blaðið - 07.06.2005, Síða 22
þriðjudagur, 7. júní 2005 I blaðið
Real nálgast
Gerrard
Breska blaðið, The Sunday Mirror,
greindi frá því í gær að ágætar líkur
væru á því að Steven Gerrard, fyrir-
liði Evrópumeistara Liverpool, yrði
seldur til spænsku risanna í Real
Madrid innan tveggja mánaða.
Kaupverðið yrði um sex milljarðar
íslenskra króna. Líklegra er talið
að Gerrard fari til Real Madrid en
Chelsea þar sem Liverpool-menn
vilja síður selja sinn aðalmann til
liðs innan Eng-
lands. Gerrard
vill Sjálfur ekki
fara frá Liverpool
nema að topp-
verð fáist fyrir
hann þannig að
Liverpool beri eitt-
hvað úr býtum.
Torres til
Chelsea?
Roman Abramovich, eigandi enska
úrvalsdeildarliðsins Chelsea, ætlar
á allra næstu dögum að reyna að
kaupa sóknarmanninn unga, Fern-
ando Torres, frá Atletico Madrid.
Chelsea bauð 24 milljónir sterlings-
punda í strákinn fyrir ári en var
hafnað, en nú ætlar Abramovich að
bjóða 40 milljónir punda, sem er
jafnvirði um 4,8 milljarða íslenskra
króna. Torres er með klásúlu í
samningí sínum að ef eitthvert lið
bjóði 60 milljónir punda í sig megi
hann fara frá félaginu. H
Tvær breytingar
á U-21 hópnum
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari lands-
liðs íslands, skipað leikmönnum
21 árs og yngri, hefur þurft að gera
tvær breytingar á landsliðshópi
sínum fyrir leikinn gegn Möltu, sem
er í kvöld. Tryggvi Sveinn Bjarna-
son tekur út leikbann en hann
fékk að líta rauða spjaldið á móti
Ungverjum á sunnudag og þá er
Sigmundur Kristjánsson meiddur.
í þeirra stað hefur Eyjólfur valið
KR-inginn Sölva Davíðsson og Vals-
manninn Garðar Gunnlaugsson.
Garðar á nokkra landsleiki að baki
með U-17 ára liðinu og U-19. Sölvi
hefur leikið með U-19 ára liðinu en
hvorugur hefur áður leikið með 21
árs landsliðinu. Leikurinn í kvöld er
liður í undankeppni Evrópumótsins
og fer fram á KR-vellinum og hefst
klukkan 18.
Islenskar konur hl
Kvennahlaup ÍSÍ fer fram ó yfir
100 stöðum hér á landi og erlend-
is næstkomandi laugardag. í ár er
þema hlaupsins „Áfram, stelpur!"
og er markmiðið að vekja athygli
á mikilvægi þess að konur, og þá
ekki síst ungar stúlkur, eigi sér
heilbrigðar og sterkar fyrirmyndir.
í gær, sunnudaginn 5. júní, hlupu sjö
íslenskar konur í Addis Ababa, höfuð-
borg Eþíópíu, fyrstar Kvennahlaup
ÍSÍ á þessu ári. Hlaupið fór fram
á risastóru aðaltorgi borgarinnar,
Meskel-torgi, sem er í 2.500 metra
HH
m
\
hæð yfir sjávarmáli.
Yngsti þátttakandinn
var sex ára. Áhorfend-
ur voru eiginmenn,
bræður og synir hlauparanna,
auk nokkurra betlara og götusala.
Meðfylgjandi mynd sendi Ragnar
lopiu
Schram frá Eþíópíu af íslensku kepp-
endunum.
Maður handtekinn
vegna sprengjuhótunar
Tottenham kærir Chelsea
41 árs maður, David Mathew-Ant-
hony Demeres, var handtekinn á
laugardag, skömmu fyrir leik núm-
er sex hjá Detroit Pistons og Miami
Heat í úrslitum Austurdeildar NBA-
körfuboltans. Demeres hafði hringt
inn í höllina í Aubum Hills og sagt að
ef leikurinn á milli Detroit og Miami
yrði settur af stað þá mundi springa
sprengja sem hann væri búinn að
koma fyrir í höllinni. Þetta gerðist
tveimur klukkustundum fyrir leik-
inn en engin sprengja
fannst og leikurinn gat
því hafist á réttum tíma.
Lögreglan hafði uppi á
Demeres og var hann hand-
tekinn á sunnudag. Eftir yfirheyrsl-
ur var honum síðan sleppt gegn um
það bil 975 þúsund íslenskra króna í
tryggingu. Fyrr í vetur varð sprengju-
hótun fyrir leik Indiana og Detroit ó
heimavelli Indiana Pacers. Sá leikur
tafðist um 90 mínútur. ■
Enn og aftur eru forráðamenn enska
úrvalsdeildarliðsins Chelsea komnir í
vandræði. Eftir að hafa verið sektaðir um
háar fjárhæðir vegna ólöglegrar nálgunar
við Ashley Cole, leikmann Arsenal, er
annað Lundúnarlið, Tottenham, að íhuga
alvarlega að kæra Chelsea. Tottenham
telur að Chelsea hafi á ólögmætan hátt
haft samband við yfirmann íþróttamála
hjá Tottenham, Frank Arnesen. Vitað er
að Chelsea sendi Tottenham bréf þar
sem þeir óskuðu eftir því að fá að ræða
við Frank Arnesen en forráðamenn
Tottenham telja að viðræður á milli Arne-
sen og Chelsea hafi þegar átt sér stað.
Tottenham hefur þegar vikið Frank Arne-
sen úr starfi og það þykir nokkuð víst að
hann fari til Chelsea. Mörgum finnst að
Daninn Frank Arnesen, sem kom frá PSV
Eindhoven til Tottenham á síðasta ári,
hafi verið tvöfaldur í roðinu í þessu máli
og David Pleat, fyrrum yfirmaðurfótbolta-
mála hjá Tottenham, vandar honum ekki
kveðjuna I breskum fjölmiðlum. Pleat
var einn aðalmaðurinn í að fá Arnesen
til Tottenham en hann var þá að missa
starfið hjá PSV. „Það er vond lykt af
þessu máli,“ sagði David Pleat og einnig
að málið liti ekki vel hvað varðar þátttöku
Franks Arnesen í því. ■
HÁDEGlSVERÐARHMÐeOfíÐ
frá kl: 11.30 - 13.30 mánudaga til
PIZZA SÚPA OG BRAUÐ
KR: 800,
Players alqjör truflun
PLAYERS
föstudaga
y 4
L ^Port Ca^ j
Bæjarlind 4 S: 544 5514
Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigur-
vinsson og Logi Ólafsson hafa neyðst
til að gera margar breytingar á lands-
liðshópnum frá því hann var valinn
fyrst fyrir leikina gegn Ungveijum
og Möltu. Heiðar Helguson var ekki í
leikmannahópnum gegn Ungveijum
vegna leikbanns en
hann verður löglegur
á morgun. Ólafur Örn
Bjarnason, Kristján
Örn Sigurðsson og
Indriði Sigurðsson,
verða í leikbanni á
morgun og Pétur
Hafliði Marteinsson
er fótbrotinn eftir
leikinn ó laugardag.
Hjálmar Jónsson er
einnig meiddur. Auk
Heiðars eru nýir inni
í hópnum frá leiknum
við Ungverja - Helgi
Valur Daníelsson frá
Fylki, Auðun Helgason úr FH og
Bjarni Ólafur Eiríksson úr Val. Helgi
Valur á einn A-lands-
leik, Bjarni Ólafur
er leikjalaus en Auð-
un á 29 A-landsleiki
fyrir ísland.
Landsliðshópur fslands gegn Möltu:
Nafn L M Fyrirliöi Félag
Árni Gautur Arason 45 4 Válerenga IF
Kristján Finnbogason 19 1 KR
Brynjar Björn Gunnarsson 49 3 Watford FC
Arnar Þór Viðarsson 37 Lokeren
Eiður Smári Quöjohnsen 35 14 13 Chelsea FC
Heiöar Helguson 34 5 Watford FC
Tryggvi Guðmundsson 34 9 2 FH
Auðun Helgason 29 1 FH
Gylfi Einarsson 19 1 Leeds. United
Veigar Páll Gunnarsson 9 Stabæk IF
Stefán Glslason 5 SFK Lyn
Grétar Rafn Steinsson 4 1 Young Boys
Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2 Halmstad BK
Kári Árnason 2 Djurgárdens IF
Helgi Valur Danlelsson 1 Fylkir
Haraldur Freyr Guðmundsson 1 Aalesunds FK
Jóhannes Þór Harðarson 0 IK Start
Bjarni Ólafur Eiríksson 0 Valur