blaðið - 21.06.2005, Síða 1

blaðið - 21.06.2005, Síða 1
Varað við fjölda tegunda morgunkorna bls. 20 L bls. 12 Bensínverð himinhátt AO j , óeöo - bk. 12 |ORKAN| á alzheimer Árangursríkar rannsóknir Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 • bladid@vbl.is 31. TBL . 1. ARG. ÓKEYPIS Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur Sími 510-3700 bladid@vbl.is ISSN 1670-5947 •J FRJÁLST OG ÓHÁÐ ÞRIÐJUDAGUR, 21. JÚNÍ. 2005 Átta fluttir á slysa- deild - bls. 2 Hvalveiðar tilheyra fortíðinni - bls. 6 Valdið til fólksins - bls. 6 Viðvera barna í leik- skólum tvöfaldast - bls. 10 Skandall í formúl- unni - bls. 22 ókeypis til HiiíMna heimila og fyrirtækja alla virka daga iRT»it»a Húsnæðisverð í Stokkhólmi helmingi hærra en í Reykjavík Þrátt fyrir miklar hækkanir að undan- fómu er fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu lágt í samanburði við aðrar höfuð- og stórborgir á Norðurlöndum. Ef borið er saman fasteignaverð ár- ið 2004 í Reykjavík og höfuðborgum hinna Norður- landanna er verðiðíReykja- vík lægst, eða 158.000 krón- 300 ur á fermetra. 250 Hæst var verð- 20Q ið hins vegar í Stokkhólmi 150 þar sem það er 100 rúmlega helm- 50 ingi hærra, eða 324.000 krónur 0 fermetrinn. Ef teknar eru inn næststærstu borgir hvers lands þá er fasteignaverð í Reykjavík næstlægst en aðeins í finnsku borginni Tampero er það lægra - 137.000 krónur fer- metrinn. Þetta kom fram í hálffimm fréttum KB banka í gær. Hafa verður í huga að fasteigna- verð hefur hækkað mik- ið síðan í lok árs 2004 og var fast- eignaverð í miðborg Reykjavík- ur komið í 202.000krón- ur fermetr- inn í lok mars sl. og fasteigna- verð á öllu höfuðborg- arsvæðinu er nú í um 185.000 krónum á fermetra. Þrátt fyrir þetta er fasteignaverð ekki mjög hátt í Reykjavík í samanburði við aðr- ar Norðurlandaþjóðir. Verðmunur milli miðborgar og úthverfa eykst Lengi hefur verið talað um að verð- hækkanir á húsnæði á höfuðborgar- svæðinu hljóti að fara að taka enda, eða jafnvel að draga fari saman. Grét- ar Jónasson, formaður Félags fast- eignasala, segir að þegar litið er til verðs á húsnæði á öðrum Norðurlönd- um sé ljóst að fasteignamarkaðurinn hér eigi eitthvað inni. Hann bendir meðal annars á að fasteignaverð í miðborgum erlendis sé allt að 6-10 sinnum hærra en í úthverfum. Hér á landi er þessi verðmun- ur óverulegur. Ef verðið í miðborg Reykjavíkur er skoðað var það 178.000 krónur fermetrinn, eða um 20.000 krónum hærra en á höfuðborg- arsvæðinu í heild. „Eg sé fyrir mér að verðmunur milli úthverfa og miðborgar eigi eft- ir að aukast í Reykjavík. Mér finnst ekki ólíklegt að hækkanir á húsnæð- isverði í úthverfum Reykjavíkur fari að dragast saman. Mér sýnist hins vegar að miðborgin eigi talsvert inni og verð þar eigi eftir að halda áfram að hækka og þannig eigi verðmunur á milli svæða eftir að aukast,” segir Grétar. Verð hækkaði um 3,8% í maí Samkvæmt Fasteignamati rík- isins hækkaði fasteignaverð í maí síðastliðnum um 3,8%. Samkvæmt hálffimm fréttum KB banka hefur fasteignaverð því hækkað umfram spár bjartsýnustu manna. Hefur það hækkað um 24% frá upphafi árs og um 38% síðastliðna 12 mánuði. Er þetta aðallega skýrt með breytingum á lánamarkaði að undanfórnu. Fasteignaverð á Norðurlöndum 2004 -I þúsundum kr. á fermetra Heimild 'n 5 fréttir KB banka Veiði hófst í Elliðaánum í gærmorg- un og það var borgarstjórinn og veiði- maðurinn, Steinunn Valdís Oskars- dóttir, sem renndi fyrst í fossinum. í fyrrinótt gekk töluvert af fiski í ána og eftir nokkur köst setti Stein- unn í lax í fossinum á maðkinn og landaði honum, enda hefur hún oft áður veitt lax og silung. Þetta var íjög- urra punda hrygna, lúsug. Nokkru seinna veiddi Alfreð Þorsteinsson lax í fossinum Selfossi, nokkru ofar í ánni. Byrjunin lofar því góðu í Ell- iðaánum. Fimm hafa smitast í ár Fimm tilfelli af HlV-veirunni hafa greinst hér á landi það sem af er ár- inu. Þetta er sami fjöldi smitaðra og á sama tímabili í fyrra. AIls hafa 176 tilfelli af HlV-veir- unni greinst á íslandi, þar af hafa 56 sjúklingar greinst með alnæmi og 37 látist af völdum sjúkdómsins. Að sögn Bimu Þórðardóttur, fram- kvæmdastjóra Alnæmissamtakanna á íslandi, hefur tíðni nýgreindra HlV-smitaðra aukist á Norðurlönd- unum að undanfómu, og segir hún að þar hafi orðið vart við aukið kæru- leysi í þessum málum. Hún bendir á að þrátt fyrir að HIV- smitum hafi ekki fjölgað milli ára hér á landi hafi tilfellum af klamydíu- smiti ijölgað, sem gefi til kynna ákveð- ið kæruleysi og það valdi áhyggjum. Alnæmissamtökin á lslandi kynntu í gær niðurstöðu fræðslu- verkefnis þar sem 8.700 nemendur 9. og 10. bekkja grunnskóla landsins voru heimsóttir. Heimsóknimar voru famar síðasta vetur og var nemend- um meðal annars kynntar smitleiðir og starfsemi Alnæmissamtakanna. Einnig ræddu HlV-smitaðir, eða ein- staklingar sem standa þeim nálægt, við nemendur. I Hlaðnir og tilbúnir GSM símar! Sparaðu tíma og fyrirhöfn og fáðu nýja símann tilbúinn til notkunar. www.simabaer.is Símabær - Síðumúla 31 - Reykjavík - Sími - 517-1177

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.