blaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÖTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 blaðið Glæsileg aðstaða risin í Vík í Mýrdal ^ l'Tti P nm ®i ■H --• E ^V*»IBÍS«8Si(íl , HMísundhJakob Jóhann í 33. sæti Sundkappinn Jakob Jóhann Sveins- son varð í áttunda og síðasta sæti í sínum riðli í 50 metra bringu- sundi á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada. Jakob var mjög nálægt sínum besta árangri en það dugði honum skammt því hann varð í 33. sæti af 38 kep- Íiendum. Jakob Jóhann var eini slendingurinn sem keppti í gær. Örn Arnarson synti í fyrradag í 100 metra baksundi á tímanum 57.43 sekúndum og var langt frá sínu besta. Hann hafnaði í 33. sæti af 75 keppendum. Annars hefur íslenska sund- fólkið verið að gera ágæta hluti á mótinu og nægir í því sambandi að nefna tvö ný íslandsmet. Örn Arnarson bætti íslandsmetið í 50 metra flugsundi þegar hann kom í mark á tímanum 24.56 sekúndum og bætti gamla metið sem Hjörtur Már Reynisson átti um 45/100 úr sekúndu. Örn lauk keppni í 25. sæti af 104 keppendum. Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið Islandsmet í 100 metra bringusundi um 51/100 úr sekúndu þegar hann synti á tímanum 1:02,32 mínútum. Hann endaði í 15. sæti af 88 keppendum. ■ Unglingalandsmótið, það áttunda í röðinni, verður haldið í Vík í Mýr- dal um verslunarmannahelgina. Mikill og vel skipulagður undirbún- ingur framkvæmdaaðila í Vík hefur staðið yfir í nokkra mánuði og nú er risin í þessu 300 manna samfélagi stórglæsileg íþróttaaðstaða sem nýt- ast mun um ókomin ár. Það hefur vakið verðskuldaða athygli hvað samheldni ibúa hefur verið einstök. Allir sem vettlingi geta valdið hafa unnið ómetanlegt sjálfboðaliða- starf og létt mikið undir með fram- kvæmdaaðilum. I Vík hefur verið reist stærsta tjald landsins en það er um 1300 fermetrar að stærð og hýsir það nokkrar uppákomur mótsins. Unglingalandsmótin eru fjöl- skylduhátíð þar sem íþróttir og unglingar eru í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á að öll fjölskyldan komi saman og eigi góðar minningar frá dvölinni í Vík. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrir- myndar með framkomu hvort sem er í leik eða keppni. Björn Bjarndal Jónsson, formað- ur Ungmennafélags Islands, sagði í samtali við Blaðið að sér lítist mjög vel á allar aðstæður í Vík og raunar væri framkvæmdin og umgjörðin öll komin fram úr hans björtustu vonum. 8-10 þúsund manns á Ung- lingalandsmótinu íVík „Það er stórkostlegt að hafa fylgst með þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Vík. Máttur fólksins í ekki stærra bæjarfélagi er alveg ótrúlegur og hann á örugglega eftir að skila sér alla leið. Undirbúningur og allur aðdragandi fyrir þetta mót í Vík hefur verið sérlega skemmtileg- ur. í Vík hefur verið byggð upp frá- bær íþróttaaðstaða sem nýtast mun fólkinu í sýslunni sem og annars staðar frá í nánustu framtíð. Ég er mjög bjartsýnn á gott og vel haldið mót og er sjálfur farinn að hlakka mikið til“, sagði Björn Bjarndal for- maður UMFÍ. Aðspurður hvað hann byggist við mörgum gestum á unglingalands- mótið sagði hann erfitt að spá fyrir um slíkt en það færi að sjálfsögðu eftir veðrinu. „Ég myndi telja raunhæft að tala um 8-10 þúsund gesti en það er sú stærð sem við ráðum vel við. Það er allt að verða klárt í Vík og fram- kvæmdir eru á lokastigi. Ég er viss um að fjölskyldan getur átt frábærar samverustundir á Unglinglandsmót- inu í Vík”, sagði Björn Bjarndal. Fyrir utan keppnina sjálfa stendur fólki heilmargt til boða og má í því sambandi nefna göngukeppni fjöl- skyldunnar, gönguferðir með leið- sögn og ekki síst jaðargreinar sem krakkarnir geta spreytt sig á. Þá verður settur upp leiktækjagarður og ýmsir leikir verða að auki í gangi. Skráning keppenda er í fullum gangi en hægt er skrá sig í gegnum heimasíðu mótsins sem er www. ulm.is. Hildur Vala, Idolstjarna Islands, syngur við setningarathöfn Ung- lingalandsmótsins á föstududags- kvöldinu 29. júlí. Aðrar hljómsveitir sem koma fram á mótinu eru Á móti sól, ísafold og Svitabandið. ■ Sexvoruteknir ílyfjapróf Effir leik KR og Vals í VISA-bi- karkeppni karla í síðustu viku voru sex leikmenn teknir í lyfjapróf, þrír úr hvoru hði. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSl fylgdist með leiknum og frá KR voru Tryggvi Sveinn Bjarnason, Ágúst Þór Gylfason og Grétar Ólafur Hjartarson teknir í próf að leik lok- num og hjá Val voru þeir Steinþór Gíslason, Sigurbjörn Hreiðarsson og Matthías Guðmundsson teknir í próf. Niðurstöðu er að vænta frá lyfjaeftirlitsnefndinni eftir 2-3 vikur. Nistelrooy í ryskingum í Kína Hollendingurinn Ruud van Ni- stelrooy sem leikur með enska úr- valsdeildarliðinu Manchester Un- ited lenti í smá ryskingum þegar United var að leika gegn Guoan í Peking f Kína. Nistelrooy var tæklað- ur mjög illa í þessum æfingaleik af Zhang Shuai (til hægri á myndinni). Nistlerooy brást eðlilega ilía við en þó missti hann sig helst til um of og upphófust miklar ryskingar. Allt fór þó vel að lokum og Manchester United sem er á keppnisferðalagi í Kína vann Guoan 3-0. Liðið á eftir að leika tvo leiki í Asíuför sinni áður en haldið verður á ný til Englands og það er gegn japönsku liðunum Kashima Antlers og Urawa Red Di- amonds.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.