Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Blaðsíða 1

Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Blaðsíða 1
LAIJDSBOfvASAFN Jrt 165901 ÍSfcÁNDS 1. tbl. - Harz 1946 - Útgefendur: Háskölastúdentar VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! Það er auðvitað, að einmilt vantraust á pjóð vorri, kunnáttu hennar, atorku, góð- um vilja, samheldni og kjarki, er aðal- ástœða þeirra, sem ekki þora að fylgja jram rétti landsins. Jón Sigurðsson. Frá Þingvðllum. ÍSLENZKA ÞJÓÐ! Á^/Ú MANST timana tvenna. Þú manst fornöldina, geymir minninguna um skáldin og kapp- ana. En hæst i huga þér gnœfir Einar Þverœingur, sem hélt mirinisstceðustu ræðu i sögu þinni. Þegar íslenzki sendimaðurinn kom með boðin um fríðindin, gullið, frá erlenda valdinu, runnu tvcer grimur á höfðingja. Þá tók hann af skarið. Hann benti á hættuna, kvað upp um af- svarið, réði þér heilt. Á Sturlungaóldinni áttir þú engan Einar Þveræing. Þá gekkst þú sjdlfviljug undir erlent vald, sem virtist i upþhafi auðbært. Þessi svefnganga kostaði þig nærfellt sjö alda baráttu við kulda og myrkur, auðnuleysi og verðgang, erlenda kúgara og alls máttuga einokunarkaupmenn. Aldrei varstu dýpra sokkin en þegar erlendu valdið hneppti þig hörðustu járnfjötrunum. Frelsi þitt nú er ávöxtur ötullar, fórnfúsrar baráttu beztu sona þinna. Þú manst reynslu niðurlægingarinnar. Með þá reynslu að baki, trúna d sjálfa big og trúna á getu þina til að ráða sjálf málum þinum í hjarta þínu, treystir þú heit þín i lýðveldiskosning- unum fyrir tveim árum. Þú fékkst viðurkenningu stórvelda og smáþjóða á tilverurétti þínum. Nú, aðeins tveim árum seinna, risa upp menn — brot af þínu bergi — og ætla að telja úr þér kjarkinn, — brýn-a þig á smæð þinni og vesölcl, — til þess að þú semjir á þig enn sterkari hlekki. Einar Þveræingur svaraði áður fyrir munn þjóðarinnar. Þá fór timi frelsis i hönd. Og það er trú vor og vissa, að græðikvistir þeir, sem uxu upp af starfi Jóns Sigurðssonar, muni nú ekki kulna við hjáróma raddir þeirra manna, sem meta frelsi fósturjarðar sinnar til vafasamra forgengilegra fjármuna.

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.