blaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 14
blaðið=-------------------------------- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: SigurðurG. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. EIGA VISINDIN ERINDI í MÓÐURKVIÐ? IKastljósþætti í vikunni var fjallað um skimanir á meðgöngu, down heilkenni og fóstureyðingar. Þar kom fram að í þeim tilfellum þar sem down heilkenni greinist á meðgöngu er verðandi foreldrum boðið upp á þann kost að eyða fóstrum. Þetta eru svo sem engar fréttir enda hefur þetta verið gert í áratugi. Með nýjum hnakkaþykktarmælingum er þó hægt að greina down heilkenni mun fyrr á meðgöngu en áður og hjá fleiri konum, en þær eru gerðar í snemmsónar, sem framkvæmdur er við allar meðgöngur. í Kastljósþættinum var talað við móður 18 ára gamals drengs sem fæddist með down heilkenni og hún lýsti því hversu þakklát hún væri fyrir að hafa ekki farið í neinar prófanir á meðgöngu og því aldrei boðist sá kostur að eyða fóstrinu. Hún sagði að hún vissi auðvitað ekki hvernig hún hefði brugðist við ef svo hefði verið en taldi líklegast að hún hefði valið líkt og aðrir foreldrar sem standa frammi fyrir slíkri ákvörðun, að eyða fóstrinu. Enda væri það kostur sem fólk íhugaði af alvöru sökum þess að þeim væri hann boðinn af sérfræðingi, af lækni. Þegar mál sem þessi eru rædd af heiðarleika og einlægni, mál sem hafa verið viðtekin venja um langa hríð, vakna spurningar sem vonandi breyta hugsunarhætti okkar. Börn með down heilkenni þarfnast sannarlega aukinnar umhyggju en getur það verið ástæða til að leita þau skipulega uppi í móðurkviði? Getur verið að tæknilegir möguleikar hafi hér hlaupið með okkur í gönur? Eða er ekki nægri umhyggju til að dreifa á íslandi í dag. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á augiýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. Kassabíllinn vinsæli 14 I ÁLIT Gamla glundroða- kenningin dregin fram í Reykjavík Lengi vel var því haldið fram að “vinstri flokkarn- ir” í Reykjavík gætu ekki stjórn- að borginni, þar eð þeir gætu aldrei komið sér saman. Sjálfstæð- ismenn og Morg- unblaðið hömr- uðu stanslaust á þessu og flestir borgarbúar trúðu því. Þetta var nefnt glundroðakenningin. En svo varð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og leiddi R-listann til sigurs í þrennum kosningum. Þá var glundroðakenningin afsönn- uð. Andstöðuflokkar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík gátu unnið vel saman undir styrkri stjórn Ingi- bjargar Sólrúnar. Það ríkti enginn glundroði. Borgarbúar hættu að trúa glundroðakenningunni. Þeir kusu R-listann og Ingibjörgu Sól- rúnu aftur og aftur. Það hefðu þeir ekki gert ef þeir hefðu talið ein- hvern glundroða ríkja. Rykið dustað af gamalli kenningu Nú hefur rykið verið dustað af glundroðakenningunni, þar eð það hefur tekið nokkuð langan tíma að semja um skipan frambjóðenda á R-listann. Morgunblaðið segir, að “glundroðinn” innan R-listans minni á glundroðann 1978-1982, þegar “vinstri flokkarnir” fóru með völd í Reykjavík. Ekki er tal- að um glundroða á stjórnartíma R- listans enda enginn glundroði ver- ið heldur styrk stjórn. Þess vegna hentar ekki að tala um tímabil R-listans heldur farið allt aftur til 1978 í samanburðinum og gamall áróður dreginn fram. Treyst er á, að menn muni ekki það tímabil. Gott samstarf 1978-1982 En hver er sannleikurinn um tímabilið 1978-1982 í stjórn borg- arinnar. Hann er þessi: Alþýðu- flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag mynduðu meiri- hluta eftir að Sjálfstæðisflokkur- inn missti völdin 1978. Að tillögu Alþýðuflokksins var ákveðið að stjórn borgarinnar byggðist á jafn- ræði milli flokkanna og til þess að innsigla það hafði hver flokkur 1 fulltrúa í borgarráði, þar sem mest völd lágu ( og liggja enn í dag). All- ir flokkar höfðu jafnmarga fulltrúa í nefndum. Formennsku nefnda var skipt jafnt á milli flokkanna. Formennska í borgarráði skiptist milli flokkanna.( Roteraði). Ákveð- 99........................ Áróður um að oddvitarnir hafi verið eins konar borgarstjórar er tilbúningur Sjálfstæðismanna. ið var að ráða ópólitískan embætt- ismann sem borgarstjóra eins og gert hafði verið í mörgum sveitar- félögum úti á landi með góðum árangri. Þetta samstarf og þetta kerfi gekk mjög vel. Enginn ágrein- ingur var um borgarmálefni allt kjörtímabilið. Eina ágreiningsefn- ið, sem kom upp var um mál, sem ekki varðaði stjórn borgarinnar, heldur snerti Landsvirkjun og Laxárvirkjun. Samstarf oddvita meirihlutaflokkanna gekk mjög vel. Ekkert vandamál kom upp í þeirra samstarfi. Áróður um að oddvitarnir hafi verið eins konar borgarstjórar er tilbúningur Sjálf- stæðismanna. Það mætti alveg eins kalla borgarráðsmenn hverju sinni því nafni, bæði nú og í tíð Sjálfstæðisflokksins. Eins og bæjarstjórar úti á landi Borgarstjórinn hafði alveg sömu völd og bæjarstjórar hafa úti á landi, þ.e. embættismenn, sem ráðnir hafa verið sem fram- kvæmdastjórar sveitarfélaga.( sbr. einnig Þórólfur Árnason, sem ráð- inn var framkvæmdastjóri borgar- innar). Borgarráð annaðist ásamt borgarstjórn stefnumörkun og tók ákvörðun um stærstu mál en borgarstjóri hafði frjálsar hendur um framkvæmd og útfærslu mála. Allt tal Sjálfstæðismanna um ann- að er áróður einn sem nú hentar að draga fram á ný þar eð dregist hefur að koma R-listanum saman. Ekki allt í sómanum hjá íhaldinu Vissulega þykir stuðningsmönn- um R-listans það slæmt að dragast skuli að koma listanum saman.En með því að um kosningabandalag þriggja flokka er að ræða þarf það ekki að vera óeðlilegt. Mikil átök eru innan Sjálfstæðisflokksins enda þótt þar sé um einn flokk að ræða. Deilt er um hver leiða eigi listann og eru komnir fram á sjónarsviðið sjálfskipaðir prins- ar sem vilja velta Vilhjálmi Þ.Vil- hjálmssyni úr sessi. Má þar t.d. nefna Gísla Martein, sem lét gera skoðanakönnun til þess að sýna að hann hefði meira fylgi en Vilhjálm- ur. Menn minnast átakanna innan Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar þegar Björn Bjarnason og Inga Jóna Þórðardóttir deildu um leiðtogasætið. Þá velti Björn Ingu Jónu úr sessi og lét flokks- forustuna þvinga hana til þess að segja af sér. Ekki verður eins auð- velt að ryðja Vilhjálmi burt og má því búast við mun harðari átökum nú innan Sjálfstæðisflokksins en áður. Spá mín er sú að glundroðinn verði mun meiri innan Sjálfstæðis- flokksins en innan R-listans. Björgvin Guðmundsson fyrrv. borgarfulltrúi Stökustund í umsjón Péturs Stefánssonar V.L. sendi þennan fyrripart sem Pétur botnar: Grundin brosir blómum prýdd, búin flosi vænu. Urðarkvosin skrúði skrýdd, skartar mosagrœnu. V.L. botnar: Oft erþað sem ergir mann, ósköp lítils virði. Margt veitsá er kjafta kann, en kannskiþung hans byrði. eða: Það égget því sagt með sann, um svoddan Kttéghirði. Þ.Ó. botnar: Segja má að samviskan sé vor þyngsta byrði. Eldri botnar. Sú leiða villa varð ífyrriparti V.L. í síðasta þœtti aðþarstóð: “Löngum hátt ég lék og dátt”. En átti að vera: “Löngum kátt ég...” Óla F. Kjartansdóttir botnar Löngum kátt ég lék og dátt lífs að sáttaboðum. Kunni fátt en hafði hátt, hrikti í máttarstoðum. Kári Friðriksson tónlistarmaður botnar Lifði hátt við litla sátt, lenti þrátt í voðum. Óla F. Kjartansdóttir botnar Nú mun verðafeikna fjör á ferðalögum víða. Gerist margur ungur ör upp til fjallahlíða. FH-karl botnar Förum úr hverrifataspjör enfrygðin má þó bíða. Reinhold Richter: Dvelur í tjaldi ceskan ör, eta sofa'og ...njóta náttúrunnar. Óla F. Kjartansd. botnar Margir fara langt afleið, í leit að heimsins gæðum. Missa aflífsins Ijúfa seið, láta slokkna’íglæðum. Kári Friðriksson botnar Er sú rétta ekki greið? -Aldreiþá viðgræðum. Reinhold Richter: Enfyrir keldu krókar reið, krónur oft viðgrœðum. FH-karl: Gatan liggurgreið ogbreið, ogglötun á flestum svœðum. er tenórsöngvari m.a. Á tónleikum til styrktar tónlistarhúsi varpaði hann fram þessari vísu: Öfundsýki aðrar raddir hrjáir sem allar vildu tenórhálsa fá. En tenórar erþað sem fólkið þráir ogþað sem flestir vilja hlusta á. V.L. yrkir þessi dýru sléttubönd: Háttinn detta láttu létt, Ijóðin nettarsettu. Þáttinn flétta reyndu rétt, rímið gretta sléttu. Sprettinn léttirþrýfur þrátt, þýtur sléttar grundir. Glettinn réttir bífur brátt, brýtur kletta undir. Fyrripartar: Ljúfu sumri lýkur brátt, lifnar haustsins kvíði. V.L. sendir hringhendu fyrripart: Alltafskeður eitthvað nýtt sem aldinn gleður muna. Botnar, vísur og fyrripart- ar sendist til: stokustund@vbl.is, eða á Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur Kári Friðriksson tónlistarmaður

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.