blaðið - 07.06.2005, Side 20
þriðjudagur, 7. júní 2005 I blaðið
afslátturaf
sumardekkjum
afsláttur af
low-profile
-20%
afsláttur af
sendibíladekkjum
TST Vaxtalausar léttgreiðslur!
Smiðjuvegur 34 | Rauð gata
www.bilko.is | Sími 557-9110
20 g
Stjörnugolf til sty
14. júní verður
haldið golfmót
á Keilisvöllum
til styrktar
samtökum
MND-sjúk-
dómsins. Mót-
ið er á vegum
Stjömugolfs en
þar munu þjóð-
þekktir einstakling-
ar etja kappi við nokkra
af albestu kylfingum lands-
ins. Fyrirtækjum og einstak-
lingum er einnig boðið Valinn maður á hverjum
að senda inn tveggja teig
manna lið gegn greiðslu Ræst verður upp úr kl. 12 en
Wd
sem rennur til styrkt-
ar MND-samtökunum.
Stjömugolf er nú hald-
ið í annað sinn en í
fyrra safnaði Stjörnugolf
til styrktar Bamaspítala
Hringsins.
Golfað fyrir gott málefni.
sem liður af mótinu verður leik-
inn sjóðsleikur, eða skin game.
Keppendur þar verða ekki af verri
endanum en Björgvin Sigurbergsson
og Ragnhildur Sigurðardóttir hafa
staðfest þátttöku. Sjónvarpsstöðin
Sýn mun gera sérstakan þátt um
sjóðsmótið. Keppendalistinn er held-
ur ekki af verri endanum en þar má
meðal annars nefna Eyjólf Sverrisson
knattspymumann, Hermann Gunn-
arsson þáttastjómanda, Sigurð Val
Sveinsson handboltakempu, Sveppa
og Audda úr Strákunum, og þann-
ig mætti lengi telja. Mótið er haldið
vegna rausnarlegs ff amlags styrktar-
aðila en Brimborg, Bónus, Icelandair
og KB banki styðja þetta afskaplega
góða málefni. Skráning á mótið fer
ífam ó stjornugolfavisir.is. ■
„Glíman við
sjálfan sig“
Arnar Jónsson er ekki einungis
einn af ástsælustu leikurum
þjóðarinnar - hann er líka lið-
tækur kylfingur. Blaðið hringdi
í Arnar og ræddi við hann um
listina, lífið og iþróttina sem felst í golfinu.
Hversu lengi hefurðu stundað golf, Arnar?
Jah - ég fékk sett í fimmtugsafmælisgjöf þannig að
það eru um 10 ár síðan maður byrjaði á þessu.
Nú hefur maður heyrt að þú sért mikill golffrömuð-
ur innan Þjóðleikhússins. Hefurðu verið duglegur
að breiða út fagnaðarerindið?
Það er nú erfitt að segja... en maður hefur kannski
haft hönd í bagga með að kynna þetta aðeins...má
þar nefna kannski meðal annars Sigurð Sigurjónsson,
Randver, Rúnar Frey og Friðrik... sem maður hefur
kannski haft einhver pínulítil áhrif á...
Hvað er það svo sem heillar við golfið?
Þetta snýst náttúrlega miklu meira um mannsandann
en um einhverjar kúlur og prik. Það er yfir þessu
ákveðin kyrrð sem maðurinn nær kannski ekki í
glaumi hverdagsins... og svo sýnir þetta hvaða mann
maður hefur að geyma - ef maður lemur til dæmis í
stóru kúluna meira en þá litlu er nokkuð Ijóst hvernig
maður tekur á vandamálunum. Það sem heillar er í
raun glíman við sjálfan sig.
Hversu mikið stundarðu golfið?
Ég hef býsna mikið að sýsla við svo sem - en það má
sennilega segja að ég stundi það hreinlega eins mikið
og ég get.
Hvemig er forgjöfin?
Nú - ég fór neðst niður í 8,3 fyrir nokkru. Eftir það
þurfti ég að fara í nokkrar aðgerðir út af gömlum
meiðslum og fór aðeins upp, en ætli ég sé ekki í
svona 9,4 núna.
Það er magnaður árangur, verður að segjast.
Þetta hefur tínst til - komnir einir 20 bikarar í safnið.
Það er nóg til af dollum...
Hefurðu einhvern tímann fariö í golfferðir?
Ég hef nú ekki gert mikið að því - en ég hef þó farið
í nokkrar. Til dæmistil Suður-Englands... á Spán...
og svo fórum við svona leikaraferð til Irlands. Það var
alveg hörkugaman. Við erum rétt að byrja á þessu,
drengirnir. Svo bregðum við okkur stundum niður
í kjallara í æfingahléum og púttum - það skilar sér
alveg. Það er fínt að pútta í kristalssalnum líka...
Á blússandi
golffylliríi
Afrekaskrá Sigurðar Sigurjóns-
sonar er með þeim lengstu í
islensku skemmtana- og leik-
húslífi en hann hefur lagt fyrir
sig kvikmynda-, sjónvarps- og
sviðsleik, auk leikstjórnar, og skapað nokkra af eftir-
minnilegustu grínpersónum seinni tíma. Blaðið ræddi
við glaðbeittan Sigurð um golfið.
Hversu lengi hefurðu stundað golf?
Þetta er svolítið snúin spurning. Eg fékk sett í fertug-
safmælisgjöf en það má sennilega segja að ég hafi
stundað golfið í svona sex ár. Eða sjö. Jú - segjum
sex.
Hvernig kom það til að þú byrjaðir?
Jah - það er nú saga að segja frá því. Ég snerti kylfu
svolítið sem stráklingur en þá laumaðist ég að nætur-
lagi á Keilisvöllinn sem þá var. Svo var dágóð pása í
þessu hjá mér þar til ég vann með Arnari Jónssyni að
myndinni Karlakórinn Hekla, en þá duttum við Arnar
báðir í heljarinnar golffyllirí og ekki alls kostar Ijóst hve-
nær eða yfirleitt hvort verður stigið upp úr því.
Hversu mikið stundarðu golfið?
Ég stunda golf helst einu sinni í viku - er með fastan
tíma með þremur félögum mínum - en svo helst
svona 5-6 sinnum þar fyrir utan.
í viku?
Já - eða svona eins og vinna og fjölskylda leyfir. En
a.m.k. einu sinni í viku fast. Ég er mjög hrifinn af golf-
iþróttinni því hún er allra meina bót fyrir fólk af öllum
stærðum, gerðum og stéttum. Ég fæ mína hreyfingu
úr golfinu og andans upplyftingu - í golfinu þarf mað-
ur svo lítið að tala, maður þarf bara að vera - og það
er svo gott.
Hefurðu einhvern tímann farið í golf-ferðir?
Ég hef nú ekki farið mikið svo sem - en ég hef farið
tvisvar til frlands og svo einu sinni á Stanstead að
spila golf þar um kring... en mig langar ósköp að fara
í svona alvöru ferðir - til Bandaríkjanna og svo til Tæ-
lands, en þar segja kunnugir að séu fegurstu golfvellir
í heimi.
Svo að sjálfsögðu I pílagrímsferð til St. Andrews...?
Að sjálfsögðu.
Hvað ertu svo með í forgjöf?
Iss - ég get ekkert í golfi - það er það fallegasta við
það allt saman - en ég er með svona 20.21 á góðum
degi kannski.
„Forgjöfin er
ríkisleyndarmál“
Randver Þorláksson þarf
vart að kynna en hann hefur
kitlað hláturtaugar landans
með Spaugstofunni og leikið
óteljandi hlutverk á leiksviðum
landsins. Blaðið tók Randver tali og ræddi við hann
um golfið.
Hversu lengi hefurðu stundað golf, Randver?
Ætli það séu ekki svona 5-6 ár.
Hvernig kom það til að þú byrjaðir?
Ja... ætli það hafi ekki verið Arnar Jónsson sem dró
mig út í þetta.
Er svoiítið af leikurum í golfinu?
Já - þeim fer fjölgandi. Siggi Sigurjóns er liðtækur og
Örn Arna hefur verið að spila svolítið líka.
Hversu mikið stundarðu golfið?
Það er ósköp misjafnt - ekki nógu mikið.
Hefurðu einhvern tímann farið í golfferðir?
Já - við höfum farið tvisvar. Skruppum til írlands einu
sinni og brugðum okkur svo til Þýskalands til hans
Arnars Más.
Hvað ertu svo með í forgjöf?
Það er ríkisleyndarmál - en ég stefni ótrauður á
lækkun.
Amar, Sigurður
og Randver eru
meðal
þátttakenda í
Stjömugolfi
eoos
Glæsilegt kvennamót
- seldist upp á þremur tímum
Golfverslunin Nevada Bob stendur
fyrir Opna Nancy Lopez mótinu 12.
júní, en mótið er eingöngu fyrir kon-
ur. Greinilegt er að þetta mót þykir
eftirsóknarvert því öll 124 sætin seld-
ust upp á eingöngu þremur tímum
eftir að opnað var fyrir skráningu.
Dagskráin er glæsileg en tekið er á
móti keppendum í morgunkaffi kl. 8
um morguninn. Síðan býður GR kepp-
endum í Bása í upphitun, og kl. 9.30
er ræst út á öllum teigum samtímis.
Verðlaunin eru ekki af verri endan-
um, en í fyrstu verðlaun er heilt sett
af Nancy Lopez golfvörum. Tekið
verður á móti keppendum með léttum
veitingum þegar þær koma inn af teig-
unum aftur, og síðan verður sest að
snæðingi í golfskálanum í lok móts.
Fulltrúar Nancy Lopez gáttaðir
Velgengni Nevada Bob og Opna
N ancy Lopez mótsins hefur vakið tölu-
verða athygli ytra og fulltrúar Nancy
Lopez eru að vinna að fféttum um
málið. Aðspurður segir Hans Hentt-
inen framkvæmdastjóri að stefnt sé
að ffamhaldi - 29. september fari
50 konur út á glæsilegt Nancy Lopez
mót í Hanbury Manor, þar sem full-
trúar ffá Nancy Lopez munu mæta
og fá tækifæri til að dást að íslensk-
um golfkonum. „Það er ljóst að við höf-
um bara hitt á framboð sem virkar.“
Ekkert lát virðist vera á vinsældum
golfíþróttarinnar, svo mikið er víst.