Dagsbrún - 31.05.1957, Blaðsíða 2
2
DAGSBRTJN
SkýrslaDagsbrúnar 1956
Flutt ai iormanni, Hannesi M. Stephensen,
á aðaliundi 11. iebrúar 1957
Góðir Dagsbrúnarmenn!
Á starfsárinu hafa 235 nýir félagsmenn
verið samþykktir í félagið, þar af hafa 55
verið yfirfærðir úr öðrum sambandsfélögum.
25 félagsmenn hafa látizt á árinu, sem við
vitum um. Nöfn hinna látnu félaga eru þessi:
Árni Vigfússon, Laugavegi 28D
Bjarni Ásgrímur Eyjólfsson, Bólstaðahl. 5
Gísh Ó. Thorlacius, Sogavegi 30
Gissur Sigurðsson, Nesvegi 48
Guðjón Guðmundsson, Laugavegi 99
Guðmundur Jóhannesson, Þvervegi 12
Guðmundur Jónsson, Ásvallagötu 5
Guðmundur Ólafsson, Grenemel 35
Hallsteinn Sigurðsson, Langholtsvegi 35
Ingimundur Pétursson, Framnesvegi 67
Jón Hjálmsson, Bröttugötu 6
Jón Ólafsson, Laufásvegi 48
Kristján Hermannsson, Árbæjarbletti 67
Kristleifur Jónsson, Borgarholti v. Engjav.
Magúns Ottósson, Hraðfrystihús. í Kópav.
Matthías Arnórsson, Eskihlíð 9
Nikulás Illugason, Reykjahlíð 12
Ölafur Guðbrandsson, Brekkustíg 14B
Páll Hannesson, EskihHð 14A
Pálmi Kristjánsson, Hringbraut 50
Sigurður Árnason, Njálsgötu 5
Sigurður Lýðsson, Snorrabraut 22
Sigurður Pálsson, Hringbraut 50
Sigurður Straumfjörð, Laufásvegi 48
Þorkell Sigurðsson, Þórsgötu 10
Eg bið fundarmenn að heiðra minningu
hinna látnu félaga með því að rísa úr sætum.
Á starfsárinu hafa verið haldnir 4 félags-
fundir, 5 trúnaðaráðsfundir, 14 stjórnar-
fundir hafa verið bókaðir og einn fundur í
trúnaðarmannaráði.
40 Dagsbrúnarmenn hafa á árinu fengið
styrk úr Stóra sjóði að upphæð samtals
kr. 18.150.00 og úr Styrktarsjóði Dagsbrúnar-
manna hafa 36 félagsmenn fengið styrk á ár-
inu er nam samtals kr. 18.600.00.
Heildartekjur félagsins á árinu voru kr.
576.876.19 en gjöldin hinsvegar kr. 418.430.84
og nemur því sjóðsaukningin kr. 158.447.35.
Skuldlaus eign félagsins í árslok nam kr.
1.036.870.01. Vinnudeilusjóður hefur aukizt
um tæp 112. þús. kr. á árinu og er nú kr.
614.697.64.
1 sambandi við reikningana ber að geta
þess, að heildar tekjur eru raunverulega
hærri en þar segir og er ástæðan sú, að nú
eru afskrifaðar í reikningunum útistandandi
skuldir eins og þær voru 1 janúar 1956 og
nemur sú upphæð röskum 58 þús. kr. Heild-
artekjurnar eru því raunverulega hærri sem
þeirri upphæð nemur. Af sömu ástæðu eru
nú bókfærðar 14 þús. kr. í haUa á félagssjóði,
en raunverulega hefur hann aukizt um 44
þús. kr. á árinu, ef ekki er tekið tillit til
afskriftanna. Nánari skýringar er að finna í
reikningum félagsins á þessu atriði.
Hið liðna starfsár er ekki varðað neinum
stórviðburðum í félagslífinu og verður í sög-
unni að teljast til hinna rólegri ára. Næsta
starfsár, var sjálfkjörin í febrúar í fyrra þar
á mindarlegan hátt 50 ára afmælis félagsins
og var frá því sagt í síðustu ársskýrslu.
Stjórnin, sem stýrt hefur félaginu þetta
starfsár, var sjálfkjörin í febrúar í fyrra þar
sem ekki komu fram aðrar tillögur. Kosn-
ingabarátta setti því ekki svip sinn á félags-
lífið að þessu sinni, en ekki ber að líta á
það sem merki deyfðar eða áhugaleysis,
heldur miklu fremur sýnir það einhug og
styrkleika Dagsbrúnarmanna. Hitt er svo
annað mál, að hvorki stjórnin eða aðrir fé-
lagsmenn mega láta slíka velgengni stíga sér
til höfuðs og verða andvaralausir um málefni
félagsins og stéttarinnar, en á því gæti verið
nokkur hætta.
Samningar við Áburðar-
verksmiðjuna
Enda þótt hinir stærri kjarasamningar fé-
lagsins væru ekki hreyfðir á starfsárinu hef-
ur þó ýmislegt verið unnið að samningamál-
um fyrir nokkra starfshópa innan félagsins.
Ber þá fyrst að nefna, að 30. júní í sumar
voru undirritaðir nýir samningar við Áburð-
arverksmiðjuna um vaktavinnu við fram-
leiðslustörf verksmiðjunnar, en samningar
þessir áttu sér æði langan aðdraganda. Eins
og menn rekur minni til voru í febrúar 1955
gerðir samningar við Áburðarverksmiðjuna
eftir að fyrirtækið hafði í rösklega eitt ái
með öllum ráðum reynt að koma sér undan
því að semja við Dagsbrún og voru þau við-
skipti allmjög á annan veg en Dagsbrún á
almennt að venjast af atvinnurekendum.
Með samningunum í febrúar 1955 má segja
að þessari styrjöld hafi lokið og síðan hafi
sambúðin verið með eðlilegum hætti og góð.
Samningurinn frá 17. febrúar 1955 við
Aburðarverksmiðjuna fól i sér að bráða-
birgðasamkomulagið, sem gert var 16. febrú-
ar árið áður, var staðfest sem samningur
með nokkrum viðbótum, en á árinu 1954
hafði Félagsdómur fellt úrskurð þess efnis,
að það jafngilti ekki samningi. Enn var þó
eftir að koma varanlegu skipulagi á þessi
mál, að gera fullkominn samning um kaup
og kjör vaktavinnumannanna. í þeim tilgangi
óskaði Dagsbrún að nýju eftir samningavið-
ræðum í nóvember 1955. Öformlegar við-
ræður hófust þá við framkvæmdastjóra
verksmiðjunnar og héldu síðan áfram eftir
áramótin. Viðræður þessar fóru eingöngu
fram milh framkvæmdastjóra verksmiðjunn-
ar annarsvegar og ritara Dagsbrúnar og trún-
aðarmanns verkamannanna hinsvegar.
Stjórnir samningsaðila fjöUuðu oft um máUð
hvor í sínu lagi á hinum ýmsu stigum þess.
Viðræðum þessum lauk, eins og fyrr segir,
með því að nýir samningar voru undirritaðir
30. júní s.l. en gilda þó frá 1. júní. Nokkrir
fundir höfðu verið haldnir með starfsmönn-
um verksmiðjunnar meðan á samningunum
stóð og að lokum voru samningarnir ræddir
á fundum, sem alhr verkamennirnir voru
boðaðir á og voru þeir samþykktri þar nær
einróma. Nýi samningurinn var gerður án
þess að þeim eldri væri sagt upp, en hann
var uppsegjanlegur hvenær sem var með eins
mánaðar fyrirvara.
Helztu atriði — Fyrsta
stóriðjuíyrirtækið
Helztu atriði nýja samningsins eru þessi:
Vinnutími er 48 klst. á viku og fer vinnan
fram á þrískiptum vöktum aUan sólarhring-
inn aHa daga og er hver vakt 8 klst. Mánað-
arkaupið er kr. 3400.00 í grunn og fyrir aUa
yfirvinnu, þ. e. aUa vinnu umfram 8 klst.
vaktina, er greitt með kr. 25.00 á klst. 1 grunn.
Vaktavinnumenn eiga frí einn dag í hverri
viku. Auk 18 vinnudaga orlofs fá þeir frí í
12 vinnudaga á ári, eða einn dag fyrir hvern
unninn mánuð, vegna vinnu sinnar á helgi-
dögum. Þessir dagar eru veittir með sam-
feUdu fríi á tímabiHnu frá 16. september til
31. maí. I venjulegum veikindatilfellum
halda vaktavinnumenn óskertu kaupi í 14
daga, en sé um slys eða atvinnusjúkdóm að
ræða, halda þeir óskertu kaupi 1 aUt að tvo
mánuði. í samningnum sjálfum og skjölum,
sem honum fylgja eru skír ákvæði um til-
högun vaktavinnunnar, frídaga, öryggisregl-
ur á vinnustað og margt annað. .Samningur-
inn er yfirleitt greinilegur og afdráttarlaus
í öllum atrðium, enda ekki orðið neinn á-
greiningur um framkvæmd hans.
JafnhUða samninngum um vaktaskipta-
vinnuna við Aburðarverksmiðjuna, var einn-
ig gerður mánaðarkaupssamningur fyrir
verkamenn, sem vinna þar önnur störf og
ekki í vaktavinnu.
Segja má að Áburðarverksmiðjan sé fyrsta
stóriðjufyrirtækið hér á landi og var því
áríðandi að vel tækist til um samninga, því
ætla má að þeir verði fyrirmynd að samning-
um við önnur slík fyrirtæki, sem væntan-
lega eiga eftir að rísa hér upp áður en langt
Hður. Það hefur sýnt sig við starfsrækslu
Aburðarverksmiðjunnar, að íslendingar eru
fljótir að ná valdi yfir og tileinka sér hina
margbrotnu tækni nútíma verksmiðjuiðnaðar
— og eru verkamennirnir þar engir eftirbát-
ar. Á fyrstu starfsárum hafa afköst verk-
smiðjunnar farið verulega fram úr áætlun-
um.
En verkamenn Áburðarverksmiðjunnar
hafa ekki aðeins reynzt góðir starfsmenn síns
fyrirtækis, heldur einnig góðir félagsmenn
síns stéttarfélags, enda á þetta tvennt æf-
inlega að fara saman, annað verður naum-
ast uppfyllt án hins. Það ber sérstaklega að
þakka hve vel verkamenn Áburðarverk-
smiðjunnar hafa staðið saman um hagsmuni
sína í hinum æði misjöfnu viðskiptum við
fyrirtækið á undanförnum árum. Án þess-
arar samstöðu hefði árangurinn orðið annar
og lakari.
Samskipti Dagsbrúnar og Áburðarverk-
smðijunnar eru nú með eðlilegum hætti og
góð, eins og fyrr var sagt. Hið liðna heyrir
sögunni til. Óhjákvæmilega eru alhr reynsl-
unni ríkari, sem þar hafa nærri komið, en
Framhald á 5. síðu.