blaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 blaðiö Lögregla stóð ólöglega að fíkniefnaleit Segir yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúka Lögregla, ásamt öryggisfulltrúa og yfirmanni Impregilo, leituðu í gærmorgun að eiturlyfjum í her- bergi eins starfsmanna fyrirtæks- ins. Að sögn Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á svæðinu, var ólöglega að leitinni staðið þar sem lögregla fór inn í herbergið án leit- arheimildar meðan maðurinn var við vinnu slna á framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar. „Með þessu eru þeir að brjóta all- ar vinnureglur sem settar eru“, seg- ir Oddur. Hann segir að herbergi starfsmanna séu heimili þeirra meðan þeir dvelji á virkjunarsvæð- inu og því gildi reglur um friðhelgi einkalífsins um þessar vistarverur. Hann segist ekki leggjast gegn því að leitað sé að fíkniefnum á virkjun- arsvæðinu en gerir þær kröfur að farið sé að leikreglum. „Þarna var farið inn I svefnskála í leyfisleysi í fylgd öryggisvarðar og yfirmanns. Slíkt er hreinlega ekki heimilt”, segir Oddur. Maðurinn þurfti læknishjálp Hann segir að starfsmanninum, sem er af erlendu bergi brotinn, hafi verið mjög brugðið eftir leitina. „Maðurinn skalf eins og hrísla á eftir, og þurfti í framhaldi að leita til læknis vegna geðshræringar.” Helgi Jensson, fulltrúi sýslu- mannsins á Seyðisfirði, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Blaðið í gær. Hann fullyrðir þó að hugsan- lega hafi verið farið inn í herbergi með leyfi íbúa en vísar á bug fullyrð- ingum Odds um að reglur hafi verið brotnar. „Við förum aldrei inn í vistarverur fólks nema með leyfi. Þetta þekkja allir lögreglumenn", segir Helgi. Engin fíkniefni fundust við leit lögreglunnar í vistarverum manns- ins. Burt með slysin Lögreglan beinir því til ökumanna að þeir hagi akstri sínum í sam- ræmi við aðstæður á hverjum stað. Þá minnir hún á að uppgefinn há- markshraði miðist við bestu mögu- legu aðstæður og því getur verið til- efni til að aka hægar á einhverjum hluta veganna. Fólk er minnt á að sýna sérstaka aðgát við akstur um vöð á ám og lækjum. Þá er ítrekuð nauðsyn þess að allur búnaður bif- reiða sé í lagi og í samræmi við það hvort, og hvers konar, vagnar eru dregnir á eftir bílunum. „Undanfarnar helgar hafa fjöl- margir Ient í höndum lögreglu eftir að hafa neytt áfengis áður en þeir settust undir stýri. Þetta á líka við um þá sem fara af stað of snemma morguns, eftir stuttan svefn og áð- ur en líkaminn hefur fengið tíma til að vinna úr því áfengismagni sem skemmtanir kvöldsins hafa kall- að eftir. Af þessu tilefni er rétt að benda á að mjög öflugt eftirlit verð- ur með umferð á vegum landsins og lögð á það sérstök áhersla að koma I veg fyrir hrað- og ölvunarakstur“, segir í tilkynningu lögreglunnar. <£> i $ z $ í Tölvunám í viðurkenndum skóla Stafrænliósmyndun fyrirDömogungJinga Ómissandi námskeið þar sem krakkarnir læra á stafræna Ijósmyndavél og Ijósmyndavinnslu með PhotoShop. Vikunámskeið á morgnana eða eftir hádegi I ágúst. VerS 11.900. töLVU- OG verkfræðimónustan Tölvusumarskólinn Sími 520 9000 ■ www.tv.is Vegaframkvæmdir milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar hafa valdið vegfarendum vandræðum að undanförnu. Vegaframkvœmdir milli Reykjavíkur og Mosfellsbœjar Búist við miklum umferðartöfum um helgina Ökumenn hafa margir orðið óþægi- lega varir við vegaframkvæmdirnar á Vesturlandsvegi milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar að undanförnu. Vegna breytinga á veginum og upp- setningu á tveimur nýjum brúm hef- ur verktakinn, sem vinnur við vega- gerðina, neyðst til að þrengja veginn á löngum köflum þannig að aðeins er hægt að aka á einni akrein í hvora átt fyrir sig í stað tveggja venjulega. Vegna þessa hafa orðið verulegar um- ferðartafir á svæðinu, sérstaklega þegar íbúar höfuðborgarinnar flykkjast hundruðum saman út úr borginni um helgar, eins og verið hefur að undanförnu, en óvenjumargir hafa verið á faraldsfæti upp á síðkastið í hinu milda veðri, sem leikið hefur við landsmenn. Enginn viðbúnaður vegna verslunarmannahelgar Nú þegar stærsta ferðamanna- helgi sumarsins er framundan má gera ráð fyrir að á umræddum vegakafla myndist talsverð umferð- arteppa, bæði í upphafi helgar þeg- ar fólk er á leið úr bænum, sem og þegar komið er á ný á leið til borg- arinnar eftir verslunarmannahelgi. Að sögn Jóhanns Bergmann, deild- arstjóra nýframkvæmda á Suðvest- ursvæði, munu framkvæmdir við veginn standa til 15. október næst- komandi og þvi útséð um að verkið klárist ekki fyrir verslunarmanna- helgi. Hann segir að tafir verði á um- ferð á þessum kafla á háannatíma á hefðbundnum dögum þannig að bú- ast megi við þvl að umferðin gangi mjög hægt um háannatíma verslun- armannahelgarinnar. Óhjákvæmilegt Jóhann segir að ógjörningur hafi ver- ið að fara í þessa framkvæmd á ann- an hátt en gert var. 1 fyrsta lagi taki framkvæmdin hálft annað ár þann- ig að óhjákvæmilegt hefði verið að hluti hennar stæði yfir á mesta um- ferðartlma ársins. Ennfremur segir hann að til að halda tveimur akrein- um opnum í báðar áttir meðan á framkvæmdum stæði hefði þurft að kosta til nýju brúarkerfi yfir tvær ár á svæðinu og slíkt hefði augljóslega ekki verið í boði. „Menn verða einfaldlega að sýna biðlund þegar keyrt er um þetta svæði“, sagði Jóhann að lokum. Vinnuskóla'dólarinn 2005 Úrslitakeppni í Vetrargarðinum ígcer Matthías Ingiberg Sigurðsson úr Mosfellsbæ varð í gær Vinnuskóla’- dólarinn 2005 og vann 100 þúsund krónur og árskort I bíó. Viktor Sigur- jónsson var hins vegar sigurvegari í net-kosningu og fékk að launum árskort í bíó og stafræna myndavél. Lokakeppni Vinnuskóla’dóls Lands- bankans var haldin í Vetrargarði Smáralindar og tóku þar þátt sigur- vegarar í forkeppnum sem haldnar hafa verið í sumar. Þetta var ann- að árið í röð sem söngkeppni sem þessi er haldin en forkeppnir voru á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi. Þeir sem tóku þátt gerðu það fyrir hönd síns vinnuhóps og unnu til verðlauna fyrir hópinn. Því var um hópefli að ræða en þrátt fyrir það unnu söngvararnir einnig verðlaun sem þeir fengu sjálfir að eiga. Fólk breyti hugsunarhætti sínum Samtök V-dagsins skera upp herör gegn nauðgurum í nýjustu herferð sinni. „I okkar herferðum höfum við beint athyglinni að gerendum, sem eru í flestum tilvikum karlmenn, og viljum vekja fólk til umhugsunar. Það er alltaf verið að tala við stelp- urnar um að passa sig, ekki drekka of mikið, passa í hverju þær eru og svo framvegis en við erum að reyna að breyta þessum hugsunarhætti", segir Ingibjörg Stefánsdóttir, einn talsmanna samtakanna. Herferðirn- ar eru hugsaðar til þess að gerendur geri sér grein fyrir því hver verknað- urinn er. Tímasetningin miðast við verslunarmannahelgina en nauðg- anir hafa oft fylgt skemmtanahaldi helgarinnar. „Vonandi endar þetta einhvern tímann en núna erum við — íWSfeií;;r- , ■■,*. að tala til unga fólksins. Við - og sennilega allir - vonum að það verði engar nauðganir um helgina“, segir Ingibjörg. Kortanotkun eykst I júnímánuði nam velta debet- og kreditkortaviðskipta rúmum 50 milljörðum króna hérlendis og jókst þar með um tæp átta prósent milli ára. Aukning í kreditkortaveltu átti þar stóran þátt en hún jókst um 16% á tímabilinu. Er sagt að aukin kortavelta sé til marks um aukin umsvif í hagkerfinu og mikla einkaneyslu. Ef einungis er litið á debetkortaveltu í inn- lendri verslun má sjá mikinn vöxt að undanförnu en veltan nam 16,7 milljörðum króna í júní og jókst að raunvirði um 16,5% frá júní I fyrra. Velta I inn- lendri verslun hefúr á þennan mælikvarða aukist samfleytt að raunvirði frá maí 2004. Segir í morgunkorni Islandsbanka að þessar tölur séu í góðu sam- ræmi við aðra nýlega hagvfsa sem bent hafa til aukinnar einkaneyslu. ■ Ekkert er hægt að segja til um hvort breytingar á yfirstjórn hafi áhrif á fjölda her- og starfsmanna. Varnarliðið t Keflavík Skoðað hvort flugher taki við yfirstjórn Viðræður um að flugher Banda- ríkjanna taki við yfirstjórn herstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli af flotanum standa nú yfir. Von er á starfshópi til Keflavíkur á næstu dögum til að ræða málið. Að sögn Chris Usselman, yfirmanni upplýs- ingamála hjá varnarliðinu, hafa engar ákvarðanir verið teknar um málið. I yfirlýsingu sem varnarliðið sendi frá sér í gær segir að verið sé að skoða málið og að niður- stöðu í því sé að vænta innan tveggja ára. Chris segir að á þessu stigi sé Iítið hægt að segja til um málið og að slíkt verði ekki hægt fyrr en ákvörðun liggi fyrir. Þannig sé erfitt að meta hvort þetta þýði einhverj- ar breytingar á mannahaldi hjá varnarliðinu, hvort sem um sé að ræða hermenn eða óbreytta starfsmenn. Ef af yrði myndi sjóherinn algerlega hætta að hafa afskipti af stöðinni og flug- herinn myndi því einn stjórna henni og standa straum af kostnaði við hana.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.