blaðið - 25.07.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 25.07.2005, Blaðsíða 26
26 I KVIKMYNDIR MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaöi6 Sýndkl. 5.30,8 og 10.30 • Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 8 Sýndkl. 3.30 og 5.45 Sýndkl. 5.20,8 og 10.40 Sýndf lúxus kl. 10.40 Bj. 16 ára rD ^Mr^Mrs. Sýndkl.8 B.l.14ára Þorir þú í bió? Sýndkl. 4 Tf/boð' kr.Á Sýnd kl. 6,8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 10.20 B.i. 10 ára - Síöustu sýningar □CJ Dolby /DD/ Thx ' BIO.IS www.laugarasbio.is Melódískir rokkarar Hljómsveitin Lights on the highway er skipuð þeim Kristó (söngur) Agga (gítar og söngur), Halla (trommur), Kalla (bassi) og Gulla (gítar). Hljómsveitin Lights on the highway sendi frá sér sjálftitlaða frumraun sina í síðustu viku og hélt af því til- efni frábæra útgáfutónleika fyrir troðfullu húsi á Gauknum síðastlið- inn fimmtudag. Hljómsveitin hefur stækkað ört síðan hún var stofnuð og hefur spilað á allt frá litlum pöb- bum í Reykjavík til hins virta tónlei- kastaðar Astoria í London. Hvar sem þeir koma fram er vel tekið í melód- ískt rokkið sem þeir spila. Kraftur- inn sem er í hljómsveitinni á tónleik- um skilaði sér vel inn á nýútkomnu plötuna og féll hún vel i kramið hjá mönnum í hlustunarpartýinu sem hljómsveitin hélt á Dillon á dögun- um. Þrátt fyrir að þeir höfðu varla við að taka við lofum frá viðstödd- um gáfu þeir sér þó tíma til að fræða mig örlítið um hljómsveitina. Með plötuna á fóninum ræddum við upp- haf sveitarinnar, framtíðina og nýút- komna breiðskífuna. „Platan var tilbúin í byrjun mars“, segir Aggi. „Síðan þá höfum við ver- ið að reyna að fá hana gefna út rétt, vel og almennilega. Eiríkur Rósberg Eiríksson kom með pening til okk- ar og borgaði hljóðverskostnaðinn. Sena tók síðan plötuna þegar hún var tilbúin og gaf hana út.“ Það hlýtur að vera mikill léttir að vera búnir að koma plötunni frá sérþar sem hún var tilbúinfyr- ir svo löngu síðan. „Þú getur rétt ímyndað þér, ég meina, sjáðu okkur bara. Við erum eins og pokar af spennufalli. Þetta er það næsta sem við komumst því að vita hvernig fæðing, andlega, er fyr- ir kvenmann“, segir Kristó og Aggi tekur undir það: „Ég held að ég hafi í raun aldrei skilið hvað spennufall er fyrr en nú.“ öll platan var tekin upp á einungis níu dögum og því var mikil keyrsla. Ekki gekk þó allt áfallalaust fyrir sig. Ekki nóg með að prógrammið væri stíft heldur gaf röddin á Kristó sig og hann þurfti að fá læknisaðstoð til þess að ná henni til baka. „Ég veit hreinlega ekki hvernig við fór- um að þessu, en þetta náðist“, segir Kristó. Axel „Flex“ Árnason tók upp plötuna í stúdíó Sýrland og á meðan á hljóðblöndun stóð voru meira að segja tekin upp tvö ný lög sem end- uðu á plötunni. „ Axel small bara inn í þegar við vorum í stúdíóinu og varð í raun einn af bandinu", segir Aggi. „Hann gerði nákvæmlega það sem við vildum og kom með hugmyndir sem hann vissi að við vildum en við vissum kannski ekki af þeim sjálfir. Hann algjörlega fullkomnaði hljóð- ið á plötunni", bætir Kristó við. Dúett gamalla kunningja verður að fimm manna hljómsveit Hljómsveitin á sér ekki langa sögu en hefur þó gengið í gegnum miklar breytingar frá því að hún var stofn- uð fyrir tæpum tveimur árum síðan. „Ég og Kristó erum aldagamlir kunn- ingjar og við hittumst beint fyrir ut- an Prikið á Menningarnótt árið 2003. Ástæðan fyrir því að hann talaði við mig var að ég var með Nirvana plötu frá honum sem ég var eiginlega al- veg búinn að eigna mér. Hann bað mig að kíkja upp í stúdíó til sín sem hann var með í láni í nokkra daga hjá strákunum í Solid IV og þar sett- umst við niður og spiluðum saman. Þar varð eitthvað til innra með okk- ur sem var ekkert hægt að stoppa og við tókum upp fjögur lög“, segir Aggi- „Kalli, (Dirty Mood Booster), bætt- ist síðar í dúettinn okkar og setti bassalínur undir lögin sem við vor- um búnir að gera. Hann var einmitt það sem okkur vantaði og þá varð hljómsveitin eiginlega til“, segir Kristó. Þremenningarnir spiluðu á ýmsum pöbbum í nokkurn tíma en leituðu sér um leið að trommara og öðrum gítarleikara. „Ég hitti Halla á Hróarskeldu og hann sagðist vera trommuleikari. Það lá bara beint við að hann gengi til liðs við okkur og við héldum fyrstu tónleikana saman á Dillon, þremur vikum síðar", segir Kristó. Bandið var þó ekki orðið full- komið og enn átti eftir að bætast við. Fimmti meðlimurinn, Gulli, fyrrum gitarleikari hljómsveitarinnar Brain Police, gekk í hópinn og var hljóm- sveitin þá orðin fullmótuð. Hvernigkom það til að Gullifór að spila með ykkur? „Gulli er búinn að vera vinur okkar í mörg ár og við fengum hann til þess að spila með okkur á plötunni“, seg- ir Kristó og heldur áfram: „Á sama

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.