Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Síða 4

Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Síða 4
SIGURÐUR NORDAL, prófessor Hverju er að leyna ? íslendingar eru reyndar ýmsu vanir í blaða- skrifum og stjórnmáladeilum, en sjaldan mun hafa andað þaðan öllu eitraðra pestarlofti en á þessum vetri. Ef eitthvert örlítið brot af því væri á rökum reist, sem sagt hefur verið og skrifað um seilingaráform stórvelda til forráða hér á landi og þjónustusemi íslenzkra manna og flokka við erlent vald, þá væri útlitið allt annað en glæsilegt. Manni getur stundum við lestur ófyrirleitnustu greinanna orðið að nudda augun og spyrja sjálfan sig: Tóku Islendingar utanríkismálin í sínar hendur til þess að ata hver annan út í landráðabrigzlum, — og er þetta þjóðin, sem reisir rétt sinn til fulls sjálf- stæðis framar öllu á þroska siðmenningar sinn- ar? Það má vera, að launung um samningsumleit- anir og jaínvel samninga milli ríkja þyki stund- um hentug í bráð. Samt mun nú yfirleitt talið, að þjóðum hafi miklu oftar stafað bölvun en hagnaður af leynd og launráðum. Og eitt er víst: Svo framarlega sem þögn á að ríkja, má hún ekki vera með þeim hætti, að þeir einir þegi, sem kunnugastir eru málunum og bera mesta ábyrgð á þeim, en tungurnar blaðri laus- ar í hverjum öðrum, sem albúnir eru til að fara með rakalausar dylgjur eða léttúðugar tillögur af sínu tólfkóngaviti. Hér hefur ekki annað oftar borið á góma manna á meðal í vetur en fölur þær, sem Banda- ríkjastjórn kvað hafa lagt á herstöðvar á ís- landi. En hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að skýra málið fyrir almenningi þessa frjálsa lýðveldis, livað um sé að tefla og í hættu, svo menn tali ekki í eintómri villu og svhna? Ef það er satt, að sem mesta leynd eigi enn að hafa yfir þessu máli fram á sumar, svo að því verði ekki blandað inn í flokkaatið fyrir kosn- ingarnar, er auðsjáanlegt, að það mun hafa gagn- stæð áhrif við tilætlunina. Því minna sem menn vita um það, því fleiri óþarfaorð og staðleysur munu þeir segja. Öllum er í fersku minni, með hverjum heimsstyrjaldarhrolli Reykvíking- ar háðu baráttuna um eitt sæti í bæjarstjórn. Hvað mun þá verða í alþingiskosningum? Og til hvers þremilsins er almenningi smalað að kjörborðinu, ef hann má helzt ekkert vita um annað eins höfuðatriði fyrir framtíð lands og þjóðar? Eiga íslendingar að trúa því, að Banda- ríkjamenn heimti þessa launung, sem er alveg gagnstasð yfirlýstum meginreglum þeirra, — eða livað annað getur búið undir? Hvenær hefur í raun réttri verið gildari ástæða til að leggja mál undir alþjóðaratkvæði en þetta? Að minnsta kosti er það skylda stjórnar, þings og flokka að skýra þjóðinni nákvæmlega frá viðhorfinu á báða bóga nú þegar. Kjósendur eiga heimtingu á einhverju lífslofti af bláköldum sannleika um þetta mál, ef þeir eiga ekki að kafna í skúmi óvissunnar og alls konar froðusnakki, sem er þjóðinni bæði til háska og svívirðingar. Ungmennafélagar I Þið hafið ávallt letrað á fána ykkar kröfuna: ísland frjdlst og það sem fyrst. Einn mesti styrk- ur, sem nú er hægt að veita íslenzku þjóðinni í baráttu hennar fyrir fullum umráðarétti yfir öllu íslenzku landi, væri það, að ungmennafé- lögin létu málið til sín taka og gerðu öllum landslýð kunnuga afstöðu sína með fundaálykt- unum eða á annan hátt. Munið, að skoðanir þjóðarinnar sem heildar eru rétthærri en nokkrar aðrar skoðanir í land- inu. Þess vegna þurfa þær að koma fram. 4 VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!

x

Vér mótmælum allir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.