blaðið - 07.06.2005, Page 8
8 erlent
Bretar fresta
þjóðaratkvæðagreiðslu
Utanríkisráðherra Breta, Jack
Straw, tilkynnti breska þinginu í
gær að þjóðaratkvæðagreiðslu um
stjómarskrá Evrópusambandsins
verði frestað. Straw sagði að
ríkisstjómin áskyldi sér allan rétt
til að setja málið aftur á dagskrá
ef aðstæður breyttust. “Það er ekki
í höndum Bretlands eins og sér að
ákveða framtíð samningsins,” sagði
hann. Fyrrum daginnsagðitalsmaður
Tony Blair forsætisráðherra að engin
skynsemi mælti með því að halda
málinu gangandi.
Almenningur hafnaði stjómar-
skránni í Frakklandi og Hollandi
og sérfræðingar halda því fram
að það hafi verið dauðadómur
yfir samningnum. Á sama tíma
berast fréttir um að Pólveijar
vilji hraða þjóðaratkvæðagreiðslu
um stjómarskrána. Leiðtogar
Evrópusambandsríkja munu hittast
á ráðstefnu í næstu viku til að ráða
ráðum sínum. ■
Tony Blair. Ríksstjórn Tony Blair hefur ákveðið að fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um
stjómarskrá Evrópusambandsins._______________________________________________
París fær fyrstu einkunn
Frakkar þykja standa með pálmann
í höndunum þegar kemur að
Ólympíuleikunum árið 2012. Alþjóða
ólympíunefndin sendi í gær frá sér
123 blaðsíðna skýrslu um þær fimm
borgir sem sótt hafa um að halda
Ólympíuleikana það ár. Borgunum
er ekki forgangsraðað en ljóst er að
París hefur fengið fyrstu einkunn. í
skýrslunni var ekki sagt eitt einasta
neikvætt orð um París og mikið lof
borið á íþróttaaðstöðu, samgöngur og
gistiaðstöðu í borginni.
París, London, New York, Madrid
og Moskva keppa um að fá að halda
leikana. London, Madrid og New
York fá jákvæða dóma í skýrslunni
en aðstaða í Moskvu er gagnrýnd.
117 meðlimir Alþjóða
ólympíunefndarinnar munu greiða
atkvæði um borgirnar í leynilegri
atkvæðagreiðslu í Singapúr 6. júlí.
Maður gengur framhjá bresku auglýsingaskilti
um væntanlega Ólympíuleika sem Bretar eru
áfjáöir í að halda 2012.
CANDIDATE CITY
Menntaskólinn
í Kópavogi
Kynning og aðstoð við rafræna
innritun verður í Smáralind 9.
og 10. júní
Rafræn innritun nýnema í Menntaskólann
f Kópavogi hófst 20. maí og stendur til
14. júní.
Einnig gefst nemendum og forráömönnum
þeirra kostur á að nýta tölvukost skólans
og fá leióbeiningu vió innritun f skólanum.
Skólameistari
þriðjudagur, 7. júní 2005 I blaðið
Læknir heldur á hinni 13 mánaða gömlu Milagros Cerron á sjúkrahúsi í Lima. Hún
er kölluð “litla hafmeyjan” vegna þess að hún fæddist með samvaxna fætur. Fimm
dagar eru síðan vel heppnuð aðgerð var gerð á fótum hennar.
38 farast í Nepal
Mannfall varð í Suður-Nepal er jarð-
sprengja sprakk undir yfirfylltri
rútu. 38 létust og 72 særðust í einni
af verstu árásum á óbreytta borgara
síðan bylting maóista braust út árið
1996. Maóistar, sem hermenn kon-
ungs kalla hryðjuverkamenn, hafa
ekki verið þekktir fyrir að ráðast á
óbreytta borgara en yfirmenn í nep-
alska hernum segja hiklaust að árás-
in sé runnin undan rifjum maóistana.
Yfirmenn hersins segja maóistana
hafa sprengt jarðsprengjuna með fjar-
stýringu úr 250 metra fjarlægð. Ekki
lá fyrir ábyrgðaryfirlýsing frá maóist-
unum.
Aðkoma að slysstað var skelfileg
en sprengingin var svo öflug að djúp-
ur gígur myndaðist í veginum. Vitni
sögðu að rútan hefði þeyst marga
metra í loft upp.
12.000 manns hafa misst lífið í
níu ára skærum uppreisnarmanna
og konungshersins og hefur það haft
djúp og víðtæk áhrif á þjóðlíf í Nep-
al, þar sem ferðamannatekjur hafa
svo til alveg lagst af og tugþúsundir
manna neyðst til að flýja heimili sín.
■
Hörmungar í Nepal.
Friðargæsluliðum fjölgað
Spánn, Rúmenía og Holland munu
líklega fjölga friðargæsluliðum í
Afganistan vegna komandi þing-
kosninga 18. september. Talið er
að löndin muni hvert um sig senda
sem samsvarar einni 750 manna
herdeild, og munu þær bætast við
8.300 manna herlið NATO í Kabúl og
N.- og V.-Afganistan. Varnarmálaráð-
herrar NATO funda á fimmtudaginn
til að ræða áætlanir til að taka við
friðargæslu af Bandaríkjamönnum í
Afganistan.
Afganskur friðargæsluliði stendur vörð.