Dagsbrún - 01.09.1986, Blaðsíða 39

Dagsbrún - 01.09.1986, Blaðsíða 39
UM FRÍTT FÆÐI OG DAGPENINGA Þegar verkamenn eru sendir til vinnu utan bæjar og þeim ekki ekið heim á mál- tíðum eða að kvöldi, skulu þeir fá frítt fæði og annan dvalar- og ferðakostnað. Ef verkamönnum, sem vinna í borgarlandinu utan flutningslínu, er ekki ekið heim á máltíðum og þeim er ekki séð fyrir fæði á vinnustað, skulu þeim greiddir dagpeningar fyrir fæðiskostnaði er séu kr. 296,34 á dag sé verkamönnum ekið heim fyrir kvöldmatartíma, en kr. 518,59 fari heimkeyrslan fram síðar. Þegar að jafnaði er matast á vinnustað, skulu bæði vinnuveotendur og verka- fólk fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um aðbúnað, hreinlætisaðstöðu og umgengni á matstað. UM LAUN Á FERÐUM Á leið til ákvörðunarstaðar skal greitt kaup fyrir alla þá tíma sem verið er á ferða- lagi, sé farið landveg eða loftleiðis. Sé aftur á móti farið sjóleiðis, greiðist dag- vinnukaup hvern dag sem á ferðinni stendur, en þó einungis fyrir þann stunda- fjölda, sem til dagvinnu telst. Sama gildir um heimferð. REGLUR UM FAST VIKUKAUP Hafi verkamaður unnið hjá sama atvinnurekanda samfellt í 3 mánuði eða lengur skal honum greitt óskert vikukaup þannig, að samningbundnirfrídagar aðrir en sunnudagar, séu greiddir. GJALD FYRIR AFNOT EIGIN BIFREIÐAR í ÞÁGU ATVINNUREKANDA Noti starfsmaður eigin bifreið að ósk vinnuveitanda á hann rétt á greiðslu. Greiðslan miðast við ekna kílómetra og upphæð pr. km. skal vera sú sama og ákveðin er af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni. Heimilt er að semja um fasta krónutölu pr. ferð, er miðast við afmörkuð svæði og byggist á ofangreindu kílómetragjaldi. Bifreiðagjald frá 1. febrúar 1986. Á bundnu slitlagi......................... kr. 11,70 pr. ekinn km. Á malarvegi............................... kr. 13,45 pr. ekinn km. LÆKNISVOTTORÐ Vinnuveitandi getur krafist læknisvottorðs um veikindi verkamanns. Vinnuveitandi greiði læknisvottorð að því tilskyldu, að veikindi séu þegar til- kynnt á fyrsta veikindadegi, og að starfsmönnum sé ávallt skylt að leggja fram læknisvottorð. Greiðslur í veikinda- og slysatilfellum skulu greiddar með sama hætti og á sama tíma og aðrar vinnulaunagreiðslur.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.