Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Qupperneq 3
JÚN HJALTASON, stud. jur.
Þjóðhættuleg stefna
Tvöfeldni mannsins hefir oftlega opinberazt
og á ýmsan hátt. Þó mun þess vart finnast öllu
ósviknara dæmi en í persónu Jónasar Jónssonar
nú fyrir skemmstu.
Fyrr meir var hann ákveðinn andstæðingur
erlends valds á íslandi. Þá trúði hann á þjóðina
og ályktaði fyrir hennar munn. Þá var hann
skeleggur andstæðingur þeirra, sem voru Dana-
vinir á borði. Hann barðist með íslenzku þjóð-
inni að marki fulls skilnaðar við Danmörku vor-
ið 1944. Þá barðist liann gegn hvers konar
erlendum yfirráðum, fyrir fullu frelsi, og virtist
vera það einlægt hjartans mál.
En á skammri stund skipast veður í lofti. Áður
en tvö ár eru um liðin, boðar hann til fundar
í salarkynnum Gamla Bíós til að hvetja þjóðina
til að semja á sig liersetu stórveldis. Beitti hann
þeirri aðferð til að sannfæra fundarmenn, að
{jjóðin skipaði aðeins tvær fylkingar í þessu máli.
Þá, sem þrái hersetu Rússa og þá, sem þrái
hersetu Bandaríkjanna. Var honum engin laun-
ung á, að hann teldi frelsi landsins bezt borgið
með hersetu Bandaríkjanna.
Jónas Jónsson virtist liér í krampakenndu
fáti vera að freista að blekkja Reykvíkinga til
fylgis við yfirgefna pólitíska persónu sína. —
Það er eina afsökun hans. — Aldrei í sögu ís-
lenzku þjóðarinnar hefir innlendur maður ver-
ið berorðari um að pota landinu undir erlent
vald. Og það er þeim mun grátlegra að vita,
hver hefir valið sér það hlutskipti, þar sem sá
hinn sami ritaði snotra og hjartnæma ræðu um
ættjarðarást í Skinfaxa 1914.
Bíóræðan er einsdæmi' á íslandi, og ef líkja
mætti henni við nokkuð, væri það við varnar-
ræðu Quislings hins norska. Mátti lesa úr henni
gjörvallri dæmafátt vantraust á getu íslenzku
þjóðarinnar til að ráða sér sjálf. Þetta vanmat
stingur mjög í stúf við traust hans á þjóðinni
frá fyrri tíð. En íslenzka þjóðin hefir ekki týnt
traustinu á sjálfa sig. Hún sýndi vilja sinn ein-
huga vorið 1944. Hún mun ekki tveim árum
síðar hvika frá þeim heitum, sem hún treysti þá.
Prófessor Ólafur Lárusson hefir leitt rök að
því, að hervernd sé í raun og veru ekki til í réttri
merkingu orðsins. Herseta á friðartímum, jafnt
sem stríðstímum, sé engin trygging fyrir öryggi
þess ríkis, sem hersetið er. Hefir því valdið hin
öra þróun og uppfinningar vígvéla í styrjöld-
inni, þó einkum kjarnorkusprengjan. Öll slík
rök lét Jónas Jónsson sem vind urn eyrun þjóta.
Sendi jafnvel prófessor Ólafi Lárussyni og öðr-
um lærdómsmönnum, sem ritað hafa og rætt
af íhygli um málið, hnjóðssneiðar, — undir rós
samt.
Herseta vekur ætíð ugg og tortryggni milli
þjóða, þó einkum á friðartímum. Nú er rætt
um tryggingu friðar í heiminum. En það hefir
aldrei verið friðarboði, að ríki hafi verið her-
setin, þegar friður á að ríkja. íslendingar hljóta
að taka tillit til alheimsins og eflingar friðar,
sem er engum eins nauðsynlegur og smáþjóðum.
En lega íslands veldur því, að hvort heldur
Rússar hefðu hér her eða Bandaríkin, rnyndi
það ala á tortryggni og misklíð milli þeirra
velda. Með því að veita öðrum aðila bækistöðv-
ar hér á friðartíma, myndi íslenzka þjóðin
baka sér ábyrgð í augum alls heims. Sú „her-
vernd“ væri dýru verði keypt, jafnvel þótt fé-
gjafir og fríðindi fylgdu í fyrstu.
En íslenska þjóðin hatar alla erlenda íhlut-
un og kvaðir á landinu, sem ól hana. í æðum
hennar rennur ekkert þrælablóð. Hún hlýtur
því að fordæma og fyrirlíta þjóðhættulega af-
stöðu og framkomu Jónasar Jónssonar. Krafa
hennar er, að allur amerískur her hverfi brott
af landinu hið bráðasta. Hún hefir svo mikla
trú á lýðræðisþroska bandarísku þjóðarinnar, að
hún meti kröfur hennar, haldi samninginn frá
1941 og virði tilverurétt hennar og sjálfstæði,
sem hún hefir viðurkennt.
VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! 3