Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Blaðsíða 5
BARtíl FRIÐRIKSSON, stud. jur.
Við viljum ekki erlendan her
á íslandi
Nokkrir menn lrafa sýnt bæði í ræðu og riti,
að þeir vilja, að erlendur her verið hér áfranr
landinu til verndar.
Þeir álíta, að við geturn ekki staðið einir og
óstuddir — getum ekki verið sjálfstæð þjóð —
virðist jafnvel þykja sómi fyrir landið dvöl hins
erlenda hers. Þessir menn, þessir mömmudreng-
ir, vilja endilega eiga einhverja stóra og volduga
móður, sem þeir geti „hallað sér að“ eins og
þeir kalla það. Þessi móðir er Bandaríki Norð-
ur-Ameríku.
Það er vissulega ómetanlegt fyrir íslendinga
að hafa vináttu jDessarar voldugu og vinveittu
lýðræðisjrjóðar. En vináttan má ekki vera of
dýru verði keypt. Hún má ekki vera á kostnað
frelsis og fullveldis landsins.
Þeir amerísku íslendingar, sem vilja áfram-
haldandi hervernd Bandaríkjanna, virðast hvorki
trúa á ísland, íslendinga, frelsi Jrjóðarinnar eða
friðinn í heintinum. Þeir virðast ekki hafa gert
sér grein fyrir því, að ef til styrjaldar kæmi í
framtíðinni, myndu herflokkar hér vanmegnug-
ir til varnar þeinr voðaöflum eyðileggingarinn-
ar, sem hernaðarjrjóðir nútímans hafa yfir að
ráða. Aftur myndi her í landinu góð ástæða fyrir
árásir á landið. Hlutleysi myndi herjum sterk-
ara. Engin hernaðarjrjóð rnyndi varpa atonr-
sprengju á ísland til að mvrða hlutlausa íbúa
þess.
Við höfum heyrt, að samningar standi nú yfir
milli stjórnar íslands og Bandaríkjanna. Við
vitum ekki, um hvað þeir fjalla.
Þjóðin fær ekkert um Jrá að vita. „Það er ekki
talið heppilegt“.
En íslenzka þjóðin veit, að hún hefir ríkar
skyldur við umheiminn, friðinn í heiminum og
síðast en ekki sízt land sitt og hið langþráða og
dýrkeypta frelsi þess. Það væri og ófagurt til
afspurnar fyrir íslendinga, ef þeir veittu einu
herveldi ítök og herstöðvar hér. Myndu ekki
þær Jrjóðir, sem til sögu og frelsisbaráttu þjóð-
arinnar þekkja, fyllast fyrirlitningu á hinum
íslenzku verrfeðrungum?
Myndum við gefa heppilegt fordæmi með
veitingu herstöðva?
Myndi Jrað verða gott til samkomulags þjóð-
anna; ef við höguðum okkur þannig? Þessum
spurningum verður að svara neitandi.
Ef verið er að gera einhverja samninga við
önnur ríki um kvaðir á landinu eða skerðingu
á frelsi þess, þá viti það allir, að því standa
gegn þeir menn, sem góðir íslendingar teljast.
Sumir Bandaríkjamenn segja, að hér verði að
hafa her þrátt fyrir gerða samninga um brott-
flutning lians og yfirlýsingar um vernd smá-
þjóðanna. Margir eru því Jró andvígir, þar á
meðal viðskiptamálaráðherrann.
Það ætti að vera mikill siðferðilegur styrkur
fyrir Jrá Bandaríkjamenn, sem vilja flytja her-
inn brott, að vilji íslendinga sjálfra komi sem
bezt í ljós. Hér duga, af hálfu íslendinga, engar
vangaveltur, sem rugla menn í því, sem er að
gerast.
Skýra afstöðu Jrarf að taka gegn ölhi því, er
skert getur sjálfstæði landsins.
Við stúdentar höfum ráðizt í útgáfu Jressa
blaðs, vegna þess að okkur þótti dagblöðin held-
ur fáskiptin og tómlát um Jressi efni.
En slík mál þarf að ræða á sem ljósastan hátt,
svo að liver og einn geti myndað sér skoðanir
á þeim, því að þau snerta alla landsmenn.
Hér verðuin við íslendingar að standa sam-
einaðir, og svo, hyggjum við, að sé nteð fáum en
vel kunnum undantekningum. Innan vébanda
ríkisins eru því miður andlega spilltir og svefn-
höfgir menn, Jrjóðlegir undanvillingar, sem vilja
korna landinu undir erlent vald.
Varla verður þó sagt, að allir, sem í þessum
flokki eru, séu þar beint af illum hug til lands
síns, heldur eru þeir svo fjötraðir í fávizkunnar
hlekki og gleymskunnar dá, að þeir álíta erlenda
VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! 5