blaðið - 21.06.2005, Side 4
o vodafoné
SMS án inneignar
Og Vodafone hefur komið á aukinni
þjónustu fyrir Frelsisviðskiptavini
sína. Þjónustan gerir þeim viðskipta-
vinum, sem klára inneign sína, kleift
að hringja eða senda SMS án þess að
fylla á inneignina. Sverrir Hreiðars-
son, markaðsstjóri hjá Og Vodafone,
segir að þetta sé til komið vegna þess
að flestir Frelsisnotendur séu ungt
fólk með takmörkuð fjárráð. Því séu
þeir þarna komnir með ákveðið örygg-
istæki þar sem hægt er að halda sam-
bandi þegar inneign klárast.
Um er að ræða tvo möguleika. Ann-
ars vegar getur Frelsisnotandi sent
SMS í þjónustunúmer þar sem síma-
númer þess sem í þarf að ná er látið
fylgja. Skilaboðunum er svo komið til
skila til viðkomandi. Hin leiðin er sú
að hægt er að sækja um 100 króna
lán sem greitt er fyrir næst þegar
fyllt er á Frelsið.
AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI
FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK
DEKKJAHÓTEL
VIÐ GEYMUM DEKKIN FYRIR ÞIG ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALDI
þriðjudagur, 21. júní 2005 I blaðið
Geymdi þýfi fyrir bróður sinn
Dæmdur í
sjö mánaða
fangelsi
Þrítugur karlmaður var í gær dæmd-
ur í sjö mánaða fangelsi, þar af
fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir
að geyma þýfi fyrir bróður sinn. Um
var að ræða þijár fartölvur sem bróð-
ir mannsins hafði stolið úr verslun-
inni Office One. Með vörslunni braut
maðurinn skilorð og var það tekið til
greina við ákvörðun refsingarinnar.
Forsaga málsins er að 9. janúar síð-
astliðinn braust bróðir ákærða inn í
Office One og stal þremur fartölvum
að verðmæti tæplega 700.000 kr.
Ákærða var gefið að sök að hafa sam-
þykkt að geyma þýfið en bróðir hans
staðfesti við skýrslutöku að hafa upp-
lýst ákærða um hvernig tölvurnar
voru fengnar.
Þótti sannað að ákærði hafi gerst
sekur um hylmingu og var hann því
dæmdur í sjö mánaða fangelsi, auk
þess að greiða málsvarnarlaun upp á
75.000 krónur.
Sólstöðuganga
um Öskjuhlíð
í dag verður sumarsólstöðum fagnað
með sólstöðugöngu, eins og venjan
hefur verið undanfarna tvo áratugi.
Áherslur hafa breyst töluvert á þess-
um 20 árum en árið 1985 var fyrsta
sólstöðugangan farin milli Þingvalla
og Reykjavíkur. Að þessu sinni verð-
ur látið duga að ganga stóran hring
um Öskjuhlíðina en lagt verður af
stað frá Baugsteini við norðurhlið
Perlunnar klukkan 20 og lýkur göng-
unni á sama stað fyrir miðnætti.
Gengið verður í rólegheitum undir
vígorðunum „meðmælaganga með
lífinu og menningunni" og verður úti-
verunnar notið hvernig sem viðrar.
Á sumarsólstöðum er lengsti dagur
ársins og sest sólin ekki á öllu svæð-
inu norðan við nyrðri heimskauts-
baug.
GÚMMÍVINNUSTOFAN EHF.
RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588
WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS
10 BITAR,
STÓR FRANSKAR
& 2I PEPSI
4 QAA Opiö alla daga frá
f\r • !•«/«/«/ kl: 11.00 - 22.00
KFL
Fleiri vinna
á íslandi
Á Austurlandi fjölgaði fólki í starfi
mest miðað við allt landið árið 2004,
eða um 5,7%. Á landsvísu fiölgaði
starfsfólki um tæplega 2.000 manns,
eða 1,2%.
Þá fjölgaði þeim sem vinna í hvers
konar iðngreinum töluvert en færri
unnu við frumvinnslugreinar miðað
við árið 2003.
Landsbyggðin fjarlægist
Breytingin á s tarfsfólki í frumvinnslu-
greinum sýnir glögglega þann mun
sem er að verða á höfuðborgarsvæð-
inu og landsbyggðinni. Þeim sem
störfuðu við frumvinnslugreinar
fækkaði mun meira á höfuðborgar-
svæðinu en utan þess, eða um 8,3%
á móti 1% utan þess. Að sama skapi
fjölgaði þeim sem störfuðu við þjón-
ustu um 1% á höfuðborgarsvæðinu
en um 0,2% utan þess.
Fleiri karlar voru á atvinnumark-
aðnum árið 2003 og fjölgaði þeim enn
í fyrra. Konum fjölgaði líka en ekki
jafnmikið.
Akstur á óskráö-
um og ótryggöum
torfæruhjólum
vandamál
Umferðarráð telur að stórátak þurfi
að gera til að koma í veg fyrir ólögleg-
an akstur torfærubifhjóla. Þetta kem-
ur fram í ályktun sem Umferðarráð
gerði á síðasta stjómarfundi sínum.
Þar bendir ráðið á að ökumenn tor-
færubifhjóla verði að fara að lögum,
ekki síður en aðrir ökumenn vélknú-
inna ökutækja. Bent er á að akstur
slíkra ökutækja, án ökuréttinda, sem
og óskráð og ótryggð hjól, sé vanda-
mál. Umferðarráð skorar í ályktun
sinni á lögregluyfirvöld að framfylgja
lögum og reglum um akstur torfæru-
bifhjóla. ■
Avion kaupir breska
ferðaskrifstofu
Hyggst sækja inn á skemmtiferðamarkað
og nýta flugvélakost Atlanta betur
Avion Group, hin nýja
samsteypa Atlanta og
Eimskipa, hefur keypt
bresku ferðaskrifstof-
una The Really Gre-
at Holiday Company
(RGH). Avion Group
vill ekki gefa upp kaup-
verðið en íslandsbanki
fjármagnaði kaupin að
hluta.
RGH verður undir-
deild skemmtiferða- og
leiguflugsdeild Avion,
ásamt leiguflugfélag-
inu Excel Airways, Boeing 747 breiðþota
sem Avion keypti í TravelCity Direct.
fyrra. Excel flutti rúm-
lega fjórar milljónir
farþega árið 2004, en
að viðlögðum farþegum
RGH verður það átt-
unda stærsta flugfélag
á Bretlandi. Ráðgert er
að Atlanta flytji lungann
af farþegum RGH.
Sérhæfi sig í flugi
til Flórída og
Spánarstranda
RGH er tíu ára gamalt og
innan vébanda þess eru rek-
in Travel City Direct, Trans-
atlantic Vacations og Cars-
hop. Travel City Direct selur
ferðir beint til almennings um
síma og hefur sérhæft sig í ferð-
um til sólarstranda Flórída, Mall-
orca og Spánar.
Magnús Þorsteinsson, forstjóri
Avion Group, kveðst ánægður með
kaupin. „Með þessu stækkum við
skemmtiferðadeildina og nýtrnn að
auki flugvélaflota Atlanta betur.“
Fyrirhugað er að Avion Group fari
í almennt hlutafjárútboð í Kauphöll
íslands síðar á árinu. 3.200 manns
starfa hj á flugdeild félagsins, sem hef-
ur 67 flugvéla flota á sínum snærum.
í skipadeildinni starfa 1.200 manns
og eru 22 skip í flotanum. ■
Andlitslyfting á svæðinu
í kringum Hlemm
Borgaryfirvöld í Reykja-
vík kynntu á fjölmennum
fundi í gær tillögur að þétt-
ari byggð á stóru svæði
í nágrenni við Hlemm.
Yfirskrift verkefhisins er
„Hlemmur Plús“, en Dag-
ur B. Eggertsson, formað-
ur Skipulagsráðs, segir
að mikil sóknarfæri séu á
þessu svæði. Hann bend-
ir á að fjölmargt ungt
fólk vilji nú búa nálægt
miðbænum til að vera
nálægt þeirri þjónustu
sem miðborgin hafi upp á að bjóða.
Ennfremur að hann sjái fyrir sér að
nú, þegar nýtt leiðakerfi Strætó, hafi
verið kynnt muni sífellt fleiri velja að
kaupa ekki bfl en nota það sem spar-
ast til að kaupa stærra húsnæói.
Það sem kynnt var í gær er ramma-
skipulag sem unnið hefur verið í
samstarfi við hagsmunaaðila, íbúa-
samtök og fleiri, og er hugsað til að
hefja umræðu um framtíðarskipulag
svæðisins.
„Þetta er aðferðafræði sem beitt
hefur verið í æ ríkara mæli. Þetta er
í raun rammaskipulag sem fer á und-
Svona gætu Einholt og Þverholt litið út ef breytingar-
tillögur yrðu að veruleika.
an hinu hefðbundna skipulagsferli
og er hugsað til að hagsmunaaðilar
hafi betri aðkomu að málinu," segir
Dagur.
fverkefninu var horft vítt á svæð-
ið í kringum Hlemm, svo sem á
íbúðamöguleika, verslun, þjónustu,
bflastæði, græn svæði og fleira. Að
sögn Dags hafa þeir sem séð hafa til-
lögurnar tekið þeim vel. Hins vegar
bendir hann á að um þannig svæði sé
að ræða að líklegt sé að margir hafi
skoðanir á hvernig það eigi að líta
út í framtíðinni og hvernig nýta eigi
svæðið.