blaðið - 07.06.2005, Page 18

blaðið - 07.06.2005, Page 18
þriðjudagur, 7. júní 2005 I blaðið 18 neyten lur JWl ____ I Viðbótartrygging - nýjung í neytendaþjónustu Persónulegar barnabækur Nú getur fólk glatt bömin og auðgað lesáhuga þeirra í leiðinni með því að gefa þeim persónulegar bamabækur. Nafn barnsins og vina er sett inn í söguþráð bókarinnar og verður bam- ið þannig aðalpersónan í ævintýr- inu. Hægt er að fá alls kyns ævintýri, geim- og risaeðlusögur, afmælis-, jóla- eða dýrabækur. Bækumar þarf þó að panta með ákveðnum fyrirvara en nánari upp- lýsingar má nálgast á veffanginu sigranjo@centmm.is. ■ Bensínverð Raftækjaverslunin Elko býður nú viðbótartryggingu fyrir heimilistæki á borð við ísskápa, þvottavélar, elda- vélar og ýmis raftæki. Um er að ræða öryggistryggingu sem veitir þriggja, fjögurra eða fimm ára ábyrgð á heim- ilistækjum, verði þau fyrir bilunum, hvers konar óhöppum eða þjófnaði, að því er fram kemur í uppiýsingum frá fyrirtækinu. Ólafur Ingi Ólafsson, yfirmaður tryggingasviðs Elko, segir sölu trygg- inganna hafa gengið vonum framar. „Þetta hefur farið mjög vel af stað hjá okkur og fólk hefur sýnt þessari nýj- ung mikinn áhuga,“ segir Ólafur, en kveðst ekki geta spáð um hvort önn- ur fyrirtæki taki upp sömu þjónustu. Hann segir trygginguna vera nýjung á íslandi þar sem önnur trygginga- félög tiltaki ávallt lágmarkssjálfs- ábyrgð, en svo sé ekki í nýju trygging- unum. Hvert tæki þarf þó að tryggja fyrir sig og er verð tryggingar reiknað út frá áhættustuðli og hlutfalli af vöm- verði. Þannig kostar t.d. 5.390 kr. að tryggja eldavél að andvirði 50.000 kr. til fimm ára og 4.990 kr. til fjögurra ára. Þá kostar 6.900 að tryggja 28” sjónvarp að andvirði 50.000 kr. í þijú ár en 9.990 til fimm ára. Ekki eru greiddar bætur ef tæki glatast án þess að um óhapp sé að ræða, t.d. ef það týnist einfaldlega. Þá em bætur ekki greiddar ef tæki hverfur án innbrots - þ.e.a.s. ef ekki er sannað að um þjófnað sé að ræða. Ef færanlegt tæki skemmist vegna þess að það er skilið eftir eftirlits- laust á almenningssvæði fást heldur ekki bætur. Fyrir venjulegt viðhald á borð við skoðun, breytingu og þjón- ustu eða tjón sem hlýst af við þess háttar athæfi er tryggingasali ekki bótaskyldur - átt er við venjubund- ið viðhald á borð við skiptingu blek- hylkja í prentumm eða endumýjun á ljósaperum o.s.fr.v. Fjölskyldulausn Þeir sem taka íbúðalán hjá SPRON með 4,15% vöxtum geta lækkað vaxta- kostnað sinn enn frekar með því að skrá sig í fjölskylduþjónustu fyrir- tækisins því þeir fá endurgreidda hluta af greiddum vöxtum vegna íbúðalána. Þetta kom fram í fréttatil- kynningu sem SPRON sendi frá sér í gær. Eins og áður hefur komið fram hafa stjómendur SPRON ákveðið að afnema skilyrði um önnur bankavið- skipti á 4,15% íbúðalánum. ■ Græjur sem Vorum að opna í dag p-,mp my ri(\e nota! Sími:893-1994 Póstur:Pyle@Pyle.is í könnun á vegum Blaðsins, sem fram fór í gær, kom í ljós að verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu var dýrast á sölustöðvum Essó á Ártúns- höfða, Shell í Smáranum og á Lauga- vegi, og hjá Olís í Álfheimum. Það kostaði nákvæmlega það sama, eða 107,20 kr., á öllum þessum stöðum. Ódýrast var bensínið á sölustöðmn Orkunnar í Grafarvogi og Klettagörð- um. Þar kostaði lítrinn 103,30 kr. Hverjir eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíni AO Sprengisandur 103,67 kr. Kópavogsbraut 103,67 kr. Óseyrarbraut 103,67 kr. eGO Hæðasmári 105,7 kr. Ægissíða 106,9 kr. Vatnagarðar 105,7 kr. Borgartún 107,2 kr. Gullinbrú 106,7 kr. jORKANj Grafarvogur 103,3 kr. Klettagarðar 103,3 kr. Smáralind 105,7 kr. Ártúnshöfði 107,2 kr. Álfheimar 107,2 kr. Skemmuvegur 103,7 kr. 03 Amarsmári 105,7 kr. Gylfaflöt 106,7 kr. J Bæjarlind 105,7 kr. Smárinn 107,2 kr. Háaleiti 105,7 kr. Lauaavegur 107,2 kr. Audi-bílar ryðga minnst Ný norræn rannsókn hefur leitt í ljós að Audi-bílar ryðga minnst allra bflategunda en Hyundai mest. Þetta var kynnt á blaðamannafundi Félags danskra bifreiðaeigenda (FDM) í Lyngby fyrir skemmstu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að miklar ryðskemmd- ir geti komið fram í nýlegum bflum. Þær bíltegundir sem era minnst ryðsæknar eru Audi, Volvo og Saab. Citroén og Renault standa betur að vígi en í síðustu rannsókn en bæði Ford og Mercedes fá slaka einkunn. Rannsóknin var unnin af ryðvarn- arráði Svíþjóðar úr gögnum sem safn- að var um árabil í löndum Skandin- avíu. Safnað var saman ákveðnum yfirbyggingarhlutum úr þriggja og sex ára gömlum bflum og þeir rann- sakaðir bak og fyrir. Tæknistjóri FDM, Per Antvortskov, sagði að kost- ur þessarar rannsóknar væri sá að bfl- ar hefðu batnað mikið en hann tók þó fram að enn mætti gera betur. „Það á ekki síst við um kóresku bílana," tók hann fram. Alvarlegar ryðskemmdir hafa kom- ið fram á nýjum og nýlegum bílum sem framleiðendur hafa einfaldlega ekki séð um að ryðveija. Rannsókn- in sýndi fram á að þeir bflar sem era verksmiðjuryðvarðir á fullnægjandi hátt endast mun betur en aðrir og era að mestu leyti ryðfríir eftir sex ára akstur á vegum Norðurlandanna. Rannsóknin náði til 25 bflateg- unda. Niðurstöðumar era taldar mjög hagnýtar, bæði fyrir bifreiða- eigendur og bflaframleiðendur, sem nýta sér niðurstöðuna í ríkum mæli til að bæta bfla sína.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.