blaðið - 21.06.2005, Síða 2
Kjarasamningur
undirritaður
þiðjudagur, 21. júní 2005 I blaðið
Fimm bíla árekstur
Átta manns á slysadeild
Harður árekstur varð í gær þegar
rútu var ekið aftan á lítinn sendibíl
á Reykjanesbraut á móts við Smára-
lind. OUi þetta keðjuverkun þannig
að þegar upp var staðið höfðu fjórir
fólksbílar og rútan klesst saman.
Átta manns voru fluttir á slysadeild
en er ástand þeirra betra en á horfð-
ist í fyrstu. Að sögn lögreglu er málið
í rannsókn og ekkert hægt að segja
um tildrög þess að svo stöddu. Vitni
sagði að umferðin hefði verið frem-
ur þung þegar slysið varð, og vegur-
inn blautur. Rútan hafi ekki náð að
stöðva þegar umferðarljós breyttust í
rautt og hafi þá runnið aftan á sendi-
bílinn með þeim afleiðingum að hann
fór undir stærri bíl sem var fyrir
framan. Eins og sjá má á myndinni
var bíllinn illa farinn og var klippu-
bíll slökkviliðsins boðaður á svæðið.
Þó þurfti ekki að nota klippumar þar
sem sjúkraflutningamenn komust að
ökumanninum um afturhlera. Hann
er sem áður sagði ekki alvarlega slaB
aður.
Nýr kjarasamningur milli Starfs-
mannafélags Hafnarfjarðar og launa-
nefndar sveitarfélaga var undirritað-
ur 17. júm' síðastliðinn. Samkvæmt
upplýsingum af heimasíðu BSRB er
samningurinn í takt við aðra kjara-
samninga sem gerðir hafa verið við
sveitarfélögin. Kynning á samningn-
um fer fram á næstu dögum en at-
kvæðagreiðsla um hann fer síðan
fram 22. júní næstkomandi.
Skyrmótmælin:
„Svívirðileg
hræsni álrisa“
Mótmælendurnir sem slettu skyri á
ráðstefnugesti í síðustu viku segja að
allar skemmdir á búnaði við mótmæl-
in hafi verið óviljandi og tilviljana-
kenndar. Þau völdu skyr svo hægt
væri að ná því úr fötum þeirra sem
fyrir því urðu.
Sameiginleg ábyrgð
Þau Ama Ösp Magnúsardóttir, Ólaf-
ur Páll Sigurðsson og Paul Gill, sem
stóðu að skyrslettunum á ráðamenn
fyrirtækja í áliðnaði, sendu í gær
frá sér yfirlýsingu vegna atviksins.
Þau segjast bera jafnmikla ábyrgð
á verknaðinum, þeim ákvörðunum
sem leiddu til hans og afleiðingum,
og gagnrýna þvf sérmeðferð þá sem
Paul Gill hefur sætt.
ísland ekki notalegt hreiður
Ásetninginn segja þau fyrst og fremst
hafa verið að trufla ráðstefnuna, og
þá einkum og sér málstofuna „að-
ferð við sjálfbæmi fyrir iðjagræna ál-
bræðslu". Segja þau málstofuna hafa
verið svívirðilega hræsni og grófasta
ögmn við þá sem raunverulega hall-
ast að vistfræðilegu gildi sjálfbæmi.
Hugmyndin hafi verið að „senda skýr
skilaboð um að ísland væri ekki eins
notalegt hreiður fyrir þá og þeir virð-
ast halda.“ Þá hvetja þau til þess að
aðrir grípi til aðgerða gegn því „sam-
særi fyrirtækja og stjórnvalda að
svíkja af íslendingum mikið af þeirri
stórbrotnu arfleifð sem náttúra lands-
ins er.“
Jakkafataskemmdir smávægilegar
Þau segja að skelfileg kaldhæðni fel-
ist í því að margir ráðstefnugesta
taki í starfi sínu ákvarðanir sem
valda gríðarlegum og óaflurkræfum
skemmdum á sameiginlegri jörð allra
en samt séu þeir ekki kallaðir til
ábyrgðar. „Hvers virði eru skraddara-
saumuð jakkafót miðað við stærstu
ósnortnu víðemi sem eftir em í Vest-
ur-Evrópu?“ spyrja þau.
Úttekt á ránum á íslandi 1999-2004:
Ofbeldi minnkar en
vopnaburður eykst
Úttekt á ránum á íslandi undanfar-
in ár leiðir í ljós að fjöldi þeirra helst
nokkuð stöðugur, en á hinn bóginn
virðist eðli þeirra nokkuð hafa breyst.
Þannig hefur ofbeldi minnkað upp á
síðkastið um leið og vopnaburður hef-
ur aukist. Eins hefur það færst í vöxt
að ræningjar hylji andlit sitt og kann
það að vera afleiðing þess að eftirlits-
myndavélum hefur fjölgað.
Það var Auðbjörg Bjömsdóttir,
magisternemi í félagsfræði, sem
gerði könnunina að frumkvæði Ríkis-
| lögreglustjóra. „Það má greina ýmsar
breytingar upp á síðkastið og þær má
að sumu leyti rekja til breyttra við-
bragða vegna rána,“ segir Auðbjörg.
Nefnir hún að menn hylji andlit sitt í
auknum mæli, en eins megi geta þess
að rán á flatbökusendlum hafi nán-
ast lagst af. „Það tekur því ekki leng-
ur, þeir em með sáralitla peninga á
sér nú orðið.“
Flest rán vom framin á opnum
svæðum á tímabilinu sem rannsókn-
in náði til, en
þó er rétt að
geta þess að
á síðasta ári
vora þau að-
eins þriðjung-
ur af því sem
var um alda-
mótin.
Bankarán
voru afar fátíð
áður fyrr og
engin slík frá
1999-2002, en árið 2003 voru þau sjö
talsins en vom fjögur í fyrra.
Ástæður þær sem menn gefa fyrir
ránum eru afar misjafnar. Algengast
hefur verið að menn nefni almenna
fjárþörf og kvað um þriðjungur upp-
sögn vinnu sem ástæðu hennar.
Undanfarin tvö ár hefur mjög vaxið
að menn nefni skuldir vegna fíkni-
efnaneyslu til sögunnar, en Auðbjörg
segir þó að útskýringum af því taginu
skuli taka með varúð. „Það voru mun
fleiri sem nefndu fíkniefnaskuldir
sem ástæður í fyrstu, en er leið á yfir-
heyrslurnar drógu margir í land með
það.“
Ekki þarf að koma á óvart, með til-
liti til afbrota á íslandi almennt, að
65% ræningja kváðust hafa verið und-
ir áhrifum einhvers konar vímugjafa
þegar ránið var framið, ástand 24%
var óljóst við handtöku, en aðeins
11% voru allsgáð.
O Helösklrt 0 Lóttskýjað Skýjaí 0 Alskýjaö // Rignlng, lltllsháttar Rlgnlng » > SúW *
u—
% allra
ræningja
undir
áhrifum við
ránið.
Launakrafa heimilisfræðikennara:
Borgin
sýknuð
Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær sýknuð af launa-
kröfu heimilisfræðikennara. Tekist
var á um hvort borginni hefði verið
skylt að greiða konunni sérstaka
þóknun fyrir matarinnkaup á tíma-
bilinu 1. ágúst 2001-2004. Krafa
konunnar á hendur Reykjavíkurborg
nam samtals tæplega 700.000 krón-
um, auk dráttarvaxta.
Lögmaður Reykjavíkurborgar hélt
því fram að umrædd greiðsla hafi ver-
ið felld inn í kjarasaming KÍ frá ár-
inu 2001 og því hafi þær þegar verið
inntar af hendi.
í dómsniðurstöðu Héraðsdóms seg-
ir að alltof langur tími hafi liðið þar
til krafa stefnanda hafi komið fram,
en það hafi ekki gerst fyrr en árið
2004. Með því hafi stefnandi sýnt
af sér tómlæti og þannig glatað rétti
sem hann kunni að hafa haft til um-
ræddrar greiðslu.
Banaslys í
umferðinni
Maðurinn, sem lést í umferðar-
slysinu þegar bifreið sem hann ók
hafnaði á brúarstólpa við gatnamót
Reykjanesbrautar og Miklubrautar á
sunnudagsmorgun,hétÞrösturValdi-
marsson, til heimilis að Keilufelli 33.
Hann var fæddur 22. janúar 1963 og
var ókvæntur og barnlaus. Tildrög
slyssins eru í rannsókn.
Snjóél v—j Skúr
Snjókoma
*
Slydda ^
Bensínverð aldrei hærra
Olíufélagið Esso hækkaði í gær verð á
95 oktana bensíni um tvær krónur á
lítrann, en lítr£um af dísil- og gasolíu
um 1,50 kr. Skeljungur sigldi fljótlega
í kjölfarið og hækkaði lítraverð um
1,60 kr. á línuna. Olís hefur hins veg-
ar h'tið hnikað sínu verði enn. Verð á
95 oktana bensíni hefur aldrei verið
hærra, en í fyrrahaust fór það hæst í
113,50 kr.
Eftir hækkunina er algengt verð á
95 oktana bensíni hjá Esso 114,70 kr/1
með fullri þjónustu, en algengt verð í
sjálfsafgreiðslu er 109,60 kr. Lítrinn
af dísilolíu er nú 62,10 kr. með þjón-
ustu en 57,10 kr. án hennar.
Olíufélögin vísa til mikilla hækk-
ana á heimsmarkaðsverði bensíns
og dísils í vikunni, en spáð er frekari
hækkunum á því á næstunni.
Sjá nánar verðkönnun á síðu 12.
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
28
28
23
17
27
25
21
20
25
32
31
17
17
22
22
29
24
12
24
29
17
15
8°Jjð
9
10° A
?
8°
Veðurhorfur í dag kl: 12.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Islands
T '
\ry/
Á rnorgun
8°w 1Q0w
^ 10°
13°® 0
1O0 V—'
13°