blaðið - 07.06.2005, Page 4

blaðið - 07.06.2005, Page 4
þriðjudagur, 7. júní 2005 i blaðið SÍF: Endurfjármögn- un láns lokift Heildarlánsfjárhæð SÍF hf. er 262.400.000 evrur eftír endurfjár- mögnun félagsins, sem er nú form- lega lokið, en upphafleg lánsgár- hæð var 290 miUjónir evra. „Við endurfjármögnuðum félagið í raun í desember á síðasta ári og því ferli sem var að ljuka núna, með því að KB banki og Bank of Scot- land, sem stóðu upphaflega að fjár- mögnuninni, voru að selja lánin niður,“ sagði Kristinn Albertsson, fjármálastjóri SÍF. Umsjónarbank- amir tveir hafa selt hluta láns félagsins til sjö banka og fjögurra fjárfestingarsjóða. Að sambanka- láni SÍF hf. standa þvf samtals 13 bankar og fj árfes tingarsj óðir. Margir vildu lána „Sala lánsins gekk mjög vel. Það var mun meiri eftirspum en þörf var á frá bönkum sem vildu lána fé- laginu," sagði Kristinn en um 50% umfram eftírspum var eftir lánum SÍF meðal þeirra banka sem boðin var þátttaka í sambankaláninu. „Við vonumst til þess að þetta sé til merkis um að bankar hafi trú á félaginu og stöðu þess og stefnu.“ Aðspurður út í kosti þess að marg- ir bankar standi að baki láninu segir Kristinn vera að félagið verði betur og víðar kynnt en ella. „í þeirri útrásarstefnu sem við erum í getur tvímælalaust hjálpað okk- ur að fá banka með okkur í verk- efni þegar þeir þekkja félagið fi-á fyrstu hendi.“ ísafjörður: Sópað um miðja nótt Aðfaranótt laugardags sást gler- flösku fleygt út úr bíl á ferð um miðbæ Isafjarðar. Lögreglan hafói hendur í hári farþega bíls- ins sem kastaði flöskunni. Var honum gert að þrífa upp eftir sig sóðaskapinn með því að sópa glerbrotin upp. Um ungan mann var að ræða og standa vonir til þess að hann láti sér þetta að kenningu verða. Landlæknir: Fleiri kvartanir og kærur Alls bárust 244 kvartanir og kæmr til Landlæknisembættis- ins árið 2004 en þær voru 220 árið 2003 og 224 árið 2002. Af þessum 244 kærum voru 113 þeirra vegna ófullnægjandi eða rangrar greiningar, eftirlits eða meðferðar, 27 vegna samskipta- mála og 20 vegna rangra eða vill- andi vottorða. Flugmenn gæslunnar á viðskiptafarrými Flugmenn Landhelgisgæslunnar munu framvegis fljúga á viðskiptafar- rými þegar þeir fljúga á milli landa en ekki á almennu farrými eins og þeir hafa gert fram að þessu. Þetta var niðurstaða Félagsdóms, sem í gær úrskurðaði í deilumáli milli Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna (FLA) og gæslunnar. Að sögn Halldórs Þ. Sigurðsson- ar, formanns FÍA, hafa flugmenn gæslunnar ekki verkfallsrétt og því er vitnað í kjarasamning flugmanna Icelandair með öll ókvæði, nema sér- ákvæði umræddra flugmanna. Hins vegar hafi verið deilt um hvort grein um ferðamáta flugmanna hafi að- eins átt við um flugmenn Icelandair eða hvort flugmenn gæslunnar ættu einnig að falla undir hana. Ástæðan fyrir því að umrætt ókvæði væri inni í kjarasamningi flugmanna væri að flugmenn ferðuðust mjög mikið og þyrftu oft að fara að vinna snemma eftir jafnvel löng flug. Þeir hvíldust betur á viðskiptafarrými en almennu farrými og því væri greinin svohljóð- andi. Aðspurður um hvort eðlilegt væri að flugmenn gæslunnar, sem fara frekar sjaldan erlendis á ári, nytu sömu réttinda, sagði Halldór: „Þetta var bara spurning um túlkun á samningnum - það varð að fá á hreint hvernig beita á þessu ákvæði." m Flugmönnum Landhelgisgæslunnar hefur verið tryggður þægilegri ferðamáti í utanlandsferðum. Fjárlög hefta framgang kjarasamninga Stjórnendur og forráðamenn ríkis- stofnana taka oft og tíðum fjárlög fram yfir lög og kjarasamninga. Þetta segir Gísli Tryggvason, framkvæmda- stjóri Bandalags Háskólamanna, og bendir á að fjárlög séu í raun einung- is fjárhagsáætlun og því ættu t.d. kjarasamningar að hafa sterkari rétt- arstöðu. Fjárlögum sé á köflum beitt til að hefta framgang kjarasamninga eða jafnvel takmarka efndir þeirra. „Það eru dæmi um að kjarasamn- ingar hafi ekki verið framkvæmdir eins og við vildum helst, út af naumt skömmtuðum fjárveitingum til ein- stakra stofnana. Okkur finnst stund- um að stjórnendur ríkisstofnana og stjómvöld snúi veruleikanum við og telji fjárlög æðri kjarasamningum. Það er vaxandi áhersla á stjómendur að vera innan þess ramma sem settur er í fjárlögum og inn leið eru stífari úrræði gagnvart stjómendum sem fara fram úr. Það gefur auga leið að þegar launaliður er gjarnan um 70% af rekstrarkostnaði stofnana að það hallar á köflum á launafólk," segir Gísli. Hann bendir ennfremur á að fjár- lög séu oft og tíðum ekki sniðin að lagalegum skyldum einstakra stofn- ana. Þannig er ekki skoðað hvers um- hverfið krefst og niðurstaða fjárlaga sé því oft ekki í takt við raunveruleik- ann. ■ F-listinn telur tillögur um eyjabyggð óraunhæfar - sjálfstæðismenn segja ávinning meiri en kostnað Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi F-listans, telur að hugmyndir sjálfstæðismanna um byggð úti í eyjum Kollafjarðar séu óraunhæf- ar þótt þær virðist spennandi við fyrstu sýn. Sjálfstæðismenn svara því á hinn bóginn þannig að tillögur þeirra séu umræðugrundvöllur og því engan veginn fullmótaðar, hvað ' þó að unnt sé að slá kostnaði á fast. Að mati Ólafs F. Magnússonar myndu landfyllingar í tengslum við skipulagshugmyndir sjálfstæð- ismanna kosta um 20 milljarða króna, eða milljón krónur á hvern íbúa hinnar nýju byggðar. Flókin og kostnaðarsöm umferðarmann- virki myndu svo hækka kostnaðinn enn frekar. Hringbraut þoli litla viðbótarumferð og ýmsar takmark- anir séu á umferð um Mýrargötu og Geirsgötu. Kjartan Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, telur of snemmt að leggjast yfir kostnaðar- tölur. „Þessar hugmyndir eru fyrst og fremst ætlaðar sem leiðsögn um framtíðarsýn en eru ekki fullmótað- ar af okkar hálfu. Við ætlum að ná niðurstöðu um þær í samstarfi við borgarbúa og einmitt í því skyni höldum við íbúaþing í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum nú á fimmtudag. í framhaldinu verða svo haldnir fundir úti í hverfunum og við höfum opnað hugmyndabanka á vefnum," segir Kjartan. Kjartan segist út af fyrir sig ekki draga kostnaðartölur Ólafs í efa, ljóst sé að hér yrði um dýra fram- kvæmd að ræða ef af yrði. „Það má þó ekki gleyma hinu heldur að þess- ar lóðir gætu orðið mjög eftirsótt- ar og miðað við það uppsprengda verð, sem R-listinn setur á lóðir í borginni, væri um reyfarakaup að ræða ef þær yrðu seldar á kostnað- arverði.“ Kjartan bætir við að það liggi auð- vitað fyrir að ný íbúðabyggð vestast í borginni myndu kalla ó ný umferð- armannvirki og þau kosti vissulega sitt. Honum finnst það þó léttvæg rök gegn hugmyndum um eyja- byggð. „Skipulag og umferðarmann- virki eiga að helgast af þörfum borg- aranna en ekki öfugt.“ Seyðisfjörður: Tíu manns sóttu um Tíu karlmenn sóttu mn stöðu yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins á Seyðisfirði en umsóknarfrestur rann út á fimmtudaginn. Það vekur at- hygli að engin kona sótti um starfið. Loftmyndir af Reykjavík Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar hefur endur- hannað frá grunni svokallaða skipulagssjá á netinu. Nú eru þar upplýsingar um deiliskipu- lag borgarinnar, auk þess sem hægt er að skoða nýjustu loft- myndir borgarinnar. í skipu- lagssjánni er að finna tæmandi upplýsingar um það deiliskipu- lag sem er í kynningu á hverjum tíma. Ný brú var sett á Ægi síðastliðinn föstudag. Endurbætur á áætlun Endurbætur og breytingar á varðskipinu Ægi ganga vel og er gert ráð fyrir að skipið verði tilbúið fyrri part ágústmánaðar. Ný brú var sett á skipið sl. fóstu- dag í skipasmíðastöð í Póllandi. Að sögn Dagmarar Sigurðardótt- ur, upplýsingafulltrúa Landhelg- isgæslunnar, er verkið á áætlun en verið er að taka brúna í gegn, ásamt því að íbúðir áhafnarmeð- lima verða endurnýjaðar. „Vinnuaðstaða skipstjórnar- manna, sem og vistarverur allr- ar áhafnar, verða teknar í gegn. Ægir var smíðaður órið 1968 og því löngu tímabært að gera þess- ar breytingar," segir Dagmar. Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr fari til Póllands til svipaðra breytinga á næsta ári. Opið virka daga: 10-18 & laug: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954 Þl(S °® GEB0U GÓÐ KAUP PVÍ HÚ ER T®*’ Frábær sumartilboð á: Rúmum, springdýnum, latexdýnum, svampdýnum, yfirdýnum, eggjabakkadýnum, koddum og sérsniðnum svampi.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.