blaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 10
í nútímaþjóðfélagi eru kröfurnar sí- fellt að aukast, hvort heldur sem er í lífsgæðakapphlaupinu eða á vinnu- markaðnum. Lífsgæðakapphlaupið gerir kröfur um að eiga allt og geta allt. Vinnu- markaðurinn gerir kröfur um mikla framleiðni og langan vinnu- dag. Ein af afleiðingum þessaerlengd- ur vistunar- tími barna á leikskólum. Ef tölur frá Hagstofu ís- landseruskoð- aðar má sjá að flöldi barna, sem eru í leikskóla níu kluttustundir eða lengur á dag,tvöfaldað- ist á árunum 1998-2004. Aukningin er mest hjá 0-2 ára börn- um en árið 1998 var 531 barn á leikskóla í níu klukkustundir eða lengur á dag, en árið 2004 voru þau orðin 1.463. El- ín Erna Steinarsdóttir er leikskóla- stjóri á Bakkaborg í Breiðholti og hún segir að þessi langa viðvera sé þjóðfélagslegt vandamál. „Það eru fá önnur úrræði fyrir útivinnandi foreldra þar sem lítill sveigjanleiki er á vinnumarkaðnum. Örfá fyrir- tæki eru komin með góða fjölskyldu- stefnu en því miður er það ekki nógu algengt." Kolbrún Ólöf Harðar- dóttir er leikskólastjóri Mánagarðs í Vesturbænum. Hún segir þessa þró- un geigvænlega. „Börnin eru búin á því í lok dagsins og þá á jafnvel eftir Bömin em búin á því í lok dags- ins og þá á jafnvel eftir að versla, fara í ræktina og í Kringl- una. Það er því ansi mikið á þessi kríli lagt 10 börn og uppe Jk þriðjudagur, 21. júní 2005 i blaðið að versla, fara í ræktina og í Kringl- una. Það er því ansi mikið á þessi kríli lagt.“ Þjóðfélagslegt vandamál Kolbrún talar einnig um að yfir 90% barnanna á Mánagarði séu í vistun í níu tíma eða lengur. „Það er bara þessi gríðarlega krafa í þjóðfélaginu að allir þurfa að eiga allt, gera allt og læra allt en það er ansi mikið í húfi af því við komum aldrei í stað foreldranna." Már V. Magnússon, sálfræðingur á heilsugæslunni í Grafarvogi, segir að tengslamyndun á þessum aldri sé mjög mikilvæg og því yngri sem börnin eru, því meiri ábyrgð hvíli á leikskólanum. Elín Erna segir að leikskólakenn- arar sýni börnum aldrei sömu ná- lægð og foreldrar.„Ég held að fólk átti sig ekki á hvað þessi langa viðvera er erfið fyrir börnin - það er stöðug barátta barnanna á milli, enda nálægð mikil, og svo er þessi stanslausi kliður mjög þreytandi." Kolbrún tekur undir þetta og segir að áreitið innan leikskólans sé gríð- arlega mikið. Oft mælist hávaði á leikskólum yfir hávaðamörkum og í Viðvera barna í leikskólum tvöfaldast raun þyrfti stundum að nota eyrna- hlífar. Hávaðinn fer þó mikið eftir hópastærð, en sífellt fleiri börn eru á hverri deild og núna eru allt að 30 börn á einni deild. Mikið á börnin lagt Blaðið ræddi við fleiri leikskóla- kennara og voru þeir allir sammála um að þetta væri mjög löng viðvera fyrir ung börn og þessi aukning væri því slæm þróun. Það er of mikið lagt á börnin að vera lengur á leikskóla en leikskólakennararnir sjálfir. Átta tíma viðvera er í raun eins og 100% vinna og því alveg nóg. „Við komumst í kaffitíma en samt er mað- ur búinn eftir átta tíma vinnudag." Einn leikskólakennari sagðist hafa tekið eftir því að stór hluti þessara barna með langa viðveru ættu jafn- vel heimavinnandi foreldra. Þetta virðist þó vera mismunandi eftir hverfum því annar leikskólastjóri sagði að börn með langa viðveru í sínum skóla ættu helst útivinnandi foreldra, enda ungt hverfi. Börnin fædd árið 2004, sem byrja í þeim skóla í haust, verða flest á leikskól- anum í átta til níu tíma og sagði kennarinn að það væri sífellt aukin krafa á að foreldrar eigi allt og geri allt. Hildur Skarphéðinsdóttir er skrifstofustj óri leikskólaskrifstofu Menntasviðs Reykjavíkur. Hún segir að þróunin sé í raun mjög jó- kvæð því fyrir nokkrum árum voru foreldrar með börnin sín í pössun á tveimur til þremur stöðum yfir dag- inn. „Þetta er þjóðfélagið í hnotsk- urn og mér virðist sem ungt fólk kjósi þetta. Ekki má gleyma því að einnig eru íjölmargir foreldrar sem nýta ekki allan vistunartíma barna sinna.“ ■ Rithöfundar framtíðarinnar Borgarbókasafnið hefur und- anfarin ár boðið upp á ritsmiðju fyrir böm á aldrinum 8-11 ára. Markmiðið með ritsmiðjunni er að örva böm til lestrar og al- mennt að ýta undir bókmennta- áhuga. í síðustu viku var haldið útgáfuteiti þar sem börnin og foreldrar þeirra komu saman og hlýddu á sögurnar sem bömin höfðu samið þá viku sem ritsmiðj- an stóð jdir. Þorbjörg Karlsdóttir, barnabókavörður í aðalsafni við Tryggvagötu, segir að námskeiðin hafi mælst vel fyrir. J’essi nám- skeið em fyrst og fremst hugsuð til að örva börnin og henta ekki sem daggæsla. Þau em kennd í tvo tima á dag og allt að 20 börn em í hverj- um hópi í söfnunum í Reykjavík. Bamabókahöfundar hafa umsjón með ritsmiðjunni í hverju safni og leiðbeina þeim bæði um ritsmíðar, örva ímyndunarafl þeirra og sköp- unargleðina, og fá þau til að trúa á sjálf sig og getu sína til að skrifa. Við lok námskeiðsins gefa börnin svo út sínar sögur og ljóð í einni bók.“ EmilíaSaraÓlatsdóttir Raunveruleikinn skemmtilegastur Emilía Sara Ólafsdótt- ir, 10 ára, tók þátt í rit- smiðju bókasafnsins í Kringlunni, sem var undir stjórn Iðunnar Steinsdóttur. Emilía sagðist hafa haft bæði gagn og gaman af við- veru sinni í safninu. „Mér fannst bara dá- lítið gaman að vera í ritsmiðju. Við vorum að skrifa sögur, aðal- lega þjóðsögur og æv- intýri, en mér finnst skemmtilegast að skrifa um eitthvað sem gerist í raunveruleikanum. Ég get vel hugsað mér að verða rithöf- undur þegar ég verð stór. Annars finnst mér skemmtilegra að lesa en skrifa því það kemur manni meira á óvart að lesa það sem aðrir skrifa.“ n. -r * ftr -JEv 11 wm . . i ; • }1 < Mml á < jBfet 't' rif í ( l í * ÞjVTi islÉSrlÍI Iðunn Steinsdóttir ásamt hópi nemenda. ] f>Ú SÉRÐ MUNINN STRAX! Ótrúlegt úrval af felgurr í - Nýr bæklingur / Sendum um land allt - www.hollin.is H JOLBARÐ AHOLLIN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.