blaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 10
þriðjudagur, 7. júní 2005 I blaðið
10 fyrir konur
Kvennaþing
í tilefni af breytingum
á stjórnarskrá
Konur láta til sín taka við fyrirhugaðar
breytingar stjórnarskrárinnar
halldora@vbl.is
Boðað var til kvennaþings á Hallveig-
arstöðum síðastliðna helgi, þar sem
konum gafst tækifæri til að ræða um
breytingar á stjórnarskrá landsins,
en fulltrúi kvennahreyfingarinnar
mun taka til máls á ráðstefnu um
stjórnarskrána 11. júní næstkom-
andi. Nokkur kvennasamtök stóðu að
þinginu en þar má einna helst nefna
UNIFEM á Islandi, Kvennaathvarfið,
Stígamót og Femínistafé-
lagið, auk þess sem fleiri
félög komu þar að. Þingið
var kynnt meðal kvenna-
samtaka og var öllum
áhugasömum boðin þátt-
taka. „Það var eiginlega
öllum fijálst að koma,
enda viljum við fá opnar
umræður frá sem flestum
hliðum," segir Bima Þór-
arinsdóttir, framkvæmda-
stýra UNIFEM á íslandi.
„Það var þrennt sem stóð
upp úr umræðunum sem
við ákváðum að láta full-
trúa okkar kynna á ráð-
stefhunni. Það er vernd-
un kvenna fyrir ofbeldi,
jöfn þátttaka kynja í
stjómunlandsins ogfrum-
kvæðisskylda ríkisins til
að tryggja jafnrétti.“
í kjölfar ráðstefnunnar
11. júní verða hugmynd-
irnar fullunnar og sendar stjómar-
skrámefnd ásamt ítarlegri greinar-
gerð. Birna segir að stefnt verði að
því að hafa vinnsluferlið eins opið
og hægt er. „Við erum bara að opna
þessa umræðu, enda kominn tími á
það þar sem konur hafa hingað til
ekki fengið tækifæri til að hafa bein
áhrif á stjómarskrána," segir Bima,
en hún segir mikilvægt að konur nýti
þetta tækifæri sem þær hafa fengið
til breytinga.
Konur
eiga erfiðara með
að hætta að
Lió$ar varir
i sumar
Mattir, Ijósir og daufir litir
gera varirnar náttúrulegar
Tískufrömuðir heimsins leggja mikið
upp úr ljósum og náttúrulegum vör-
um þessa dagana en það þykir eðlileg
framvinda í kjölfar vetrarins þar sem
flestar konur nota fórðunarvörur í
meiri mæli. Flest snyrtivörufyrirtæki
bjóða upp á margar gerðir af mött-
um, ljósum og brúnum varalitum, en
einnig eru gloss mjög vinsæl nú sem
endranær. Varirnar verða með þessu
móti eðlilegri og daufari, en dauf fórð-
un og sú sem ekki er áberandi, þykir
mjög falleg núna. Hægt er að fá sér
liti þó svo að varimar séu náttúrideg-
ar - þetta er ekki eingöngu bundið við
alveg ljósa tóna. Mikið er til af t.d.
fólbleikum (sem er flottur þegar við-
komandi er ljós í andliti) eða appels-
ínutónum ef andlitið er dökkt.
Rannsóknir á reykingarvenjum
fólks benda sterklega til þess að
konur eigi í meiri erfiðleikum en
karlar með að hætta að reykja. Þetta
kemur fram í rannsóknum sem
heilbrigðisstofnunin við Pittsborgar
háskóla framkvæmdi á dögunum. Dr.
Perkins, sálfræðingur við stofnunina,
segir ástæðurnar margar en þó bendi
hins vegar margt til þess að konur séu
í minna mæli háðar sjálfu nikótíninu
í sígarettunum. Félagslegir þættir
spili þar frekar inn í - að konur reyki
fremur á t.d. kaffihúsum í samneyti
við annað reykingarfólk, auk þess
sem lyktin hafi þá meiri áhrif en á
karlanna. Finni kona reykingarlykt
kveiki það löngun hjá henni frekar
en að líkamleg þörf geri vart við sig.
„Maður sér karlmenn standa eina
fyrir utan byggingar að reykja á
meðan konur hópi sig yfirleitt saman
við reykingarnar," segir Perkins,
og bætir því við að oft sé erfiðasti
þátturinn þegar konur hætti að
reykja sá að þær njóti sín ekki eins
á kaffihúsum eða með vinkonunum.
Karlarnir sýni frekari merki þess að
um líkamlega þörf sé að ræða þegar
þeir hætti.
Með því að láta Póstinn sjá um >Á
,v
allan pakkann sparar þú rekstp
kostnað. Pósturinn kemur á Mf
fyrirfram ákveðnum tíma, tejitur
allar sendingar og skilar þegn
fljótt og örugglega til viðtal4t>da
Hafðu samband við sölufuffirúa
í síma 580-1090 eða í netfangið
sala@postur.is og fáði/nánari
upplýsingar. / ’
www.postur.is