Dagsbrún - 01.09.1989, Page 31

Dagsbrún - 01.09.1989, Page 31
ORLOFSLAUNAKRAFA Launþegar sem vinna hjá atvinnurekendum sem eiga í greiðsluerfið- leikum, geta leitað til félagsmálaráðuneytisins vegna greiðslu á orlofi. Eyðublað vegna orlofskrafna liggja frammi á skrifstofu Dagsbrúnar og þar er hægt að fá nánari upplýsingar, en hafa ber í huga að ekki er hægt að leggja fram orlofslaunakröfu fyrr en Ijóst er að orlofslaun verða ekki greidd, þ.e. við upphaf orlofs. LÍFALDUR Við mat á starfsaldri til launa telst 21 árs aldur jafngilda 1 árs starfi í starfsgrein, en 24 ára aldur gefur rétt til launa samkvæmt næsta starfs- aldursþrepi þar fyrir ofan. VAKTMANNASAMNINGUR í síðustu kjarasamningum var samkomulag um að gerðir yrðu almennir samningar fyrir vaktmenn í sumar. Þeir samningar hafa ekki tekist ennþá, en ef þeir takast á næstunni munu þeir verða birtir í félagsblað- inu sem kemur út í september. AÐALFÉLAGI — AUKAFÉLAGI Enginn er fullgildur félagsmaður nema hann hafi undirritað inntökubeiðni. Inntökubeiðnir eru á skrifstofu félagsins, hægt er að fá þær sendar í pósti, ef óskað er og trúnaðar- menn á vinnustöðum eiga einnig að hafa þær handbærar. Aðeins aðalfélagar hafa atkvæðisrétt í félaginu, rétt til bóta úr Styrktarsjóði, líftryggingu sem félag- ið greiðir og fleira. Allir þeir sem vinna verkamannavinnu á félags- svæði Dagsbrúnar eiga rétt á að gerast aðalfélagar. 31

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.