Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Síða 7

Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Síða 7
vopnlausir og friðsamir í okkar eigin landi, verður aldrei nægt tilefni þess, að einhver þjóð varpi sprengjum yfir okkur saklausa. Ástæður til slíkra glæpaverka skapast þá fyrst, þegar ein- hver þjóð telur sér hættu búna af herliði og herbækistöðvum annarra. þjóða á íslandi. Fallbyssukúlum, kjarnorkusprengjum og steypi- flugvélum verður aldrei beint gegn okkur Is- lendingum af neinni þjóð, heldur einungis gegn herliði því, sem hefur herstöðvar á landi okkar, — í leyfi eða óleyfi. Þar í liggur hættan. Þess vegna meðal annars eigum við að vísa á bug öll- um tilmælum um herstöðvar á landfi okkar, hvaðan sem þær koma. — Annars er hverjum manni ljóst, að öllum þjóðum er háski búinn, ef kjarnorkustyrjöld dynur yfir mannkynið. Og enn heldur Vísir áfram: „Þœr (þjóðir Bretlands og Bandarikjanna. — Aths. min) munu því i lengstu lög leitast við að halda órojinni siglingaleið og jlug- leiðum milli Vesturheims og Bretlands, en til þess að svo mcgi verða i ójriði, munu þœr hafa stöðvar hér á landi, HVORT SEAI VIÐ VILJUM EÐA EKKT'. (Visir, 21. marz 1946. — Leturbr. mín). Hér er ekki verið að fara í neinar grafgötur með fullyrðingar. Þessi ummæli eru hin merki- legustu, þvi að þau eru hótun um ofbeldi við okkur íslendinga. Fyrst dettur manni í hug, hvort klausa þessi sé frétt um, að stjórnir Bret- lands og Bandaríkjanna hafi í hyggju að beita okkur íslendinga valdi í sambandi við her- stöðvamálið. Ólíklegt er það, en ef svo væri, hvaðan kemur þá sú frétt, og hvert er sannleiks- gildi hennar? Hefur stjórn Bandaríkjanna lýst því yfir opinberlega, að hún ætli að hafa hér her- stöðvar, hvort sem við íslendingar viljum eða ekki? Eða hefur stjórnin hvíslað þessu bara að ritstjórum Vísis? „Plöggin á borðið!“. Eg veit, að þetta er ekki frétt, a. m. k. ekki sönn. Þetta er móðgun við Bandaríkin. Bandaríkjastjórn mundi aldrei gera sig seka um þá óhæfu, sem klausan greinir frá, frammi fyrir öllum heimin- um, að nýlokinni styrjöld, sem háð var fyrir frelsi þjóðanna og betri heimi. Bandaríkjastjórn hefur þess vegna aldrei gefið út yfirlýsingu, sem gengur í þessa átt. Nokkrir heimsveldissinnaðir amerískir blaðasnápar hafa að vísu haft orð á því, að Bandaríkin ættu að beita okkur Islend- inga valdi, en Byrnes, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna kæfði allar slíkar raddir með ræðu sinni 1. marz 1946, sem útvarpað var um gervöll Bandaríkin. Byrnes sagði meðal annars: „Vér munum ekki sitja hjá og láta oss það engu skijita, ef ofbeldi er beitt, vér viljum ekki, að herlið sé haft neins staðar nema með samþykki hlutað- eigandi þjóðar eða Sameinuðu þjóðanna". En hvað er klausan þá, ef hún er ekki frétt? Hér er um að ræða mjög lævíslega áróðursað- ferð. Vissulega felst í klausunm hótun unv of- beldi við íslenzku þjóðina, en það merkilega við hótunina er, að hún kemur ekki frá Bandaríkja- stjórn heldur frá ritstjórum Vísis. Ritstjórarnir setja dæm.ið svona upp: Fyrir íslendinga er ekki nema um tvo kosti að velja. Annað hvort leyfa þeir Bandaríkjunum að hafa herbækistöðvar og herlið á landi sínu, eða Bandaríkin virða sjálf- stæði þeirra einskis og hernema allt landið, hvað sem þeir segja. íslendingar vita, að þeir mega sín lítils gegn hinu mikla herveldi, svo að vissast er fyrir þá að þegja, ef dæmið er rétt sett upp. Auðvitað segja ritstjórarnir fyrir sig, að „um- samin hervernd sé æskilegri en lftt vinsatnlegt hernám“. Með þessari málfærslu eru ritstjórar Vísis að reyna að fá íslenzku þjóðina til að draga álykt- anir af röngum forsendum í mikilvægasta máli hennar. Hótun Vísis um ofbeldi er líka hættuleg fyrir þá sök, að hún býður annarri raunveru- legri hótun lieim. Ef Bandaríkjastjórn sér, að fólkið á íslandi ætlar að leggja trúnað á þessa hótun Vísis, gæti hún freistazt til þess — liversu óljúft sem henni væri það — að hóta ofbeldi hálfopinberlega, svo að samningar um herstöðv- ar tækjust, og hægt væri að tilkynna heiminum, að við íslendingar hefðum óskað eftir tvíbýli við Bandaríkjahersveitir í landi okkar um næstu framtíð. Að lokum vil ég til hægðarauka fyrir lesand- ann, ef hann ætlar að svara spurningunni, sem ég setti fram í upphafi, birta hér 86. grein hegn- ingarlaganna: „Hver sá, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenzka ríkið eða hluta þess undir er- lend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt". VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! 7

x

Vér mótmælum allir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.