blaðið - 25.07.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 25.07.2005, Blaðsíða 24
24 I MINNZNG MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaöiö Hvernig á að glata vinum og missa áhrif - Andrés Magnússon rifjar upp stutt kynni sín afEdward Heath, fyrrverandi forscetisráðherra Breta, sem lést í liðinni viku og er borinn til grafar í dag. Ég verð að játa að mér kom það í opna skjöldu að Ted Heath skyldi taka upp á því að deyja núna, 89 ára gamall. Þegar ég hitti hann fyrir 18 árum var ég 22 ára og hann 71 árs en mér fannst hann hljóta að vera um 150 ára. Þetta var ægilega fínn hátíðar- kvöldverður á einhverju hóteli í West End í Lundúnum. Hann var haldinn í ráðstefnulok hjá DEMYC, sem eru samtök ungliðahreyfinga hægriflokka í Evrópu, og voru a.m.k. þá afar höll undir Evrópusamband- ið og meira og minna rekin fyrir fjárstuðning frá því. Þetta var með- an Margaret Thatcher bar höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaleiðtoga í Evrópu en hún hafði hins vegar ýms- ar efasemdir um Evrópusamstarfið. Það var sjálfsagt af þeim sökum sem forystumenn DEMYC ákváðu að fá Edward Heath til þess að flytja há- tíðarræðu kvöldsins enda var hann annálaður Evrópusinni og einmitt sá forsætisráðherra Breta sem á sín- um tíma leiddi Bretland inn í Evr- ópusambandið. Gífurlegt sjálfstraust Við ungliðarnir vorum allir í okkar fínasta pússi, piltarnir í dökkum fötum eða smóking og stúlkurnar í síðum kjólum. Enginn var þó betur til fara en Heath sem var í óaðfinn- anlegum smókingfötum, stífaðri skyrtu og slaufu sem var svo stór að manni fannst að tvo hefði þurft til þess að hnýta hana. Það var hins veg- ar örugglega ekki þannig því Heath var alla tíð einfari, átti aldrei neinn að og virtist í raun ekki kæra sig um náin kynni. Fyrir matinn fengu menn sér 1-2 drykki og ég nýtti mér tækifæri til þess að komast i tæri við foringjann. Heath var björn af manni, svipmikill með mikið hvítt hár og rauðbirkinn á hörund, svo mjög að ég giskaði á að hann væri hjartasjúklingur. Hann reigði sig talsvert þegar hann talaði og hann talaði talsvert með djúpri röddu og gífurlegu sjálfstrausti, líka þegar hann bullaði, því hann gerði ekkert sérstakan mun á skoðunum sínum og staðreyndum. Þegar hann hlustaði stillti hann sér upp, horfði eilítið út í loftið og gapti lítið eitt þannig að maður var ekki alveg viss um að hann væri að hlusta. Thatcher á bannlista Ég var auðvitað ekki einn um að spjalla við hann og karlinn valdi sér talsvert viðmælendur. Ekki svo að skilja að hann flæmdi menn burtu, en suma virti hann varla viðlits. Ég held að hann hafi einfaldlega ekki kært sig um sum umræðuefni og hafi því látið sem hann heyrði ekki í mönnum sem brydduðu upp á óheppilegum samræðum. Thatcher var þannig á bannlista. En hann var skemmtilegur og afar fyndinn þó Heath og Thatcher. Milli þeirra rfkti gagnkvæm andúð hann væri kannski með full lúmsk- an húmor fyrir áheyrendurna sem komu hvaðanæva úr Evrópu og höfðu ekki allir nægt vald á ensku til þess að skilja hvað maðurinn var að fara. En það sagði kannski sína sögu að þrátt fyrir að þarna væri hann staddur meðal helstu vonar- peninga evrópskrar stjórnmálaæsku hafði hann engan sérstakan áhuga á að ræða stjórnmál. Hann talaði mest við pilt frá Þýskalandi eða Austur- ríki sem var með gráðu í klassískri tónlist, enda var Heath sjálfur snjall organisti og hljómsveitarstjóri, en tónlistin var hans helsta áhugamál auk siglinga. Lítill maður frá íslandi Þessar samræður fyrir matinn gengu alveg ágætlega þó karlinn hunsaði suma í hópnum. Við flesta var Heath kurteisin sjálf holdi klædd og gat jafnvel verið hlýlegur á föðurlegan hátt, þó það væri grunnt á hrokanum í flestu sem hann sagði. Ég man fæst af því sem okkur fór á milli, það hefur ekki verið mjög merkilegt. En þegar hann áttaði sig á því að ég væri frá f slandi sagði hann: ,Ég borðaði einu sinni með forsætis- ráðherranum ykkar, óttalegum leið- indapúka." Ég fullvissaði hann um það að dr. Ólafur heitinn Jóhannes- omunonHiJsiB SSSS3 6ÓBU>'W!i 1ISVÖBO'1 Tómstundahúsið Nethyl2 Sími 587 0600 www.tomstundahusid.is 99........................................... Hann reigði sig talsvert þegar hann talaði og hann talaði talsvert með djúpri röddu og gífurlegu sjálfstrausti, líka þegar hann bullaði, því hann gerði ekkert sérstakan mun á skoðunum sínum og staðreyndum. 99.................... „Ég borðaði einu sinni með forsætisráðherran- um ykkar, óttalegum leiðindapúka." son væri ekki flokksbróðir minn og hann sagði mér að matarboðið hefði verið óvenjulegt, þarna hefði verið kominn þessi litli maður frá íslandi og barið á dyrum á Downing-stræti, ekki til þess að semja, heldur til þess að setja Bretum afarkosti. Matar- boðið hafi verið frekar illa lukkað og hafi endað með því að hann hafi sent flotann á íslandsmið, sem mér heyrðist hann vera ánægðari með en samningana, sem loks náðust. En þrátt fyrir þetta voru samræð- ur okkar ungu mannanna við öld- unginn ágætar. Hið sama var ekki hægt að segja um háttíðarræðu He- ath. Dvergar með mikilmennskubrjálæði Þegar nokkuð var liðið á máltíðina stóð Heath á fætur og hélt blaðalausa ræðu sem manni heyrðist að ætti að vera um Evrópuhugsjónina og mik- ilvægi Evrópusamstarfsins fyrir álf- una og heiminn allan. Vandinn var sá að Heath hafði uppi afar óvenju- lega aðferð til þess að koma þessu á framfæri. Hann leit yfir hópinn og hóf palladóma um hinar aðskilj- anlegu þjóðir álfunnar. Frakkarnir voru vitaskuld vonlaus menningar- þjóð á villigötum, baðaðir fornum frægðarljóma sem allur var á mis- skilningi byggður og svo framvegis. Þjóðverjarnir voru andlausir leppar Bandaríkjanna, hernaðaræfingar Dana byggðust á að rétta upp hendur, Islendingar voru dvergar með mikil- mennskubrjálæði, Norðmennirnir leiðinlegir og fégráðugir, Spánverj- arnir hégómlegir, Grikkirnir latir, ítalir allir á mörkum hins löglega og þar fram eftir götum. Þannig sallaði maðurinn veislusalinn niður, borð fyrir borð og ég hef aldrei - fyrr eða síðar - séð neinn ræðumann fara jafnskipulega í það að gera áheyr- endur að óvinum sínum. Síðan rétt í lokin ræddi hann um það að þjóðir Evrópu hefðu horn i síðu hver ann- arar og því væri Evrópusambandið nauðsynlegt til þess að þjappa þeim saman svo friður héldist í álfunni! Lengsta fýla í heimi Til allrar hamingju voru áheyrendur komnir nógu djúpt í glas til þess að taka þetta ekki of alvarlega en um leið ekki nógu djúpt sokknir til þess að henda karlinum út. En ég man það síðar um kvöldið, þar sem ég var í leiguþíl með Neale nokkrum Ste- venson, breskum formanni DEMYC, að hann fól andlitið í greipum sér og taldi sig hafa gert út um frekari pól- itískan frama sinn með ræðumanns- valinu og að hann teldi sig sleppa vel ef Bretar fengju að hanga inni í samtökunum. Ég efast um að það hafi verið hárrétt mat hjá honum en hann hefur ekki átt frekari pólitísk- an frama. Eftir þetta kvöld skildi ég betur hvers vegna Heath var jafnvinalaus og raun bar vitni. Hann hafði hafist upp af sjálfum sér og mjög farið eig- in leiðir. En það þýddi líka það að þeg- ar illa gekk hafði hann ekkert skjól af öðrum. Lundarfarið lék hann líka grátt því þegar Ihaldsflokkurinn ákvað eftir ósigur í kosningunum 1974 að nær væri að Margaret Thatc- her leiddi flokkinn, fór Heath í leng- stu fýlu í heimi. Hann hataðist á við Thatcher, svo mikið að hann sveigð- ist til vinstri innan Ihaldsflokksins, aðeins til þess að vera á öndverðum meiði við hana. Áður hafði hann haft afar svipaða hugmyndafræði og hún. Þessi fýla stóð í meira en ald- arfjórðung því hann hætti ekki í pól- itík þó hann væri kominn út í kuld- ann. En fýlan dæmdi hann til enn frekara áhrifaleysis en ella og það gerði hann vafalaust enn bitrari. Andrés Magnússon. Edward Heath, forsætisráðherra Breta, frá 1970-74.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.