blaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 6
6 innlent Þingforseti viðstaddur aldarafmæli sambandsslita Noregs og Svíþjóðar Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, og eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, verða viðstödd hátíðahöld í Noregi í dag. Þar er minnst aldarafmælis sambands- slita Noregs og Svíþjóðar og end- urreisnar konungdæmis í Noregi. Hátíðarsamkoma verður af þessu tilefni í þinghúsinu í Ósló. Með þingforseta í fór er Helgi Bemód- usson, skrifstofustjóri Alþingis, og í samtali við Blaðið sagði hann að einu opinbem gestimir við há- tíðahöldin væru forsetar allra nor- rænu þinganna. „Þess er vænst að konungur Noregs komi fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann veiktist og var skorinn upp fyrir nokkmm vikum. Þingforsetarnir munu fara með honum og skoða sögusýningu sem sett var upp í stórþinginu og er það hluti af hátíðahöldunum. Þetta er mikill hátíðisdagur í Nor- egi og þeir gera heilmikið með þetta," sagði Helgi. Viðskipta- og hagfræðingar: Heildarlaun kvenna hækka meira en karla Heildarlaun kvenna hækka um 10,8% en karla um 10%, sam- kvæmt nýrri kjarakönnun sem Félag viðskipta- og hagfræðinga lét gera fyrir sig. Þegar ekki er tekið tiUit til annarra þátta virð- ist launamunur kynjanna nú ör- litlu minni en fyrir tveimur ámm. Þegar launamunurinn hefur verið Ieiðréttur miðað við fjölda vinnu- stunda á viku, menntunar, starfs, atvinnugreinar, aldurs, vinnu- framlags, mannaforráðs og starfs- aldurs, kemur í ljós að kynbund- inn launamunur hjá viðskipta- og hagfræðingum er nú 7,6% en var 6,8% árið 2003. loftkœling Verð frá 49.900 án vsk. 3* ÍS-hÚSÍð 566 6000 Lokað vegna skorts á læknum og hjúkrunarfræðingum Árlega þarf að draga úr starfsemi sjúkrastofnana hér á landi þar sem ekki er hægt að fá starfsfólk til að leysa af vegna sumarfría. Þannig er erfitt að fá m.a. lækna og hjúkmnar- fræðinga til að leysa af á stofnunum hérlendis. Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands staðfesti þetta í samtali við Blaðið. „Það er bara þannig að sérmenntað fólk liggur ekkert á lausu. Það er reyndar búið að vera betra ástand hér upp á síðkastið en var fyrir nokkr- um árum og við höfum t.d. verið með fullmannað í heilsársstöður. Hins vegar er erfitt að fá sérmenntað fólk til að koma í tímabundnar afleysing- ar, sérstaklega yfir sumartímann," segir Magnús. Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir orðrétt um þessi mál: „Eins og undanfarin ár verður að draga úr starfsemi á sjúkrahúsinu yfir sumarmánuðina. Er þetta m.a. gert vegna skorts á hjúkrunarfræð- ingum til afleysinga. Fjárveitingar til stofnunarinnar hafa einnig áhrif á þess ákvörðun". Það lítur því út fyrir að fleira hafi áhrif á sumarlokanir en eingöngu skortur á íjármagni. ■ Byggist Island á bólu í iðrum jarðar? Bandarískir jarðeðlisfræðingar hafa fundið ummerki þess í iðrum jarðar að þar leynist jarðmassa- bólur sem séu eins konar rætur möttulstróka þeirra sem tengja möttul jarðar og yfirborð hennar. Talið er að möttulstrókar þessir fóðri eldfjallasvæði á yfirborði jarðar og kunni að skýra tilurð eldfjallaeyja, líkt og íslands og Hawaii. Frá þessum niðurstöðum er greint í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Vísindamennimir beittu jarðskjálftamælum til þess að kortleggja jörðina að innan og það kom þeim á óvart að á mörk- um kjarnans og möttulsins, um 3.000 km fyrir neðan yfirborðið, skyldu vera bólur af bráðnu en mjög þéttu efni sem jarðskjálfta- bylgjur ferðast mjög hægt í gegn- um. „Við fundum litla jarðmassabólu neðst í hinum harða möttli, sem í er hálfbráðið hraun, og við tengjum við möttulstrókana," segir jarðskjálfta- fræðingurinn Edward Gamero við ríkisháskóla Arizona. „Nú höfum við vísbendingar um það hvaðan efnið í strókunum kemur." Þessar „litlu" bólur eru um 50 km í þvermál og um átta km djúpar en vís- indamennimir leiða að því líkum að slíkar bólur sé að finna á botni allra möttulstróka en þær færist lítið úr stað þótt möttullinn sé á hreyfingu. „Þær kunna að vera eins konar rætur langlífra möttulstróka og skýra tilurð og tUvist eldfjallaeyja," segir Sebasti- an Rost, annar vísindamannanna. ■ Ætla á vetnishjóli umhverfis ísland Japanskur hópur umhverfisvænna ævintýramanna ætlar í næstu viku að hefja ferð umhverfis íslands á far- artæki sem knúið er efnarafali, líkt og vetnisvagnamir sem sjá má aka um götur Reykjavíkur þegar erlenda gesti ber að garði. Hópurinn er frá Kawasaki í Jap- an og nefnir sig Grænorkuævintýrið. Farartækið er eins konar þríhjól en er knúið efnarafali þar sem orkan er beisluð með því láta vetni ganga í samband við súrefni, en rafallinn læt- ur engan úrgang frá sér annan en vatnsgufu. Rafalinn smíðuðu Japanarnir sjálfir og með ferð- inni vilja þeir sýna fram á að efnarafalar geti verið hagkvæm- ur kostur. „Það eru enn margir sem draga hagnýtingu efnaraf- ala í efa,“ segir Kenji Bamba, einn leiðangursmanna, „en við viljum sjá hversu langt við koni- umst.“ Fimm ökumenn munu skiptast á að aka þríhjólinu, sem að þess sem þeir aka því fylgja þeir fé- grunni til er þýskrar gerðar, en milli laga sínum eftir á venjulegum bíl. þriðjudagur, 7. júní 2005 I blaðið Nýtt björgunarskip afhjúpað Á laugardaginn afhjúpaði Jökul- rós Grímsdóttir nýtt björgunar- skip sem þjóna á Húnaflóasvæð- inu. í formlegri athöfn, sem var hluti hátíðarhalda sjómannadags- ins, var skipinu gefið nafnið Húna- björg og sóknarpresturinn, séra Magnús Magnússon, blessaði það með stuttri athöfn. Sigurgeir Guð- mundsson,formaðurSlysavarnafé- lagsins Landsbjargar, flutti ávarp við tækifærið og rakti hvemig björgunarbátavæðing landsins hafi gengið fyrir. Sigurgeir nefndi hvernig slagorðið „Lokum hringn- um“ hafi ekki síst átt við um kaup- in á þessu skipi. ^spron 4,15% íbúða- lán standa öllum til boða SPRON hefur ákveðið að hætta að gera kröfur til lántakenda um önn- ur viðskipti við bankann þegar sótt er um 4,15% íbúðalán. Afnám skilyrða um önnur viðskipti gild- ir einnig fyrir þá sem þegar hafa tekið 4,15% íbúðalán. í tilkynn- ingu frá SPRON segir að þeir hafi fundið fyrir mikilli óánægju með- al almennings með að þurfa að binda sig í viðskipti til allt að 40 ára til að eiga möguleika á að fá íbúðalán með 4,15% vöxtum. Með þessu sé verið að koma til móts við þetta fólk. Víkin sjóminjasafnið: Frábærar viðtökur á opnunarhelgi „Þetta gekk vonum framar og við erum alveg alsæl eftir helg- inasagði Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður Víkurinnar sjó- minjasafnsins í Reykjavík, sem var opnað um helgina í tengslum við Hátíð hafsins. „Við teljum að hingað hafi í minnsta lagi komið um 3.000 manns þessa fyrstu helgi þá sex tíma sem var opið.“ Safnið er nú orðið fullgilt safn og verður opið frá 11-17 alla daga vikunnar nema mánudaga en þá verður lok- að. „Ég vil koma þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg og gerðu þetta mögulegt fyrir þetta,“ sagði Sigrún að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.