Dagsbrún - 31.05.1957, Blaðsíða 7

Dagsbrún - 31.05.1957, Blaðsíða 7
DAGSBRUN 7 Reglu^erð Dngsbrúnnr um úthlutun atvinnuleysisbóta í fyrra vetur samþykkti Alþingi lögin um atvinnuleysistryggingar og staðfesti þar meö einn mikilsverðasta árangur verkfallsins mikla 1955. MeÖ atvinnuleysistryggingunum, sem eru ávöxtur áratugabaráttu verkalýðshreyfingarinnar, er loks fyllt í skarð í tryggingamálum alþýðunnar, sem of lengi hefur verið autt. Nefnd Dagsbrúnar til úthlutunar atvinnuleysisbóta til félagsmanna hefur samið reglu- gerð þá er hér fer á eftir og félagsmálaráðherra hefur staðfest hana. Verkamenn eru hvatt- ir til að kynna sér þessa reglugerð rækilega og geyma hana. Verkamenn eru sérstaklega beðn- ir að hafa í huga, að sanna verður atvinnuleysi með vottorði vinnumiðlunar, það er að skil- yrði fyrir greiðslu bóta er að menn láti skrá sig þegar þeir eru atvinnulausir. Ráðningar- stofa Reykjavíkur annast skráninguna og gefur út vottorðin. ITpphæð atvinnuleysisbóta á dag, með visitölu 182 stig, er nú þessi: einhleypir kr. 47.32, giftir kr. 54.60 og kr. 7.28 fyrir hvert barn allt að þremur. Reglugerð fyrir nefnd Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Reykjavík, til úthlutunar bóta samkv. lögum um atvinnuleysistryggingar. 1. gr. Nefndina skipa fimm menn, þrír til- nefndir af Verkamannafélaginu Dagsbrún, einn af Vinnuveitendasambandi íslands og einn af Vinnumálasambandi samvinnufélag- anna. Sömu aðilar tilnefna jafn marga vara- menn, er taka sæti í nefndinni í forf öllum að- almanna. Kjörtími nefndarmanna er 2 ár í senn og skal þá tilnefna aðalmenn og vara- menn að nýju. Nefndin skal kjósa sér for- mann og ritara. Aðsetur nefndarinnar er í skrifstofu Dagsbrúnar og fer þar fram af- greiðsla á málum, sem hún hefur með hönd- um, á tímum, sem auklýstir verða í samráði við stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs. Nefndin skal halda gjörðabók um starf sitt og í hana skulu allar ákvarðanir skráðar. 2. gr. Hlutverk nefndarinnar er að úthluta bótafé samkvæmt lögum um atvinnuleysis- tryggingar til meðlima í Verkamannafélag- inu Dagsbrún 3. gr. Stjórn atvinnuleysistryggingasjóð3 ákveður þóknun nefndarmanna og úrskurðar reikninga og kostnað við nefndarstörfin. Kostnaður greiðist úr sérreikningi félags- ins við atvinnuleysistryggingasjóðinn. 4. gr. Ef ekki næst í nefndinn einróma sam- komulag varðandi úrskurði um bótagreiðsl- ur, getur hver einstakur nefndarmaður áfrýj - að til stjórnar atvinnuleysistryggingasjóðs og er úrskurður hennar í málinu endanlegur. Sá, er sækir um bætur, getur jafnan áfrýjað úrskurði nefndarinnar til sjóðsstjórnar. Nefndarmaður, sem áfrýja vill úrskurði, skal innan 14 daga frá uppkvaðningu hans hafa sent stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs áfrýjun skriflega, en umsækjandi um bætur innan 14 daga frá því honum var kunngerð- ur úrskurðurinn. Skal í áfrýjunarskjali greina ástæður til áfrýjunar, en í því sam- bandi er nefndarmanni heimillt að vísa til ágreiningsatkvæðis, sem hann hefur ritað á bótaumsókn. 5. gr. Sá, er sækir um bætur, skal afhenda nefndinni umsókn í tvíriti, ritaða á eyðublað, sem stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs lætur gera. Skylt er umsækjanda að svara öllum spurningum og gefa allar upplýsingar, sem nauðsynlegar eru til þess að unnt sé að úr- skurða bætur. 6. gr. Rétt til bóta hafa þeir fullgildir með- limir í Verkamannafélaginu Dagsbrún á aldr- inum 16—67 ára, sem: a. hafa á síðustu 12 mánuðum stundað a. m. k. samtals 6 mémuði vinnu, sem goldin er samkvæmt kjarasamningi eða kauptaxta verkalýðsfélags. Bótaréttur glatast ekki þó að hlutaðeigandi vinni um tíma önnur hliðstæð störf, t. d. kaupavinnu. b. sanna með vottorði vinnumiðlunar, sam- kvæmt lögum um vinnumiðlun, að þeir hafi á síðastliðnum sex mánuðum verið atvinnulausir 36 virka daga, þar af 9 daga á síðustu 18 dögum. í þessu sambandi telj- ast ekki með þeir dagar, sem hlutaðeig- andi hefur átt í vrekfalli eða verkbanni, sbr. 7. gr. a.-lið, eða notið atvinnuleysis- bóta. Hafi umsækjandi búið við skertan vinnu- tíma undanfarið, er heimilt að stytta biðtíma hans og skulu þá þær klukkustundir, er hann vahtar til að ná fullum dagvinnutíma dag hvern, umreiknaðar í heila daga og má stytta biðtímann sem þeim dögum nemur. Þeir, sem orðnir eru 67 ára, en njóta ekki ellilífeyris, eiga rétt til atvinnuleysisbóta. 7. gr. Bætur greiðast ekki þeim sem: a. taka þátt í verkfalli eða verkbann nær til. b. njóta slysa-, sjúkra- eða örorkubóta sam- kvæmt almannatryggingalögum. c. misst hafa vinnu af ástæðum, sem þeir eiga sjálfir sök á, svo sem drykkjuskapar- óreglu. d. sviptir eru frelsi sínu að opinberra til- hlutan. e. ófærir eru til vinnu eða neita vinnu, sem þeim býðst að tilhlutan vinnumiðlunar- skrifstofu, samkvæmt lögum um vinnu- miðlun, eða á annan hátt, svo sannað sé, þó því aðeins að ekki hvíli verkfall eða verkbann á vinnunni og kaupgjald og vinnutími sé í samræmi við taxta eða kjarasamninga hlutaðeigandi verkalýðsfé- laga. Nefndin metur, hvort annað það van- hæfi sé á vinnunni, að umsækjanda sé rétt að neita henni. Bótaréttur glatast þó eigi, þótt hafnað sé vinnu í öðru byggðar- lagi eða í annarri starfsgrein fyrr en hlut- aðeigandi hefur notið bóta í 4 vikur. f. hafa á síðustu 6 mánuðum haft tekjur, sem eru hærri en 75% af árstekjum al- mennra verkamanna í Reykjavík næst- liðið ár, miðað við 300 daga dagvinnukaup. g. dvelja erlendis. 8. gr. Sá, sem öðlast rétt til bóta samkvæmt 6. gr., á þegar rétt til bóta fyrir þá virka daga umfram sex, sem hann hefur verið at- vinnulaus á síðustu 18 dögum virkum. Sé um algert og samfellt atvinnuleysi að ræða und- anfarna 18 daga virka, má nefndin hefja greiðslu bóta frá og með 16. atvinnuleysis- degi, enda þótt ekki sé fullnægt skilyrðum um 36 atvinnuleysisdaga á síðastliðnum sex mánuðum. Hafi hinn tryggði vinnu eftir að hann öðlast rétt til bóta, skal við ákvörðun þess dagafjölda, sem greiða skal bætur fyrir, draga frá einn atvinnuleysisdag fyrir hverja þrjá daga, sem hann hefur vinnu. Hafi hinn tryggði samfellt vinnu í 12 daga eða 18 daga af síðustu 24 dögum, fellur rétt- ur hans til bóta niður, og þarf hann þá að fullnægja skilyrðum 6. gr. b-hðs, til þess að öðlast bótarétt að nýju. Heimilt er nefndinni að fella niður eða stytta biðtíma þeirra, sem notið hafa sjúkra- eða slysadagpeninga og verða atvinnulausir, þegar þær greiðslur falla, niður. Atvinnuleysisbætur greiðast ekki fyrir helgidaga og ekki fyrir skemmri tíma en þrjá daga, og engum skal greiða shkar bætur leng- ur en fjóra mánuði ár hvert. 9. gr. Atvinnuleysisbætur skulu vera kr. 26.00 á dag fyrir einhleypan mann, kr. 30.00 á dag fyrir kvæntan mann og kr. 4.00 á dag fyrir hvert barn, aht að þremur, yngra en 16 ára, sem er á fuhu framfæri bótaþega. Upphæð bóta má aldrei vera hærri en svo, að þær að meðtöldum tekjum bótaþega nemi 75% af almennu dagvinnukaupi verka- manna í Reykjavík fyrir 8 stunda vinnu. Bótaupphæðir samkvæmt grein þessari eru grunnupphæðir, sem geriða ber verðlagsupp- bætur á samkvæmt vísitölu, eftir sömu regl- um og greitt er á laun almennra verkamanna í Reykjavík. Eigi má gera fjárnám eða lögtak i bótafé samkvæmt reglugerð þessari né halda því til greiðslu opinberra gjalda. 10. gr. Bætur samkvæmt reglugerð þess- ari greiðast úr sérreikningi Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar við atvinnuleysistrygg- ingasjóðinn, sem nefndin úthlutar bótum úr. 11. gr. Nefndin skal gera vikulega skrá um þá menn, sem hún úrskurðar bætur. Skal á skrá þessari tilgreina, hverrar tegund- ar bætur eru og hve háar. Sé ágreiningur um úthlutun, skal þess einnig getið í skránni og tilgreina í hverju ágreiningur sé fólginn. Skrá þessa skal nefndin senda umboðsmanni Tryggingarstofnunar ríkisins ásamt öðru ein- taki bótaumsóknar með tilheyrandi fylgi- skjölum. Hafi bótaþega áður verið úrskurð- aðar atvinnuleysisbætur á sama bótatímabih. skal skránni fylgja úrskrður um framhalds- bætur ásamt framhaldsvottorði vinnumiðl- unar. 12. gr. Þegar úthlutunarnefnd hefur borizt greiðsluskrá Tryggingastofnunar ríkisins á- samt fé til bótagreiðslu, greiðir hún bætur til einstakra bótaþega, gegn kvittun þeirra á skrána. Að loknum bótagreiðslum skal nefnd- in afhenda Tryggingastofnuninni skrána. 13. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða sektum aht að kr. 10.000.00 til atvinnuleysis- tryggingasjóðs, og skal fara með þau að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi, sem samin er af úthlut- unarnefndinni, staðfestist hér með sam- kvæmt lögum nr. 29. 7. apríl 1956, um at- vinnuleysistryggingar, til þess að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli. Félagsmálaráðuneytið, 7. febrúar 1957 F. h. r. Hjálmar Vilhjálmsson Gunnlaugur Þórðarson.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.