindra ríkisstjómina í að framkvæma stefnu sína og að koma henni frá völdum. Sjálfstæð- isflokkurinn þohr ekki að skert sé gróða- og valdaaðstaða auðmannanna í þessu landi eins og núverandi ríkisstjórn hefur sýnt lit á að gera. Þetta er kjarni málsins. íhaldið sendi erindreka sína á síðasta Dagsbrúnarfund til þess þar að berjast gegn tillögu stjórnarinnar um að segja ekki upp samningunum. Dagsbrúnarmenn tóku þess- um nýju „verkalýðsforingjum" heldur fálega og aðeins 19 fundarmenn fylgdu þeim í at- kvæðagreiðslu. Dagsbrúnarmenn voru stað- ráðnir í að láta ekki annarleg öfl segja sér til um hvenær þeir segðu upp samningum sínum. Það hafa þeir verið einfærir um að gera hingað til og svo mun enn verða. LANOSBú'hASÁFN 213335 "ÍSLANDS

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.