Dagsbrún - 01.09.1986, Page 36

Dagsbrún - 01.09.1986, Page 36
HÓPTRYGGING DAGSBRÚNAR HVER GREIÐIR? Félagsmenn Dagsbrúnar greiöa engum aukakostnað vegna þessara viöbótar- trygginga. Styrktarsjóöur félagsins sér um það. 1. FÉLAGSMAÐUR ER SLYSA- OG LÍFTRYGGÐUR í VINNU OG FRÍTÍMA Fullgildir félagsmenn dagsbrúnar eru frá 1. júlí 1985 slysa- og líftryggöir, hvort sem þeir eru viö vinnu sína eöa í frítíma sínum. Atvinnurekendur greiða eftir sem áöur launþegatryggingu sem tryggir verka- menn í vinnu eða á leið úr vinnu. Hóptrygging Dagsbrúnar bætir síðan slys í frítíma. Um bætur slysa í frítíma gilda sömu reglur og um samningsbundna slysatryggingu í vinnutíma. dauöi, örorka eða missir starfsorku er bætt á sama hátt. 2. DÁNARBÆTUR FIMMFALDAST Dánarbætur Styrktarsjóös Dagsbrúnarmanna til eftirlifandi maka eru nú 25.300 kr. Hóptrygging Dagsbrúnarfelur í sérfimmföldun dánarbótatil eftirlifandi maka, þannig aö frá og meö 1. júlí 1985 veröa dánarbæturnar 125.000 kr. og því til viö- bótar eru greiddar bætur hverju barni innan 21 árs, aö upphæö 21.250 kr. Dán- arbætur þessar eru verðtryggðar og hækka í samræmi viö lánskjaravísitölu, ársfjórðungslega. 3. BÖRN FÉLAGSMANNA ERU SLYSATRYGGÐ Börn félagsmanna Dagsbrúnar, 16 ára og yngri, hafa ekki veriö slysatryggð fram til þessa, nema viö vinnu og falla þá undir launþegatryggingu. Meö hóptryggingu Dagsbrúnar er keypt sérstök slysatrygging fyrir þessi börn, sem greiðir bætur vegna örorku allt að 500.000 kr. og viö dauða barns 50.000 kr. Einu gildir í þessu sambandi hvernig slysiö vildi til eöa hver á sök á því. Einn- ig er greiddur útlagður kostnaöur vegna slysa þarna, allt aö 25.000 kr. HVERJIR NJÓTA ÞESSARA RÉTTINDA? Þeir sem njóta þeirrar tryggingarverndar sem Hóptrygging Dagsbrúnar veitir eru fullgildir félagsmenn undir 70 ára aldri. En til aö veröa fullgildur félagsmaður í Dagsbrún þarf hver maður að skila inn til skrifstofu félagsins eöa hjá trúnað- armanni skriflegri inntökubeiöni. 36

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.