blaðið - 07.06.2005, Síða 14

blaðið - 07.06.2005, Síða 14
þriðjudagur, 7. júní 2005 ! blaðið blaöiðB Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Kari Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjariind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsimi: 510-3700. Simbréf á fréttadeild: 510- 3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Kvennahreyfingin og endurskoð- un stjórnarskrárinnar Stjómvöld hafa boðað endurskoðun I. og II. kafla stjórnar- skrárinnar, sem Qalla um skiptingu þjóðfélagslegs valds og forsetaembættið. Forsætisráðherra hefur þó sagt að í raun sé endurskoðun allrar stjómarskrárinnar imdir. Megináherslu eigi hins vegar að leggja á íramangreinda kafla. Ástæða þess að stjómvöld hafa nú áhuga á þessum tveimur köflum stjómarskrárinnar er án efa synjun forseta íslands á að staðfesta svokölluð fjölmiðlalög fyrir ári. Þjóðin fékk þó ekki að greiða atkvæði um lög þessi í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og hún á þó skýlausan rétt til samkvæmt 26. gr. stjómar- skrárinnar. Þann rétt tók ríkisstjómin og meirihluti Alþingis af henni. Vonandi leiðir endurskoðun I. og II. kafla til þess að réttur til þjóðaratkvæðis verði aukinn frá því sem nú er og takmarkist því ekki við það eitt að forseti íslands hafi synjað lögum um staðfestingar. Það væri góð breyting á stjómarskránni. Að öðm leyti verður ekki séð að þörf sé á því að endurskoða ákvæði I. og II. kafla. Valdmörk forseta íslands annars veg- ar og framkvæmdavaldshafa hins vegar em ljós og verða ekki gerð gleggri þótt þau séu endurskoðuð og endurskrifuð, enda meiri líkur en minni á því að þá verði ákvæðin fyrst óskiljanleg eða innbyrðis ósamþýðanleg, eins og dæmi frá endurskoðun stjómarskrárinnar 1995 sanna. Þá var jafnræðisreglan svo- kölluð tekin upp í VII. kafla stjómarskrárinnar, mannréttinda- kafla hennar. Þess má geta að dómstólar höfðu áður talið að slík regla gilti hér á landi. í sinni stystu mynd gæti ákvæðið hljóðað svo: Allir skulu jafnir að lögum. Jafnræðisákvæði stjómarskrárinnar, sem er að finna í 65 gr. hennar, er hins vegar svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögumog njóta mannréttinda án til- lits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafnréttis í hvívetna. Síðasti hluti þessa ákvæðis „Konur og karlar skuli njóta jafn- réttis" kom inn sem breytingartillaga. Eins og sjá má bætir þetta ákvæði engu við fyrri hluta 65. gr. stjómarskrárinnar, sem segir aðeins í of mörgum orðum að allir skuli jafiiir fyr- ir lögum. Aðeins einn þingmaður, Ólafur heitinn Þórðarson, Framsóknarflokki, virtist hafa áhyggjur af þessu orðagjálfri í 65. gr. og sagði í þingræðu, er fmmvarp til breytinga á stjóm- arskránni var til umræðu, í febrúar 1995: „Svo kemur breytingartillaga og þá er búið að botna textann: ,„Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna". Á þá upp- runalegi textinn bara við þá sem eru hvorugkyns? Eða hvernig ber að skilja þetta? Hvernig í dauðanum ber að skilja þetta? Hvaða kyn eruþað sem menn eru að tala um? Ég átta mig bara ekki á þessu, ég segi það hreint út. Mér fmnst að það eigi ekki að ganga þannig frá þessu að Háskóli íslands geti haft það sem skemmtiefni að lesa upp kaflana og spyrja hvernig þetta sé hugsað. Annaðhvort erum við að tala um jafnrétti milli kynja og erum þá með þessi kyn í huga, konur og karla, eða að fyrra ákvæðið er óskiljanlegt venjulegum mönnum.“ Þetta er rifjað upp hér vegna þess að nú vilja hagsmuna- og þrýstihópar hvers kyns fá aðild að endurskoðun stjómarskrár- innar. Þannig vill eitthvert fyrirbrigði, sem kallar sig kvenna- hreyfinguna, hafa áhrif á endurskoðun stjómarskrárinnar og setur það á oddinn að tryggð verði jöfh þátttaka kvenna og karla í stjóm landsins. Kvennahreyfingunni dugir sum sé ekki áðurgreint jafnréttisákvæði, sem tryggir að allir séu jafnir fyr- ir lögum og geti því leitað eftir kjöri til hvaða embættis sem er við stjóm landsins. Kvennahreyfingin virðist þurfa eitthvað allt annað. Kannski fleiri óskiljanleg ákvæði. Augíýsingar 510 3744 blaðið- Ertu ekki óskaplega vinsæl? Á ferð minni til Serbíu í sl. viku átti ég tal við formann atvinnuþróunar- nefndar í Jersey, en hann var sessu- nautur minn í flugi frá fslandi. Var formaðurinn hluti af sendinefnd sem kom til íslands til að kynna sér hvað við erum að gera á sviði vísinda- og tæknimála, frumkvöðlastarfs o.fl. Taldi hann ísland og Jersey eiga margt sameiginlegt og var augljós- lega nokkuð hátt stemmdur eftir ís- landsdvölina og eftir að hafa kynnst velsældinni sem hér ríkir. Lýsti hann m.a. yfir sérstakri aðdáun á hinu lága atvinnuleysi okkar og háum hag- vexti. Þegar hann hafði komist að því að viðmælandi hans gegndi embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og hefði verið í forsvari fyrir uppbygg- ingu stóriðju og farsællar einkavæð- ingar, spurði hann einfaldlega hvort ég væri ekki óskaplega vinsæl á ís- landi. Varð frekar fátt um svör hjá mér við þeirri spurningu en í kjölfar- ið fór ég að velta því fyrir mér hvort fólk væri almennt meðvitað um allt það jákvæða sem er að gerast í þjóð- félaginu. Fréttaflutningur finnst mér ekki með þeim hætti að hér á landi sé velgengni mikil heldur er tónninn al- mennt neikvæður og h'till áhugi á at- vinnulífinu, a.m.k. í ljósvakamiðlum. Samanburðarkannanir Er fólk almennt meðvitað um að ís- land skorar hátt í nánast öllum sam- anburðarkönnunum sem birtast? GEM-frumkvöðlarannsókn Háskól- ans í Reykjavík og erlends háskóla sýnir að frumkvöðlastarfsemi á ís- landi er einhver sú mesta í heimin- um og sambærileg við það sem best gerist í Bandaríkjunum og Kanada. I IMD-könnun viðskiptaháskólans í Sviss er ísland í 4. sæti á lista yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims í samanburði 60 landa og í efsta sæti í Evrópu. World Economic Forum mælir samkeppnisstöðu 104 landa fyrir árið 2004. Þar er ísland í 10. sæti og hefur hækkað um 15 sæti sl. 10 ár. Samkvæmt nýrri skýrslu frá sömu stofnun erum við íslendingar í þriðja sæti á eftir Svíþjóð og Noregi þegar mæld er staða þjóða í jafnrétt- ismálum. Þegar rannsökuð er færni þjóða til að nýta sér upplýsingatækni er ísland í 2. sæti. Nýleg samanburð- arrannsókn bendir einnig til þess að stjómarfarslegur stöðugleiki sé hér sá mesti sem þekkist. í könnun sem stofnunin Transparency Internation- al gerði kom í ljós að ísland er ásamt Danmörku í 3.-4. sæti yfir þau lönd heimsins þar sem spilling er tahn minnst. Aðeins Finnland og Nýja- Sjáland standa okkur framar að því leyti. Frelsi fjölmiðla er hvað mest á íslandi, í Danmörku og Svíþjóð sam- kvæmt mati bresku stofnunarinnar Freedom House. fsland skorar hátt þegar metin eru áhugaverð lönd til kvikmyndatöku. Svona mætti lengi áfram telja. Ef einhver heldur að þetta séu ein- tómar tilviljanir þá er það mikill misskilningur. Samkeppnisstaða íslands byggist til að mynda á réttum ákvörðunum sem m.a. hafa verið teknar af stjómmálamönnum. Þar sem viðsnúningurinn verður augljóslega fyrir 10 ámm læt ég mér detta í hug að það hafi eitthvað með það að gera að þetta sama ár komst Framsókn- arflokkurinn til valda og „lagðist í bæli“ kratanna, eins og það var kallað. Hin nýja vinstri stjórn Þar sem ég var erlendis í opinberum erindagjörðum sl. helgi hef ég ekki fylgst vel með fréttaflutningi af fundi Samfylkingarinnar. Mér hafa hins vegar borist fréttir af því að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir hafi verið kjörin formaður og Ágúst Ólafur Ág- ústsson varaformaður. Ég óska þeim til hamingju með kjörið. Mér hafa líka borist fréttir af því að talsmanni Samfylkingarinnar í samkeppnis- málum, Lúðvík Bergvinssyni, hafi verið gjörsamlega hafnað í embætti varaformanns, sem er athyglisvert. Þá frétti ég að nýr formaður Sam- fylkingarinnar líti á það sem aðalbar- áttumál sitt að fella ríkisstjómina og mynda vinstri stjórn þeirra flokka sem nú eru í stjómarandstöðu. Það er að mínu mati mjög mikilvægt að hafa þetta á hreinu. Við skulum aðeins fara yfir það hvaða framfarir hefðu orðið á síðustu árum ef þessir flokk- ar hefðu farið með stjórn, eða réttara sagt hvaða framfarir hefðu ekki orð- ið. Skattar hefðu ekki verið lækkað- ir, hvorki á fyrirtæki úr 50% í 18% í tveimur skrefum, né á einstaklinga. Eignaskattur hefði ekki verið aflagð- ur. Það hefði ekki verið byggt álver í Hvalfirði. Það hefði ekki verið byggt álver í Reyðarfirði. Kárahnjúkavirkj- un hefði ekki verið byggð. Ríkisbank- eu-nir hefðu ekki verið einkavæddir, né heldur Steinullarverksmiðjan, Se- mentsverksmiðjan eða Áburðarverk- smiðjan. Við hefðum ekki tekið upp markaðskerfi á sviði raforkumála, sem opnar á samkeppni fyrirtækja og val einstaklinga á raforkusala. Sjávarútvegsfyrirtæki byggju ekki við sama rekstraröryggi. Skuldir rík- isins hefðu ekki lækkað um helming. Hagvöxtur hefði ekki aukist um yfir 50% og þjóðarframleiðslan tæplega vaxið úr 465 millj- örðum í 970 milljarða. Þá eru líkur á að atvinnuleysi hefði ekki verið jafnlítið og nú er sökum minni hag- vaxtar. Það er líka gaman að velta fyrir sér hvemig ráðherraskipan gæti orðið í nýju vinstri stjórninni. Ingibjörg Sólrún yrði for- sætisráðherra, þar sem ég reikna með að Samfylking- in yrði stærsti flokkurinn. Þá væri komið að Vinstri grænum og trúlega myndi Steingrímur J. hljóta utan- ríkisráðuneytið. I kjölfarið myndu íslendingar segja sig úr Nató og koma hem- um burt. Frjálslyndi flokk- urinn fengi fjármálaráðuneytið og Guðjón Arnar yrði fjármálaráðherra. Hann sýndi þó litla þekkingu á rík- isfjármálum fyrir kosningar þegar hann mætti formanni Framsóknar- flokksins í sjónvarpssal og vissi ekki muninn á persónuafslætti og skatt- leysismörkum. Þá er komið að vara- formönnum flokkanna og trúlega yrði Ágúst Ólafur dómsmálaráðherra og Magnús Þór Hafsteinsson sjáv- Frétta- flutningur finnst mér ekki með þeim hætti að hér á landisével- gengnimik- ii heidur er tónninn aimennt neíkvæður „Ertu ekki óskaplega vinsæl?“ Þetta er fyrirsögnin á nýlegum pistli iðnaðar- og viðskiptaráðherra Islands, Valgerðar Sverrisdóttur, á heimasíðu hennar. Hún hafði setið í flugvél með manni frá skattaparadís- inni New Jersey á Ermarsundi; hún á leið til Serbíu - ekki fylgdi sögunni hverra erinda. Hann hafði verið í heimsókn á íslandi og hrifist mjög af einkavæðingu undangenginna ára og góðvild ríkisstjómarinnar í garð stórfyrirtækja og efnafólks. Og hér sat hann við hliðina á sjálfum ráðherranun sem hafði verið einn helsti gerandinn í þessu mikla ferli. Ekki að undra að hinn gestkomandi maður spyrði þeirrar spurningar sem brann á vörum - bæði hans og viðmælandans, ráðherra Valgerðar Sverrisdóttur: „Ertu ekki óskaplega vinsæl?" En viti menn, nú varð ráðherra orða vant, mér „varð fátt um svör“, svo vitnað sé í fyrrnefndan pistil hennar. Valgerður verður nú greini- lega hugsi og veltir vöngum yfir því hvers vegna bæði hún og Framsókn- arflokkurinn skuli ekki vera „óskap- lega vinsæl“ á íslandi; bæði flokkur- inn og hún séu búin að vera að gera alla þessa góðu hluti! Greinilegt var að fundurinn í flug- vélinni á leiðinni til Serbíu með New Jersey manninum hafði haft djúp áhrif á banka- og iðnaðarráðherra ís- lands. Og „í kjölfarið," segir Valgerð- ur ráðherra,„fór ég að velta því fyrir mér hvort fólk væri almennt meðvit- að um allt það jákvæða sem er að ger- ast í þjóðfélaginu." Og nú vísar hún í alls kyns álitsgjafa. Þeir segi að spill- ing sé minni á íslandi en víðast hvar annars staðar. Aðeins Finnland og Nýja-Sjáland standi okkur framar! „Svo erum við búin að einkavæða svo mikið,“ segir Valgerður, „Áburðarverk- s m i ð j u n a , Sementsverk- s m i ð j u n a , Steinullar- verksmiðjuna og bankana." Ogsamkvæmt F r e e d o m House sé frelsifjölmiðla meiraennokk- ursstaðarann- ars staðar! Ef „einhver heldur að þetta séu eintómar til- viljanir þá er það mikill misskilning- ur.“ Auðvitað er þetta allt Framsóknar- flokknum að þakka. Þetta byggist allt saman á „rétt- um ákvörðunum". Og áfram heldur Valgerður Sverrisdóttir ráðherra að hæla sér og sínum flokki af allri Valgerður verður nú greinilega hugsi og veltir vöng- um yfir því hvers vegna bæði hún og Framsókn- arflokkur- inn skuli ekki vera „óskaplega vinsæl“ á íslandi;

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.