blaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 29
blaðið I þriðjudagur, 7. júní 2005 .wr,--'- rá 29 Fjölmiðlar Dapurlegur klukkutími Á Útvarpi Sögu er morgunþáttur sem nefnist Bláhornið en þar lætur Gústaf Níelsson gamminn geisa með aðstoð hlustenda. Gústafgetur verið skemmti- legur en það er ákveðinn galli á hans ráði að hann hefur slæmt ofnæmi fyr- ir femínistum og umbreytist í verstu tegund af karlrembu í hvert sinn sem málstaður þeirra berst í tal. Honum er heldur ekki vel við samkynhneigt fólk, sem hann virðist vilja lækna af „vill- unni“. Nú er komið í ljós að útlending- ar eru útvarpsmanninum ekki heldur nægjanlega þóknanlegir. Gústaf var stórlega misboðið á dög- unum vegna frétta um að íslensk stjórn- völd hefðu ákveðið að veita konum frá Kólumbíu hæli hér á landi. „Allslaust og ómenntað fólk,“ þrum- aði hann, og bætti við að alls kyns vandamál myndu fylgja í kjölfar þessa „innflutn- ings“. Helst var á honum að skilja að kólumbíska mafían myndi fylgja kon- unum til landsins. Hlustendum gafst síðan tækifæri á að hringja inn í þáttinn og koma með innlegg í umræðuna. „íslensk stjómvöld skulda okkur skýringar," brýndi Gústaf fyrir hlustendum, og svo sannarlega drógu hlustendur ekki af sér í fordæmingu á þessari ákvörðun íslenskra stjórn- valda. Að minnsta kosti tvisvar var skorað á Davíð Oddsson að beita sér í málinu, hann væri stjómmálamaður sem ætti að hafa dug og djörfung til þess. Og af því að þetta fólk taldi sig svo vel upplýst og sanngjarnt bætti það gjarnan við, eftir að hafa fordæmt þessa ákvörðun stjórnvalda og hellt úr skálum reiði sinnar: „Ég hef nú ekkert á móti þessu fólki.“ Það var satt að segja ótrúlegt að hlusta á hversu glaðbeitt fólk var og ákaft í fordómum sínum. „Er ekki bara hægt að endursenda þessar kon- ur ef þær eru ljótar,“ sagði einn hlust- andi og það kumraði í honum vegna eigin fyndni. Gústaf skellti skuldinni á femínista, sem hann taldi hafa mis- notað íslensk stjórnvöld og talaði um „kerlingagrúppur sem væru að reyna að bjarga heiminum og flytja inn ein- stæðar mæður og ekkjur." Heldur var þetta dapurlegur klukku- tími á Útvarpi Sögu. 22.00 Tíufréttir 22.20 lllt blóð (4:4) Breskur spennumyndaflokkur þar sem sálfræðingurinn dr. Tony Hill reynir að ráða í persónuleika glæpamanna og upplýsa dularfull sakamál. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi bama. Aðal- hlutverk: Robson Green og Hermione Norris. 21.15 LasVegas 2 (21:24) (Hide And Sneak) 22.00 Shield (7:13) (Sérsveitin 4)The Shield gerist í Los Angeles og fjallar um sveit lögreglu- manna sem virðist hafa nokkuð frjálsar hendur.Stranglega bönnuð bömum. 22.45 Navy NCIS (12:23) Bönnuð börnum. 21.15 Brúðkaupsþátturinn Já - Ný þáttaröð 22.00 CSI: Miami - Ný þáttaröð 22.45 Jay Leno 21.00 Toyota-mótaröðin í golfi 2005 22.00 Olíssport 22.30 David Letterman Það er bara einn David Letterman. Góðir gestir koma í heimsókn og Paul Shaffer er á sínum stað. 22.00 A Beautiful Mind (Góður hugur) Aðalhlutverk: Russell Crowe, Ed Har- ris, Jennifer Connelly, Christopher Plummer. Leikstjóri er Ron Howard. 2001. Bönnuð börnum. 21.00 Real World: San Diego 21.45 Kenny vs. Spenny 22.10 Meiri músík 23.45 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldiö. 1 00.05 Dagskrárlok 23.30 Twenty Four 4 (20:24) (24) Margverðlaunuð þáttaröð sem hefur hvarvetna slegið í gegn. Stranglega bönnuð bömum. 00.15 The Wash (Bílaþvottastöðin) Aðalhlutverk: Anthony Albano, Dr. Dre, Tic, Snoop Dogg. Leikstjóri er D.J. Pooh. 2001. Stranglega bönnuð börn- um. 01.50 Fréttir og íslanú f dag Fréttir og ísland í dag - endursýnt frá því fyrr í kvöld. 03.10 ísland í bítið 05.10 Tónlistarmyndbönd frá PoppTíVÍ 23.30 The Contender - NÝTT! (e) Leitin að næstu hnefaleikaleikastjörnu er hafin! Sextán hnefaleikakappar hafa verið valdir til að taka þátt í sam- keppni um hver er efnilegastur. í hverj- um þætti munu tveir þeirra berjast og sá sem tapar verður sendur heim. Sá sem stendur einn uppi í lokin verður milljón dölum ríkari. 00.15 Cheers - 3. þáttaröð (e) 00.40 Boston Public 01.20 John Doe 01.35 Óstöðvandi tónlist 23.20 Maradona Hann er elskaður frá Buenos Aires til Napólí. Diego Armando Maradona var besti knattspyrnumaður heims. Hann leiddi Argentínumenn til sigurs á HM í Mexíkó 1986 en átta árum síðar var hann rekinn frá HM í Bandaríkjunum vegna ólöglegrar lyflanotkunar. Hér er fjallað um leið hans á toppinn og líka hraða niðurleið hans á botninn. Mar- adona er enn í fréttunum en baráttu hans við eiturlyfjafíknina ætlar aldrei að Ijúka. 1 <*'WI ! 00.15 40 Days and 40 Nights (Fjörutíu dagar og nætur) Bönnuð börnum. 02.00 Phantom of the Opera (Óperudraugurinn) 04.00 A Beautiful Mind (Góður hugur) Bönnuð bömum. Naples: Shinka, pfippenone. Bveppir. sv. 6Hfur, hvtttautair, qrœnn pipar, parme&an Toscana: Pcppcrono, jalaponos. rjómaoctur, an*na«, sv. óllfur, hvíUaukur, sveppir, krydd Komdu og taktu meö, boröaðu á staönum eöa fáöu sent heim 5111000 Molar Horfirðu minna á sjónvarp á sumrin? Victoria Beckham með áhyggjur af útlitinu Victoria Beckham segist vera með miklu meiri áhyggjur af útliti sínu en nokkrum kjaftasög- um um framhjáhald eiginmanns síns. „Ég hef svo siginn maga. Ég hef nákvæmlega engan rass. Fólk segir að galla- buxurnar mínar séu eins og undrabijóstahaldari fyrir þeirra rass. Ég verð bara að trúa þeim því ég hef ekkert á afturendanum. Ég verð að stinga honum út og þykjast. Trú- ið mér, ég lít hræðilega út nakin." Þegar Victoria er spurð um nýjustu myndirnar af David Beckham að kyssa aðra konu segir hún að það sé bara hluti af starfi hans. „Þetta er öm- urlegt grín. Aðdá- endur nálgast hann alltaf. Þetta er bara hluti af hans starfi." Victoria segir að þetta hafi ekki verið auðvelt en hún vilji enga samúð. „Ég veit að sumir vilja ekki trúa því en við erum raunverulega hamingjusöm. Allt í lífi mínu er gott.“ David Beckham og Victoria hafa loksins fundið heimili í Madríd, eftir mikla leit, og munu þau flytja þangað ásamt börnunum í júlí. Ragnar Kaspersson Júlíanna Frlðjónsdóttir Ester Rós Gústavsdóttir Einar Guðmundsson ásamt Sigurður Sivertsen Stellu Björk „Ég horfi yfirleitt ekki mikið á sjónvarp en horfi þó minna á sumrin. Ég hef bara meira aö gera og er „Já, það er svo gott veður og bjart." „Já, ég er minna heima við á sumrin." „Já, ég er meira úti við.u „Já, því á sumrin vil ég vera úti.“ meira úti.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.