Dagsbrún - 01.09.1986, Blaðsíða 37

Dagsbrún - 01.09.1986, Blaðsíða 37
Þeir einir eru fullgildir félagsmenn í Dagsbrún, sem eru á félagaskrá og hafa undir höndum gild félagsskírteini. Þar sem skylt er aö taka félagsgjald af öllum þeim sem starfa á félagssvæði Dagsbrúnar, er sá misskilningur útbreiddur aö menn séu orðnir fullgildir félags- menn um leiö og þeir byrja aö greiöa félagsgjald. Svo er ekki. Því er þaö nauð- synlegt aö menn gangi úr skugga um hvort þeir séu raunverulega orðnir fullgildir félagsmenn Dagsbrúnar. Einnig ber að gæta þess, aö menn missa félagsréttindi sín ef þeir greiða ekki félagsgjald um ákveöinn tíma. Ástæða er til að hvetja þaö verkafólk sem starfar á félagssvæði Dagsbrúnar aö ganga úr skugga um félagsréttindi sín og ganga formlega í félagiö hiö allra fyrsta, sé þaö ekki fullgildir félagar. Þar meö öðlast það þá vernd, sem Hóp- trygging Dagsbrúnar býöur upp á, og önnur þau réttindi sem félagsaðild fylgja. UPPSAGNARFRESTUR VERKAFÓLKS Starfstími Uppsagnarfrestur Hvar unnið Fyrstu þrjá mánuðina enginn Eftir 3 mánuöi 1 vika í sömu starfsgrein Eftir 1 ár 1 mánuður í sömu starfsgrein Eftir 3 ár 2 mánuöir hjá sama atvinnurekanda Eftir 5 ár 3 mánuðir hjá sama atvinnurekanda Mánaðarkaupsmenn eiga ávalt minnst eins mánaðar uppsagnarfrest. Með ári er hér að ofan átt við 12 mánaða tímabil og samfelld vinna telst ef unnið er á 12 mánaðatímabili a.m.k. 1550stundir, þar af a.m.k. 130stundirsíðasta mánuðinn. Fjar- vistir vegna veikinda, slysa, orlofs, verkfalla og verkbanna teljast jafngilda unnum stund- um og skal miða við 8 stundir fyrir hvern fjarvistadag. Allar uppsagnir skulu vera skriflegar og miðast við vikulok eða mánaðamót. UPPSAGNARFRESTUR ER GAGNKVÆMUR. AUKIÐ ORLOF Laugardagar teljast ekki orlofsdagar. Af því leiðir að lágmarksorlof er 4 vikur og 4 dagar (alls 24 dagar). Af þessari breytingu leiðir einnig að orlofsfé — lágmark — er 10,17%. 37

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.