blaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 17

blaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 17
blaAÍÖ FÖSTUDAGUR 12.ÁGÚST2005 VIÐTALI 17 ur Davíðs Oddssonarþótt ég vilji gjarn- an gangast við þeirri vináttu. Eg held að Davíð þurfi ekkert sérstaklega á ráð- gjöfum að halda. Hann fékk í vöggu- gjöf skarpar gáfur og ómælda heil- brigða skynsemi. Hann hefur óvenju mikinn kjark og þorir að standa einn gegn öllum þegar samviska hans býð- urhonum það. Davíð er umfram allt forystumaður sem markar sína stefnu sjálfur. Hann er samt sem áður auðvitað ekki yfir það hafinn að hlíta ráðum sérfræðinga og líka vina sinna og stuðningsmanna og ég held að það hafi haft mikil áhrif á kynslóð okkar, mína og hans, þegar Hayek og Friedman komu hingað til lands og leiddu hugvitsamleg rök að frelsishugmyndinni. Ekki síður held að ég að menn eins og Ólafur Björns- son og Jónas Haraldz hafi haft áhrif á okkar kynslóð.“ Enginti efast um að Davíð Oddsson er traustur forystumaður Sjálfstœðis- flokksins en hver er skoðun þín á for- ystumönnum hinna flokkanna? „Ég þekki forystumenn hinna for- ystuflokkanna ekki eins vel og Davíð en ég get sagt hvernig þeir koma mér fyrir sjónir. Ég hef alltaf kunnað vel við Halldór Ásgrímsson. Hann er ekki eins lipur í framkomu og Davíð og nær ekki eins vel til þjóðarinnar en hann er traustur maður og áreiðanlegur og hefur góða yfirsýn á efnahagsmál. Mér hafa fundist árásirnar á hann und- anfarið ómaklegar og ósanngjarnar. Ég hef ekki nema gott eitt um Ingi- björgu Sólrúnu að segja í bankaráði Seðlabankans þar sem við sitjum bæði og við hittumst stundum á ýms- um samkomum. Hún er þægileg við þau tækifæri en mér hefur ekki fund- ist hún hafa vaxið mikið sem stjórn- málamaður síðustu árin. Hún er, held ég, dálítið ógætin í sambandi við hags- munatengsl. Steingrímur J. Sigfússon er góður leiðtogi Vinstri grænna og á mikinn þátt í að þeir hafa töluverðan styrk. Hann er einna mælskastur af íslensk- um stjórnmálamönnum og hressileg- ur i viðkynningu. En ég er hræddur um að ég sé farinn að tala alltof vel um þetta fólk. Eigum við því ekki að láta þetta nægja?“ Slúður hinna valdalausu Þú ert með umdeildari mönnum á landinu. Ég þekki fólk sem sér rautt þegar nafnþitt er nefnt. Svo eru sagðar slúðursögur sem hafa stundum verið býsna svœsnar. „Ég er nú alls ekki eina fórnarlamb þeirra. Slúður er valdabarátta hinna valdalausu, hún er tilraun þeirra sem eru niðri í salnum til að ná á einhvern hátt til þeirra sem þeir ímynda sér að séu uppi á sviði. Mér finnst sjálfsagt að leyfa þeim að reyna þótt þeir hafi ekki alltaf erindi sem erfiði.“ Tekurðu illt umtal ekki inn á þig? „Ég held að það sé ekki mjög skyn- samlegt að reyna að hefna sín á þeim sem höggva til manns. Maður á frek- ar að herða róðurinn og fara fram úr þeim. Standa sig betur en þeir á ein- hverju sviði. Þetta kallaði Sigmund gamli Freud göfgun hvatanna. En auðvitað líkar engum vel þegar hann sætir ósanngjörnum árásum. „Skyldi manninum ekki leiðast að láta kross- festa sig?“ spurði Steinn Steinarr. Jú, að sjálfsögðu er frekar leiðinlegt að vera krossfestur en þá er að rísa upp aftur án þess að ég ætli nú sérstaklega að fara að líkja mér við Krist. Ég gæti alveg tekið mér í munn orð Gunnars á Hlíðarenda: Enginn verður með orð- um veginn." Þú þykir stundum mjög óvœginn og átt til að taka sterkt til orða um pólit- íska andstæðinga. „Ég tel alls ekki að ég taki sterkt til orða. Ef þú lest greinar mínar þá eru þær ekki fullar af stóryrðum. Ég fer yfir staðreyndir eins og þær liggja fyrir mér. Ég get verið einbeittur og 99.................... En þótt einkennilegt megi virðast þá þarfað vernda kapítalismann fyrir kapítalistunum. Kapítalistarnir verða að gæta stillingar og hófs og leggja ekki allt undir sig hver á sínu sviði. Þeirþurfa að styðja kapítalismann í reynd. meiri krafti en núna og vera áffarn alsæll. Peningar eru ekki stórt atriði í mínu lífi. Ég held að það sé nokkuð til í því sem Jóhannes í Bónus á að hafa sagt: „Ég vil ekki verða ríkasta líkið í kirkju- garðinum“. Menn geta ekki flutt neitt með sér yfir á hinn bakkann og þeir eiga ekki heldur að gera það. Mér finnst ágætt að margir ríkir menn vilja fremur láta gott af sér leiða með peningum sínum en að deyja frá þeim. Ef menn eru ríkir eiga þeir að stuðla að því að aðrir geti einnig orðið ríkir. Besta leiðin gegn fátækt er að hætta henni.“ Hvað finnst þér um íslenska nútíma- skáldsagnagerð? „Við eigum marga færa og snjalla rithöfunda en þá skortir flesta lífs- háskann sem var driffjöður Halldórs Laxness. Hallgrímur Helgason hefur einna mest ímyndunarafl og orðkynngi íslenskra nútímahöfunda, en skortir aga, þrautseigju og þolinmæði. Guðmundur Andri Thorsson eyðir ágætum stílhæfileikum sínum í sama hlutverk og Einar Hjörleifsson Kvaran gegndi í upphafi 20. aldar, sem var að naggast út í Hannes Hafstein þótt hann vissi með sjálfum sér að Hannes væri framúrskarandi stjórnmálamað- ur. Á sama hátt er Guðmundur Andri alltaf að skrifa sömu greinina í Frétta- blaðið um að Davíð Oddsson sé ekki eins stórkostlegur stjórnmálamaður og þjóðin haldi. Einar Kárason er góður handverks- maður. Ég er ekki viss um að hann hafi mikinn sköpunarmátt en hann er eljusamur. Ætli hann sé ekki með mestu stöðuorkuna af þessum ungu - rithöfundum? Hann er líka geðþekk- ur maður í viðkynningu, eins og Guðmundur Andri og Hallgrímur eru raunar líka. Ég vona að ég sé ekki ósanngjarn þegar ég segi að þeir eigi enn allir eftir að öðlast það sem gerir bókmenntirnar miklar sem er innri spenna samfara harðri ögun.“ Hefur þig aldrei dreymt um að skrifa skáldsögu? „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að veruleikinn er oft miklu ævintýra- legri en skáldsögurnar. Það hefur margt ótrúlegt gerst á íslandi síðustu tuttugu árin. Viðskiptalífið hefur öðr- um þræði verið eins og sápuópera og hver býsnin á fætur öðrum gerast í stjórnmálunum. Veruleikinn er lygi- legastur alls. Um hann ætla ég að skrifa næstu árin.“ kolbrun@vbl.is hvass en það er vegna þess að ég þori að segja það sem aðrir hafa ekki viljað segja um ýmsa ráðamenn í þjóðfélag- inu, til dæmis tengsl forráðamanna Samfylkingarinnar við vafasama ná- unga í viðskiptalífinu.“ Fresta því leiðinlega Þú ert gríðarlega vinnusamur, vand- irðu þigáþað ungur maður? „Ég held raunar að ég sé fremur latur. Ég fresta í lengstu lög öllu því sem mér finnst leiðinlegt að gera. Það er leti. Ég fresta skattframtalinu mínu og því að þrífa og fara yfir próf og ritgerðir. Ástæðan fyrir því að ég legg hart að mér við ýmislegt er að ég hef áhuga á því og gaman að því. Hver vinnur ekki vel að því sem honum finnst skemmti- legt?“ Þú ert þá vondur í því sem þér leið- ist? „Ég er ekki viss um að ég sé vondur í því en ég er ekki sérlega duglegur við það.“ Hvaða máli skipta peningarþig? „Það er ekkert verra að eiga peninga til að lifa góðu lífi en ef ég missti starf- ið og yrði að sætta mig við minni tekj- ur þá myndi ég einbeita mér að fræða- grúski á Þjóðarbókhlöðunni af enn Heimur bókanna Þú lest gríðarlega mikið, varstu snemma lœs? „Ég varð snemma læs, steig inn í heim bókanna og hef lifað í þeim heimi síðan, eins og margir aðrir hafa gert. Á síðkvöldi er oft ekki til betri skemmtun en að taka sér bók í hönd og lesa. Nú er ég að lesa Njálu því ég er líka að skipuleggja litla alþjóðlega málstofu um Brennu-Njálssögu ogþar verður rætt um þá mynd sem dregin er upp í Njálu af réttarvörslu í hönd- um einstaldinga. Það sem heillar mig þó mest við Njálu er mýgrútur af sérkennilegum og athyglisverðum einstaklingum. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að jafnvel í þrjótunum er eitthvað gott að finna. Mörður Valgarðsson er senni- lega versti maður sögunnar en þess er þó getið að hann hafi elskað konu sína heitt. Hallgerður langbrók er greini- lega það sem nútímalæknar myndu kalla geðvillt sem kann að stafa af þvi að hún var misnotuð í æsku af Þjó- stólfi fóstra sínum, eins og mér finnst sagan gefa í skyn. Ef við lítum á hetj- urnar í sögunni, Gunnar og Njál, þá er hvorugur þeirra gallalaus. Gunnar er einfaldur og Njáll blendinn á köflum.“ 10-50% afsláttur o Opið: Virka daga kl. 10 -18, laugardaga kl. 11 -16. HÚSGAGNAVERSLUN Síöumúla 20 I síml 568 8799 I www.ondvegi.ls I ondvegl@ondvegi.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.