blaðið - 07.06.2005, Qupperneq 1
Hive.is Þjónustusími 414 1616
Hive Þráðlaust internet Lite
4GB niðurhal 8Mb tenging 3.990 Á MÁNUÐI * 'ty-v. 12 mtnafla w mtng.
Konur eiga erfiðara Hvar er bensínið
með ódýrast?
hætta aSMrbýÍya^^^ Q6G0
Grimunnar -bis.25 m -Us.10^^"' Q-ftM H
Kadare fékk|3JJ32Hl2Hœ -bls-24
Ritstjórnar- og auglýsingasimi: 510 3700 • bladid@vbl.is
22.TBL. l.ÁRG.
ÓKEYPIS
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
Sími 510-3700
bladid@vbl.is
ISSN 1670-5947
FRJALST OC OHAÐ
ÞRIÐJUDAGUR, 7. JUNI. 2005
ókeypis til
heimila og fyrirtækja
alla virka daga
blaðið=
Allt að verða klárt fyrir tónleika Iron Maiden í kvöld
Þorskkvóti verður minnkaður
„Rangar áherslur í fiskveiðistjórnun” segir Arthur Bogason
Lagt er til að þorskkvótinn verði
minnkaður um 7.000 tonn á næsta
fiskveiðiári í nýrri skýrslu um nytja-
stofna sjávar, sem Hafrannsóknar-
stofnun kynnti í gær. Þar er lagt til
að aflamark verði sett í 198.000 tonn,
miðað við 205.000 tonn á yfirstand-
andi veiðiári. í skýrslunni segir að
vísbendingar séu um að stofninnn sé
hættulega nálægt því að fara undir
stofnstærð, sem gæti varanlega skað-
að endumýjunargetu stofnsins.
í skýrslunni er ennfremur lagt til
að ýsukvótinn verði aukinn - fari úr
90.000 tonnum í 105.000 tonn og að
ufsakvótinn verði ennfremur auk-
inn - fari úr 70.000 tonnum í 80.000
tonn.
„í heildina er skýrslan nokkuð góð,“
segirÁrni M. Mathiesen. „Henni svip-
ar til skýrslunnar í fyrra nema hvað
stofnar ýsu og ufsa eru sterkari.
Hvað þorskinn varðar er stofninn á
svipuðu róli og undanfarin ár.“
Á að auka veiðar - eða
minnka?
Greina má blendin viðhorf vegna nið-
urstöðu skýrslunnar. Hafrannsókn-
arstofnun leggur til að dregið verði
úr veiðum á þorski til að reyna að
styrkja stofninn og í sama streng tek-
ur Ámi M. Matthiesen sjávarútvegs-
ráðherra. Það era hins vegar margir
sem gagnrýna þetta sjón-
armið.
„Það er afar furðulegt að
við skulum standa frammi
fyrir því að þorskurinn
hafi ekki nóg að éta,“ seg-
ir Guðjón A. Kristjánsson,
formaður Frjálslynda
flokksins, og vitnar þar
í skýrsluna um að meðal-
þyngd 4-8 ára þorsks hafi
lækkað að meðaltali um
13% á undanfórnum óram og um
20% hjá 9-10 ára þorski.
„Ég held að það megi alveg auka
veiðar. Mitt álit er að ef menn ætla
að setja þorskinn á verður hann að
hafa eitthvað að éta.“
í sama streng tekur Arthur Boga-
son, formaður Landssambands smó-
bátaeigenda.
„Mér sýnist að þorskstofninn sé
jafnstór og hann var órið 1985 þeg-
ar kvótakerfið var sett á, með það að
markmiði að stýra veiðum og byggja
upp fiskstofna. Hins vegar er ýsan í
gríðarlegri uppsveiflu þrátt fyrir að
umframkeyrsla í veiðum síðustu sex
til sjö árin sé mun meiri en í þorsk-
inum, og það sama á við um ufsann.
Ég lít því þannig á að áherslumar í
fiskveiðistjómuninni séu
rangar."
Starfsmenn Hafró á
starfslokasamning
Kristinn Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Gunnólfs
ó Bakkafirði, var harðorð-
ur þegar Blaðið ræddi við
hann í gær.
„Mér er stórlega mis-
boðið. Það á að gera starfs-
lokasamninga við mennina sem hafa
klúðrað þessu síðustu 25 ár. Svo skul-
um við ræða framhaldið. Það hefur
alltaf mistekist að geyma fiskinn í
sjónum. Þar er hann annaðhvort ét-
inn eða hann drepst. Eina leiðin er að
auka veiðar," sagði Kristinn.
Sjávarútvegsróðherra er þessu
ekki sammála.
„Það eru engar töfralausnir í þessu.
Við verðum að beita skynseminni og
nota þau vísindi sem við höfum á
hverjum tíma til viðmiðunar. Það þýð-
ir ekki að vera ósammála visindum
og heimta bara að veiða meira," sagði
Árni M. Mathiesen. ■
11-----
„Þorskur-
inn hefur
ekki nóg
að éta“
Gæslan á
Saga-class
- bls. 4
tf
4.
Apl
Lokað vegna skorts
á starfsfólki
- bls. 6
Framboðtil Öryggis-
ráðs SÞ í uppnámi
- bls. 2
Á vetnishjóli
umhverfis ísland
- bls. 6
Hellur steinar
STEYPUSTÖÐIN S. 540 6800 www.steypustodin.is
^&Skandia
^ÉPBanken
„Erum tæki-
færissinnaðir
í jákvæðri
merkingu“
- segir Hreiðar Már Sig-
urðsson hjá KB banka
um hugsanleg kaup á
SkandiaBanken
Hreiðar Már Sigurðsson, for-
stjóri KB banka, segir fjárfest-
ingarstefnu bankans á erlendri
grundu ekki hafa breyst þótt
hann hafi lýst yfir áhuga sínum
á SkandiaBanken í flölmiðlum.
Til þessa hefur KB banki að-
allega beint sjónum sínum að
fyrirtækjabönkum en Skandia-
Banken þjónar fyrst og fremst
einstaklingum, en eins og Blaðið
greindi frá í gær var það haft
eftir Hreiðari Mó að peningar
yrðu ekki fyrirstaða ef KB banki
ásældist SkandiaBanken.
„Við höfum ekki horft sérstak-
lega til banka á neytendamark-
aði ytra - okkar áherslur hafa
legið annars staðar - en ef okkur
býðst gott
tækifæri þó
útilokumvið
ekkert og ef
banki eins
og Skand-
iaBanken
er boðinn
til sölu þá
myndum við
áreiðanlega
Hreiðar Már Sig- gaumgæfa
urðsson, forstjóri hann vel. Við
KB banka. eram alltaf
vakandi fyrir
góðum kostum
og við höfum sagt að við séum
tækifærissinnaðir í jákvæðri
merkingu þess orðs.“
Aðspurður um hvernig orð-
rómur um hugsanleg kaup KB
banka á SkandiaBanken hefðu
komið til sagði Hreiðar Már að
það væri vinsæl íþrótt í sumum
kauphöllum að spyrða bank-
ann við hvers kyns hræringar
á bankamarkaði og í þessu
tilviki hefði KB banki nýverið
aukið hlut sinn í Skandia. „Við
birtumst þarna á hluthafalista
Skandia og í kjölfar þess hófust
alls kyns vangaveltur um að-
komu okkar og annarra raunar
líka. Það er ekki ósennilegt að
Skandia verði bútað eitthvað í
sundur og þá munum við örugg-
lega skoða okkur vel um.“
SkandiaBanken hefur um
850.000 viðskiptavini í Svíþjóð,
Noregi og Danmörku en talið
er að bankinn kosti um 42
milljarða króna.