Dagsbrún - 01.09.1986, Side 2

Dagsbrún - 01.09.1986, Side 2
FLUTNINGSLÍNA Þessi ákvæði gilda aðeins þar sem ekki hefur verið öðruvísi um samið. Athygli verkamanna er sérstaklega og af gefnu tilefni vakin á gr. 2.5 og 2.5.1 og 3.5 og 3.5.1 í samningi Dagsbrúnar og atvinnurekenda um flutningslínu, en þar segir efnislega: Ef unnið er utan línu, sem hugsast dregin bæjarmegin við Vegamót á Sel- tjarnarnesi að vestan, Þorragötu og öskjuhlíð að sunnan og Kringlumýrarbraut að austan, gilda ákvæði um fæðispeninga og flutningsskyldu. Fyrirtæki sem er með lögheimili innan flutningslínu ber ekki að greiða fæði. Ef fyrirtækið er með starfsemi eða sendir út fyrir flutningslínu ber að greiða fæðis- peninga og sjá verkamönnum fyrir ókeypis flutningi. Fyrirtæki sem eru með lögheimili utan flutningslínu ber að greiða fæði og sjá um flutning. Um leið og komið er innfyrir flutningslínu ber akki að greiða fæði. Búseta starfsmanna skiptir ekki máli hvað þetta varðar, heldur lögheimili fyrir- tækisins. M.Ö.O.: Starfsmenn eiga rétt á fæðisþeningum (sjá gr. um frítt fæði og dag- peninga hér að framan) og flutningi sé fyrirtækið með lögheimili utan flutnings- línu, eða ef-lögheimili er innan flutningslínu og starfsmenn sendir útfyrir. ALMENNIR KAUPTAXTAR 17. FLOKKUR A Vinna verkamanna 16 ára og eldri, sem ekki er annars staðar talinn og ekki á sér greinilegar hliðstæður í öðrum töxtum. Fiskvinna (sjá 18. fl.) Vinna í sláturhúsum. Jarðvinna með handverkfærum. Vinna við fóðurblöndunarvélar. Vinna við að steypa götukanta og gangstéttir. Almenn garðyrkjustörf að sumarlagi. 2

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.