blaðið - 21.06.2005, Page 6
1U BITAK,
STÓR FRANSKAR
& 21 PEPSI
Kr. 1.999
Opiö alla daga fré
kl: 11.00 - 22.0C
6 innlent
Lítil verðbólga
á íslandi
Verðbólga í nokkrum ríkjum
Viðskiptalönd
Noregur
island
Meðaltal ESB
Meðaltal evrusvæðis
Lettland
Lúxemborg
Danmörk
6,5%
Rnnland
Svíþjóð
■ 0,6%
|0,2%
-1,0% 0,0% 1,0% 2,0% 3,0% 4,0% 5,0% 6,0% 7,0% 8,0%
Verðbólga á íslandi
er sú næstminnsta í
Evrópu samkvæmt
samræmdri vísitölu
neysluverðs sem Hag-
stofan birti í gær.
Verðbólga á íslandi
er aðeins 0,5%, sam-
anborið við 1,9%
verðbólgu í helstu við-
skiptalöndum.
Samræmd vísitala
neysluverðs var mæld
frá maí 2004 til maí
2005. Mesta verðbólg-
an á Evrópska efna-
hagssvæðinu á þessu tólf mánaða
tímabili var 6,5% í Lettlandi og 3,7%
í Lúxemborg. Minnst var verðbólgan
0,2% í Svíþjóð, 0,5% á íslandi og 0,6%
í Finnlandi.
í morgunkorni íslandsbanka er
bent á að samræmd vísitala neyslu-
verðs taki ekki húsnæðisverð með í
reikninginn en húsnæðisverð hefur
eins og kunnugt er hækkað verulega
hér á landi að undanförnu. Þar segir
ennfremur að sú staðreynd að verð-
bólga mælist lítil hér á landi verði að
teljast athyglisverð í ljósi þess að hér
eru vextir umtalsvert hærri en í Evr-
ópu og helstu viðskiptalöndum. ■
þriðjudagur, 21. júní 2005 I blaðið
Viðvera barna
í leikskólum
tvöfaldast
Árið 1998 voru 2.743 börn í leikskóla
í níu klukkustundir eða lengur en ár-
ið 2004 voru þau orðin 5.544. Fjöldi
barna sem dvelur í leikskóla í átta
klukkustundir hefur líka aukist en
árið 1998 voru það 3.349 börn sem
þáðu átta klukkustunda dvöl en árið
2004 var sú tala komin upp í 6.030.
Aukningin er mest hjá 0-2 ára böm-
um því árið 1998 var 531 barn í leik-
skóla í níu klst. eða lengur á dag en
árið 2004 voru þau orðin 1.463. Þetta
er þjóðfélagsvandamál, þar sem kröf-
urnar á vinnumarkaði aukast í sífellu
og foreldrar eiga fárra kosta völ. Leik-
skólakennarar, sem Blaðið ræddi við,
voru á einu máli um að þetta væri
slæm þróun, enda er leikskóli há-
vaðasamur vinnustaður. Börn væru
því uppgefin eftir átta tíma viðveru,
hvað þá lengri. Ekki eru allir á sama
máli hvaða, ef einhver, áhrif þetta
hefur á börn en ljóst er að þetta er
tími tengslamyndunar. Nánar erfjall-
að um málið á blaðsíðu 10.
Höfuðborgarbúar með
hærri tekjur en aðrir
Tekjur íslendinga hækka um 3% milli ára
Meðaltekjur einstaklinga af aðal-
starfi hækkuðu um 3% milli áranna
2003 og 2004. Þetta kemur fram í
samantekt Hagstofu íslands sem birt
var í gær. Þar segir að meðaltekjur
íslendinga hafi verið 2.716.000 á síð-
asta ári.
Heildartekjur allra vinnandi ís-
lendinga, í aðal- og aukastarfi á síð-
asta ári, námu 448 milljörðum króna,
samanborið við 425,3 milljarða króna
árið áður. Það jafngildir 5,4% hækk-
un.
Fjármálaþjónustan hæst-land-
búnaður lægstur
Samkvæmt úttekt Hagstofunnar
voru meðaltekjur hæstar í fjármála-
þjónustu, eða 4.226.000 krónur árið
2004 og hækkuðu um 11,8% milli ára.
Meðaltekjur voru hins vegar lægstar
í landbúnaði, eða 1.037.000 krónur
og lækkuðu um 19,5% milli ára.
Meiri tekjur á höfuðborgar-
svæðinu
Tekjur höfuðborgarbúa voru nokkru
hærri en tekjur íbúa utan þess. Árið
2004 voru meðaltekjur á höfuðborgar-
svæðinu 2.901.000 kr. og hækkuðu
um 3,8% frá fyrra ári. Utan höfuð-
borgarsvæðisins voru meðaltekjur
hins vegar 2.420.000 kr. og hækkuðu
um 1,4% frá árinu áður. Á lands-
byggðinni voru meðaltekjur hæstar
á Austurlandi, eða 2.562.000 kr., en
lægstar á Norðurlandi vestra, eða
2.258.000 kr.
Atvinnutekjur eru hæstar um mið-
bik starfsævinnar, þegar fólk er á
aldrinum 35-54 ára. Árið 2004 voru
meðalatvinnutekjur fólks á þessum
aldri 3.288.000 kr.
Dregur saman með kynjunum
Konur eru ennþá að jafnaði með mun
lægri tekjur en karlar en munurinn
hefur þó minnkað. Að meðaltali voru
konur með 63,1% af atvinnutekjum
karla árið 2004 en voru með 61,6%
af atvinnutekjum karla árið 2003.
Meðalatvinnutekjur karla voru þann-
ig 3.299.000 kr. árið 2004 og höfðu
hækkað um 2% frá 2003. Meðalat-
vinnutekjur kvenna voru 2.082.000
og höfðu hækkað um 4,5% frá árinu
áður. ■
Grænfriðungar telja mikilvægt að gera rannsóknir á loftslagsbreytingum í kringum
ísland.
Hvalveiðar tilheyra fortíðinni
- að mati Grænfriðunga
Frode Pleym, talsmaður Grænfrið-
unga, segir að brýnna sé að veija
þeim fjármunum, sem fara í vísinda-
veiðar á hrefnum, í baráttuna gegn
loftslagsbreytingum. Hann nefndi
að í stað þess að eyða miklum fjár-
munum í vísindaveiðar mætti halda
áfram með öflugan hvalaskoðunar-
flota sem færir peninga í þjóðarbúið.
Þá sagði Frode að milli 30 og 40 tonn
af hrefnukjöti séu ónothæf þar sem
enginn vill neyta kjötsins, ómögulegt
sé að koma því í verð erlendis og að
hvalveiðar hafi slæm áhrif á ímynd
íslands á alþjóðavettvangi.
Mikill kostnaður
Frode tók saman tölur þar sem fram
kemur að vísindaveiðarnar hafa kost-
að íslenska skattborgara hátt á ann-
að hundrað milljóna í beinan kostnað
og einnig hafi þær haft af íslending-
um háar fjárhæðir sem glatast vegna
ferðamanna sem sniðganga landið
vegna andstöðu við hvalveiðar. Þá
nefndi hann að í Bandaríkjunum hafi
Grænfriðungar safnað áheitum tæp-
lega 70.000 manna og kvenna sem
sýnt hafa áhuga á því að heimsækja
ísland, láti það af hvalveiðum.
Liggur meira á loftslagsrann-
sóknum
Á blaðamannafundi um borð í vísinda-
skipi þeirra, Arctic Sunrise, lagði Fro-
de áherslu á að loftslagsbreytingar
í kringum ísland valdi hækkunum
á hitastigi á íslandi. Hann sagði að
hitastig í kringum landið hafi risið
um rúma gráðu á nokkrum árum
og sökum þess hopi jöklar landsins
hraðar en áður og nefndi í því tilviki
Gígjujökul sem hefur minnkað hratt
á síðustu árum. Frode sagðist vilja
sjá íslendinga sem jákvætt afl í því
að fylgja eftir Kyoto-bókuninni svo
Bandaríkjamenn fengjust til þess að
skrifa undir hana.
Aðspurður sagði Frode að hann
teldi ekki að vísindaveiðarnar hefðu
mikil áhrif á hrefnustofninn við ís-
land en að til langs tíma litið, og með
rétti til útflutnings,
gæti höggvið hratt
í hann og þá gæti
verið of seint að leið-
rétta mistökin.
Frode Pleym
Grænfriðungur.
Fólk alls staðar að komi og segi skoðun sína á Kirkjudögum um næstu helgi - Pétur
Björgvin Þorsteinsson kynnir dagskrána fyrir fjölmiðlum.
Stríðssiglingar
endurlifðar
Kirkjudagar:
Kirkjan opin
fyrir umræðum
Öllum almenningi gefst kostur á því
að kynna sér starf þjóðkirkjunnar
á íslandi á kirkjudögum um næstu
helgi. Þá verður einnig möguleiki fyr-
ir fólk að tjá sig um starfið og e.t.v.
koma við úrbótum og segja sitt álit
á hinum ýmsu málum á um 40 mál-
stofum sem settar verða upp á Skóla-
vörðuholtinu. Þar verður til dæmis
rætt um mál eins og samkynhneigð,
jafnréttismál, verkalýðshreyfinguna
og mannréttindamál, út frá sjónar-
hóli kirkjunnar. Karl Sigurbjöms-
son, biskup íslands, segir að frá síð-
ustu kirkjudögum hafi farið fram ein
almennasta stefnumótun sem unnin
hefur verið á stöðu kirkjunnar á ís-
landi. „Þúsund manns, hvaðanæva af
vettvangi samfélagsins, komu þar að
í að greina stöðu kirkjunnar og móta
stefnu hennar," sagði hann á fundi í
stjórnstöð Kirkjudaga 2005, í gámi
við hlið Hallgrímskirkju.
Allt starf kirkjunnar á einum
stað
Stefán Már Gunnlaugsson, verkefnis-
s tjóri Kirkj udaga, segir að með Kirkj u-
dögum sé ætlunin að gera kirkjuna
sýnilega á einum stað. „Markmiðið
er að innan þeirra rúmist öll kirkj-
an. Hér verður helgihald, brúðkaup,
umræður og fleira, svo almenningur
geti kynnst kirkjunni í litríku og fjöl-
breyttu umhverfi hennar. Sem dæmi
má nefna að á laugardaginn klukkan
13 hittast þrjú ungmenni - eitt frá
þjóðkirkjunni, annað frá kaþólsku
kirkjunni og einn trúleysingi - og
ætla þau að rökræða um trú, kirkju
og ungt fólk.
Mikil og fjölbreytt dagskrá
Um 700 manns koma að dagskrá
Kirkjudaga og stendur hún frá fóstu-
dagskvöldi til miðnættis á laugar-
dagskvöldið þegar biskup íslands
slítur hátíðinni. Dagskráin er hengd
upp á hlið gámsins á Skólavörðuholt-
inu, auk þess sem hana má finna á
www.kirkjan.is/kirkjudagar. Af nógu
er að taka og verður boðið upp á eitt-
hvað fyrir alla aldurshópa. Dagskrá-
in er ókeypis og verður heitt kaffí og
meðlæti fáanlegt gegn vægu gjaldi.
Skútan Jóhanna lauk í gærmorgun
siglingu sinni um Atlantshaf þegar
hún kom að landi í Færeyjum eftir
viðkomu á Neskaupstað og í Skot-
landi. Ferðin var farin vegna þess að
60 ár eru liðin frá lokum seinni heims-
styrjaldar en 124 færeyskir sjómenn
létust á hafi úti vegna stríðsins. Þeir
sigldu á skipum, m.a. Jóhönnu, milli
fslands og Skotlands með íslenskan
fisk sem var seldur Bretum.
Jóhanna var smíðuð í Englandi
árið 1884 og voru sumir sjómennirn-
ir í ferðinni einnig komnir á aldur,
sá elsti fæddur 1920. Það voru þvf
þrungnar stundir þegar þeir stigu
á land í Neskaupstað og endurlifðu
augnablik sín frá því í seinna stríði.
Davíð Samúelsson leiðsögumaður
var með í ferðinni og vinnur að kvik-
mynd um þetta ásamt öðrum.
SUMARIÐ ER TÍMINN
Égg ÞAKMÁLUN
S: 697 3592 / 844 1011
Davíð Samúelsson tók þessa mynd af skútunni Jóhönnu við strendur Færeyja í gær-
morgun.