blaðið - 07.06.2005, Page 2
þriðjudagur, 7. júní 2005 I blaðið
Patreksfjörður:
Fíkniefni á
sjómannadag
Aðfaranótt sunnudags handtók
lögreglan á Patreksfírði mann
grunaðan um fíkniefnamisferli.
Við leit á honum fundust tíu
töflur sem taldar eru MDMA,
eða svokallaðar E-töflur. Einnig
fundust 6,5 grömm af því sem
lögreglan telur vera kókaín og
amfetamín. Viðkomandi var
handtekinn nálægt félagsheim-
ilinu á Patreksfirði þar sem
mjög fjölmennur sjómannadags-
dansleikur stóð yfir. Að loknum
yfirheyrslum var manninum
sleppt.
Verð í fjölbýli:
Alls staðar
yfir 20%
hækkun
Það kemur fram í nýbirtum töl-
um Fasteignamats ríkisins að í
einungis fjórum af sextán borg-
arhlutum höfuðborgarsvæðisins
hefur íbúðaverð hækkað minna
en 25% fyrstu þrjá mánuði árs-
ins miðað við sama tíma í fyrra.
Þetta var í Mosfellsbæ, Garða-
bæ, á Seltjamamesi og í Vestur-
bæ sunnan Hringbrautar.
Kaupmáttarvísitala
Eurostat:
ísland og
Svíþjóð í 10. sæti
Lúxemborg trónir á toppi lista
Eurostat yfir þau lönd sem höfðu
mestankaupmáttárið2004,sam-
kvæmt nýjustu tölum Eurostat,
Hagstofu Evrópusambandsins.
Vísitala Eurostat, sem er miðuð
við 100 að jafnaði í ESB-ríkjum,
er 223 fyrir Lúxemborg en 116
fyrir ísland og Svíþjóð. Finnland
er eina Norðurlandið sem er und-
ir íslandi, með 115 stig, en Dan-
mörk var með 122 og Noregur
153. Ástæðan fyrir yfirburðum
Lúxemborgar er hversu margir
vinna í landinu en búa annars
staðar. Lestina rekur Tyrkland
með kaupmáttarvísitöluna 23.
Landlæknir:
ítrekar
upplýsingar
um hermanna-
veiki
Vegna fréttaflutnings af her-
mannaveiki starfsmanns Land-
spítala-háskólasjúkrahúss hef-
ur Landlæknisembættið ítrekað
að um starfsmann á skrifstofu
Landspítalans er að ræða. Skrif-
stofan er ekki á sjúkrahúsinu
sjálfu heldur í húsi við aðra
götu og með annað loftræsti-
kerfi. Starfsfólk skrifstofunnar
á sjaldnast erindi inn á sjálft
sjúkrahúsið og því útilokað að
viðkomandi hafi smitast gegn-
um loftræstikerfi sjúkrahússins.
Enn er ítrekað að sjúkdómurinn
berst ekki milli manna. Um er
að ræða eitt af nokkrum tilvik-
um hermannaveiki sem hér
greinast árlega og ekkert frá-
brugðið öðrum tilvikum. Engin
tengsl eru á milli þessara sjúk-
dómstilvika.
íslendingar:
Ferðast
meira
innanlands
Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði
gistinóttum á hótelum um 5%,
eða um 2.650 í aprfl, miðað við
apríl á síðasta ári. Fjölgunin er
eingöngu vegna fslendinga því
gistitölur útlendinga standa í
stað. Á landsvísu fjölgaði gisti-
nóttum um 6.170 (9%) og er það
einnig vegna íslendinga. í mars
fækkaði gistinóttum um 11%.
'nn Hrauni
Fyrir 10 -15 ára
Heilsdagsnámskeið
o Heiðskirt 0 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað
*
Rigning, lítilsháttar /V/ Rigning ’’ Súld sJc^Snjókoma r~7
1 * \/
Slydda
SJJ Snjóél
Skúr
írar gera tilkall til land
grunns utan 200 mílna
Samningaviðræður um Hatton-Rockall komnar á rekspöl að nýju
Framboð til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna í uppnámi
Amsterdam 14
Barcelona 24
Berlfn 12
Chicago 21
Frankfurt 14
Hamborg 15
Helsinki 15
Kaupmannahöfn 12
London 16
Madrld 29
Mallorka 27
Montreal 21
New York 20
Orlando 21
Osló 13
Parls 14
Stokkhólmur 12
Þórshöfn 10
Vín 15
Aigarve 27
Dublin 16
Glasgow 16
Ríkisstjórn írlands hefur gert tilkall
til 39.000 km2 svæðis á hafsbotni hjá
Landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ), en það liggur utan 200
mflna efnahagslögsögu landsins. Um
leið var boðað að Irar myndu og gera
tilkall til stærri svæða - bæði norðar
og sunnar - eftir að botn fæst í deilu
þeirra við önnur ríki um skiptingu
þeirra,
„Þetta er í fullu samræmi við þá af-
stöðu íslenskra stjórnvalda að Land-
grunnsnefnd SÞ sé ekki til þess bær
að fjalla um kröfur einstakra ríkja til
landgrunns á umdeildum svæðum á
borð við Hatton-Rockall," segir Tóm-
as H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur ut-
anríkisráðuneytisins, sem staddur er
í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna
í New York.
Tómas segir að ekkert annað ríki
hafi gert tilkall til svæðisins, sem írar
sækist eftir, og það sé ekki ýkja stórt
miðað við það sem gerist í landgrunns-
málum. Öðru máli gegni um Hatton-
Rockall svæðið, sem deila standi um
milli íra, Breta, íslendinga og Færey-
inga. „Ríkin þurfa fyrst að koma sér
saman um innbyrðis skiptingu og þá
má leggja það fyrir Landgrunnsnefnd-
ina, sem getur lagt blessun sína yfir
ytri mörk svæðisins, sumsé mörkin
milli landgrunns og hins alþjóðlega
hafsbotns, sem er sameiginleg auð-
lind alls mannkyns."
Nokkuð er um liðið síðan milli-
ríkjaviðræður um Hatton-Rockall
svæðið hófust, en þær voru stopular
og lágu niðri um nokkurt skeið. ís-
lendingar höfðu forystu um að málið
yrði tekið upp að nýju í fjórþjóðavið-
ræðum árið 2000 og hefur fundatíðni
samninganefndanna aukist að und-
anfórnu. Síðasti fundur var haldinn
í Þórshöfn í maí sl. en sá næsti verð-
ur haldinn í Reykjavík í ágúst nk.
Tómas vildi þó ekkert segja um hvern-
ig þeim fram yndi.
Áhugi á auðlindum á og undir hafs-
botni hefur aukist verulega á síðustu
árum eftir því sem tækni til hagnýt-
ingar þeirra hefur fleygt fram.
Öll umræða um framboð íslands til Ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna hefur
verið á einn veg að undanfómu, eða í
þá átt að endurskoða þurfi málið. Þetta
segir Guðmundur Ámi Stefánsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, og dregur þá
ályktun að meiri líkur séu nú en minni
á að ekki verði af framboðinu.
„Ég get ekkert fullyrt um þetta því
það er að sjálfsögðu rflásstjómarinnar
að ákveða þetta. Við í Samfylkingunni
sögðum frá upphafi að meta þyrfti þqa
þætti - kostnað við framboð, möguleika
á að ná kjöri og hvað íslendingar ætluðu
að gera í ráðinu, næðu þeir kjöri. Nú er
vitað að Tyrkir hafa boðið sig fram, sem
lá ekki fyrir þegar íslendingar ákváðu
að fara í þennan slag. Það er mat þeirra
sem best þekkja til að líkur okkar á að
ná kjöri séu hverfandi og því gæti verið
best að hætta strax við.
Steingrímur J. Sigfusson, formaður
VG, tekur í sama streng og merkir dvín-
andi áhuga á framboðinu. Hann rekur
það meðal annars til húsbóndaskipta í
utanrfldsráðuneytinu. Fleira kemur þó
til:
,Jíins og umræða í stjómarheimilinu
hefur verið síðasta hálfa árið, þegar mað-
ur eins og Einar Oddur, varaformaður
fj árlaganefndar, ræðir gegn þessu vegna
kostnaðar, segir það manni að efasemd-
ir hafi verið að aukast."
Stefna ríkisstjórnarinnar
óbreytt
Steingrímur Ólafsson, upplýsinga-
fulltrúi forsætisráðuneytisins, sagði í
samtali við Blaðið að stefna væri enn-
þá tekin á framboð og að það verði
gert þar til stjórnvöld taka ákvörðun
um annað.
„Ég hef ekki heyrt um neina stefnu-
breytingu en það er verið að skoða
málið. Utanrflrisráðherra lýsti því
jdir fyrir nokkrum vikum að menn
vildu skoða þetta núna áður en keyrt
yrði á þetta á fullu því staðan hefur
breyst frá því að ákvörðun var tekin á
sínum tíma. Það hefur hins vegar eng-
in formleg ákvörðun verið tekin um
að hætta við,“ sagði Steingrímur.
Formenn og forráðamenn ríkis-
stjórnarflokkanna hafa að undan-
förnu sagt reglulega að ákvörðun um
málið verði tekin á næstu vikum.
/'A
1£///
A morgun
/ //
Vf///
Veðurhorfur I dag kl: 12.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
TILB0ÐSDEKK
0TRULEGT VERÐ!
AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMENNSKA I FYRIRRUMI
FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK
DEKKJAHÓTEL
VIÐ GEYMUM DEKKIN FYRIR ÞIG ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALDI
GUMMIVINNUSTOFAN EHF.
RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588
WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS