blaðið - 25.07.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaAÍÖ
Við sendum um land allt
Trampolínsalan
S: 565-0313 eða 848-7632
Veðurfar:
Þokunni
ætti að létta
á þriðjudag
Að sögn veðurfræðinga á
Veðurstofu íslands er von til
þess að þokunni yfir suðvest-
urhorninu létti á þriðjudag,
þvi þá mun bæta eilítið í vind
með norðaustlægri átt. Vonir
standa þó til þess að henni
geti létt á höfuðborgarsvæð-
inu síðdegis í dag. Þokan er
ekki ýkja þétt eða víðfeðm og
hefur sést til sólar á Akranesi
og viðar umhverfis borgina.
Vangaveltur hafa verið uppi
um það meðal leikmanna að
veðurfar sé að hlýna hér á landi
og kunni að líkjast því meira
sem gerist á suðlægari slóðum.
Hafa sumir jafnvel óttast að
þoka kunni að verða algeng
hér að sumarlagi líkt og gerist
í Færeyjum en þar getur þokan
legið yfir svo vikum skiptir.
Veðurfræðingar telja full-
snemmt að segja til um hvort
hér ræði um breytt veðurfar,
menn ræði yfirleitt um áratuga-
langa þróun í því samhengi
fremur en breytingu ár frá ári.
Meðalhiti i mánuði hefur
farið hækkandi síðustu 10-15
árin og það kann að gefa vís-
bendingar um breytt veðurfar.
Þá kann fleira að koma til,
meiri gróður og hærri tré lægja
vind víða í höfuðborginni og
annars staðar þar sem skóg-
rækt hefiir verið stunduð, en
fyrir vikið kann fólki að finnast
veðrið þolanlegra þó það hafi
að öðru leyti ekki breyst.
Millilandaflug:
Þoka setur
strik í
reikninginn
Þokan sem verið hefur yfir
suðvesturhorni landsins hefur
valdið sáralitlum vandræð-
um í flugi en um helgina
þurfti þó að beina tveimur
flugvélum frá Keflavíkurflug-
velli til Reykjavíkur, en þar
var þokan þá ögn léttari.
Á laugardagskvöld var
tveimur Boeing 757 vélum
lent á Reykjavflcurflugvelli
með skömmu millibili en
ekki þótti óhætt að lenda á
Keflavíkurflugvelli vegna
þoku. Reykjavíkurflug-
völlur er varaflugvöllur
við alþjóðaflugvölhnn
á Miðnesheiði.
Farþegar Icelanda-
ir, sem komu með
vél frá Barcelona,
og farþegar Iceland
Express frá Kaupmanna-
höfn lentu því í Reykjavík. Að
sögn þótti fæstum farþegum
það verra, en fríhöfnin á
Reykjavíkurflugvelli var opnuð
svo menn gætu notið sömu
hlunninda og suður á velli.
Nýja Strcetókerfið
Borðinn klipptur fyrir fyrstu ferð Strætó samkvæmt nýju leiðarkerfi
Mætir harðri gagnrýni
Hið nýja leiðarkerfi Strætó, sem var
tekið i gagnið á laugardaginn, hefur
verið gagnrýnt verulega. Helst hefur
fólk kvartað yfir þvf að biðstöðvum
fækki og að nýja kerfið sé flókið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík sendu frá sér tilkynningu
þar sem þeir meðal annars setja út
á það að nýja kerfið sé gisnara en
það gamla og ekki í samræmi við
byggðaþróun. Þá gagnrýna þeir
að kerfinu hafi verið breytt með
byltingu í stað umbóta. Vfðast
hvar erlendis hafi menn lært að
betra sé að vinna að umbótum
á almenningssamgöngum með
hægum en stöðugum breytingum í
stað byltingar.
Misskilningur algengur
Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri
Strætó bs„ segir gagnrýnisraddir
hafa verið áberandi og kannaðist
við það sem gagnrýnt er. Hann
segir þó að í níu af hverjum tíu
tilfellum sé umkvörtunarefnið
á misskilningi byggt. Gagnrýni
Sjálfstæðismanna kannast Ásgeir
vel við. „Við byrjuðum t.d. á því
að skoða möguleika á því að hafa
skiptistöð við Kringluna þar sem
þar hafa sérfræðingar reiknað að
þungamiðja höfuðborgarsvæðisins
sé. Þær hugmyndir voru hins vegar
það fýrsta sem okkar ráðgjafar settu
út á þar sem þaðan er yfirleitt svo
stutt eftir af ferðalagi fólks miðað
við kannanir sem gerðar voru.“
Bylting eina lausnin
Þá tók Ásgeir undir það að hægfara
breytingar hefðu verið ákjósanlegri
en bylting. „Þegar okkar ráðgjafar
sáu hvernig gamla kerfið var og
hversu miklar breytingar voru
fyrirliggjandi sögðu þeir einfaldlega
að ekki væri hægt annað en að gera
eina stóra breytingu eins og raunin
varð.“
Ásgeir segir að vissulega hafi
biðstöðvum verið fækkað en að
samt sem áður verði biðstöðvar við
þær götur sem strætó ekur áfram.
„Hins vegar hættum við að keyra
sumar götur en á móti kemur að við
byrjum að aka aðrar götur. Þegar í
upphafi voru ákveðin viðmið um
hámarksgöngufjarlægð samþykkt
og þeim fórum við eftir í öllum
tilfellum.“
TRAMPOLINSALAIM
Trampolínin okkar eru með breiðum og þykkum
kanti svo þú ert öruggari
Þú finnur ekki skemmtilegri leið til
að koma þér í form—já,eða skemmta
þér með fjölskyldunni
Skemmtilegt fyrir alla fjölskyldunna
•15 feta trampolín f4,57m]
•16 feta trampolín [4,88mj
• Stigi fylgir með
• Veídu gæóin öryggisins vegna
• Eigum einnig öryggisnet
á allar stærðir
komdu og prófaðu
Bankarnir gerast sióapostular
Það hefur vakið athygli fólks að
viðskiptavinir Landsbanka og Is-
landsbanka geta nú ráðið útlitinu
á greiðslukortum sínum. Hugsuðu
sér margir gott til glóðarinnar þeg-
ar fréttir af þessu bárust en urðu
fyrir vonbrigðum þegar skilmálar
voru skoðaðir nánar. Þó virðist ekki
alveg ljóst hvað leyfist og hvað ekki
í þessum málum. Til dæmis vilja
bankarnir ekki gefa út kort þar sem
myndin er af „þjóðþekktum persón-
um“ en þrátt fyrir það er boðið upp
á mynd af Birgittu Haukdal hjá ís-
landsbanka og verður hún seint
sögð óþekkt á íslandi. Þá opn-
ar þetta möguleika fyrir alla
tólf ára unglinga á því að
eiga gullkort — að því
er virðist — í vasanum
sem áður var bara
á færi efnameiri
manna og kvenna
landsins.
Bankarnir áskilja
sér rétt til þess að hafna
hverri þeirri mynd sem að
þeirra mati er ekki nothæf sem
mynd á greiðslukorti. Sem dæmi
nefna þá banna þeir að notaðar séu
myndir sem túlka sjónarmið andfé-
lagslegra afla, stjórnmálahreyfinga
eða trúarhópa. Líklegast útilokar
þetta Hitler og Karl Marx, sennilega
Bush og Blair og að öllum líkindum
möguleika Halldórs Ásgrímssonar
og Davíðs Oddssonar á að hafa eigin
myndir á sinum kortum.
Að sama skapi er ekki leyft að hafa
vörumerki eða áróður á kortunum
en samt sem áður býður Lands-
bankinn upp á táknmyndir
íþróttafélaga á kortunum.
Þá er ákveðin klausa í
samningi um að r
ir af nöktu eða r
nöktu fólki séu
bannaðar en
ekkert útlistað
hversu mikið
klætt það þarf
að vera.
Pétur Blöndal,
forstöðumaður
kynningarmála
hjá Islands-
banka, segir að hvert kort verði
skoðað áður en það verður sent frá
bankanum. „Reglurnar eru settar
til þess að velsæmis sé gætt og heil-
brigð skynsemi verður að segja hverj-
um og einum hvað á heima á svona
korti"
Má Geir„lceblue" Ólafsson
hafa mynd af sjálfum sér á
greiðslukorti, eða er hann of
frægur? Hvað með Bubba?