blaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 blaöiö Hádegistónleikar í sumartónleikaröð Hallgrímskirkju: íslensk ættjarðarlög í nýju ljósi Sigurður Flosason og Gunnar Gunn- arsson leika á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju nk. fimmtudag, 28. júlí, og flytja íslensk ættjarðarlög í eigin útsetningum þar sem spun- inn gegnir stóru hlutverki. Tónleik- arnir hefjast kl. 12 og standa í um hálfa klukkustund. Á efnisskránni eru hefðbundin ættjarðarlög, Land míns /öðwreftir Þórarin Guðmunds- son, Hver á sér fegra föðurland eft- ir Emil Thoroddsen og Lofsöngur Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Einn- ig leika þeir íslensk einsöngslög, Draumalandið eftir Sigfús Einars- son og Nótt eftir Árna Thorsteins- son. Þá eru flutt dægurlög sem á síðari árum hafa fest sig í sessi sem ættjarðarlög, ísland er land þitt eftir Magnús Þór Sigmundsson og Fylgd eftir Sigurð Rúnar Jónsson. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnars- son. Leika á hádegistónleikum í Hallgríms- kirkju næstkomandi fimmtudag 99.................. Öllþessi lög erað finna á hljómdiski sem kom út í fyrra með leik Sigurðar og Gunnars og nefnist Draumalandið. Öll þessi lög er að finna á hljómdiski sem kom út í fyrra með leik Sigurðar og Gunnars og nefnist Draumaland- ið. Hann var hljóðritaður í Laugar- neskirkju og tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson hafa áður vakið athygli fyrir diska sína, „Sálma lífsins“ og „Sálma jólanná', en báðir nutu mik- illa vinsælda og hlutu jákvæða dóma. Gunnar og Sigurður hafa auk þess báðir gefið út diska í eigin nafni og leikið inn á fjölda diska með öðrum. Fjölhæfur tónlistarmaður Sigurður Flosason lauk einleikara- prófi á saxófón frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1983. Hann stundaði framhaldsnám í klassískum sax- ófónleik og jazzfræðum við Indiana University i Bandaríkjunum og lauk þaðan bachelorsprófi 1986 og mast- ersprófi 1988. Sigurður stundaði einkanám hjá George Coleman í NewYorkveturinn 1988-1989. Hann var ráðinn aðstoðarskólastjóri og yf- irmaður jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH 1989 og hefur gegnt því starfi síðan. Sigurður er meðal þekktustu og fjölhæfustu jazztónlistarmönnum íslands. Hann hefur leikið inn á fjölda geisladiska, tvisvar hefur hann verið kjörinn jazzleikari árs- ins á íslensku tónlistarverðlaunun- um og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs. Samstarf þeirra Gunnars hófst árið 1999 og hafa þeir gefið út tvo geisladiska. Vínartónleikar í Klink og Bank Fimmtudaginn 28.júlí verður raftón- listarveisla í Klink og Bank, Brautar- holti. Veislugestir eru: hinn þýski Binaer, Austurríkismaðurinn Franz Pomassl, Product 8, Auxpan og hin- ir landsþekktu Reptilicus. Binaer er heitasti og eftirsóttasti DJ Vínar- borgar um þessar mundir og Franz Pomassl hefur vakið mikla athygli með kraftmiklum framkomum og er eitt stærsta nafn í raftónlistargeir- anum um þessar mundir. Auk þess að vera „cult“ maður í tónlistinni er hann þekktur fyrir að vera fyrrum ástmaður Ninu Hagen. Auxpan og Product 8 þarf ekki að kynna fyrir raftónlistaráhugamönnum. Tónleikarnir á fimmtudaginn hefjast kl. 21 í Klink og Bank, Braut- arholti 1. Aðgangseyrir er 500 kr. Austurrikismaðurinn Franz Pomassl kemur fram á tónleikum i Klink og Bank THE VERY HUNGRY lATKKPILLAR by Kri. (.írlí- Ein þeirra bóka sem bresk börn fá að gjöf frá ríkisstjórninni. Breska ríkisstjórnin gefur börnum bœknr Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera átak í lestri meðal ungra barna. Börn frá nokkurra vikna aldri til þriggja ára aldurs munu fá að gjöf bókastafla frá ríkinu. Talið er að þetta muni stuðla að því að for- eldrar lesi fyrir börn sín og tryggi að þeir beri menntun barna sinna fyr- ir brjósti allt frá byrjun. Þótt þessi áætlun hljómi vel er búist við að hún muni kosta nokkra gagnrýni. Ekki er ólíklegt að einhverjir muni rísa upp og halda því fram að verið sé að eyða skattpeningum borgaranna og að ríkið sé að velja bækur ofan í ungviði. Rithöfundar og útgefendur sem ekki eiga bækur á hinum út- valda lista munu örugglega líka láta í sér heyra. ■ Fjölbreytilegur tónlistarflutningur Gunnar Gunnarsson hóf tónlistar- nám á Akureyri og lauk kantors- prófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 1988 og lokaprófi frá Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1989. Um árabil kenndi hann við Tónlist- arskólann á Akureyri, lék í hljóm- sveitum norðanlands og var jafn- framt kirkjuorganisti. Frá árinu 1995 hefur hann verið organisti við Laugarneskirkju í Reykjavík. Gunnar hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytilegan tónlistarflutn- ing og víða komið fram á tónleikum innan lands og utan. Auk starfs síns sem kirkjuorganisti hefur hann lagt sig eftir að útsetja og flytja trúar- lega tónlist með nýstárlegum hætti. Einnig hefur hann leikið á píanó með mörgum þekktum tónlistar- mönnum og átt þátt í útsetningum og hljóðritunum á jazztónlist og þjóðlegri tónlist. Á undanförnum árum hefur Gunnar í auknu mæli útsett tónlist fyrir kóra og sönghópa og hafa útsetningar hans á kirkju- tónlist komið út hjá Skálholtsútgáf- unni. ■ ÚTSALA! DÖMUSKÓR - HERRASKÓR - BARNASKÓR - SANDALAR 60% AFSLÁTTUR! m ecco ara llwvu zTnda Söngleikur um Lennon Söngleikur um John Lennon verð- ur frumsýndur á Broadway 4. ág- úst. Nokkrir leikarar skiptast á að fara með hlutverk Lennons en Paul McCartney er leikinn af blökku- manni. Ekkja Lennons, Yoko Ono, hefur lagt blessun sína yfir handrit- ið. Fyrrum ástkona Lennons, May Pang, er hins vegar afar ósátt. Pang varð ástkona Lennons þegar vand- ræði steðjuðu að hjónabandi hans og Yoko. Sambandið þeirra stóð í tæp tvö ár og nú er Pang að skrifa bók um mánuðina með Lennon en hún segir þau hafa verið að íhuga endurfundi þegar Lennon var skot- inn til bana árið 1980. Pang fór á forsýningu á söng- leiknum og kvartar undan þvi að hún og Paul, George og Ringo komi þar vart við sögu en mikið sé gert úr hlutverki Yoko. Pang er ekki ein um gagnrýnina því á netinu eru að finna kvartanir þeirra sem séð hafa söngleikinn. „Þar er of mikið af at- riðum þar sem Yoko segir við John: „Ég sagði þér þetta“, segir einn net- verji og bætir við: „Það fær mann til að giuna að Yoko hafi raunverulega eyðilagt Bítlana.“ Framleiðendur segja ósanngjarnt að gagnrýna söngleik sem enn er í mótun. Ætlunin sé að heiðra John Lennon í söngleiknum, ekki grafa hann. OPIÐ; MÁN. - FÖS. 10 - 18, LAU. 10 - 16 John og Yoko. Söngleikur um Lennon verður frumsýndur í ágúst á Broadway.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.