blaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 blaAÍA
íslendingar kaupa Kentucky
Fried Chicken í Danmörku
Islenskir fjárfestar eru að ganga frá
samningum í Danmörku um kaup
á skyndibitakeðjunni sem flestir
þekkja undir nafninu Kentucky
Fried Chicken en heitir núna KFC.
Samningar eru langt komnir en eru
þó á mjög viðkvæmu stigi og því gat
viðmælandi Blaðsins, sem staðfesti
þetta í gær, ekki tjáð sig um málið.
Ekki fékkst uppgefið hverjir það
væru sem að baki tilboðinu standa
en þó var staðfest að um öll KFC
veitingahúsin í Danmörku væri að
ræða. ■
Leikskólagjaldahcekkun stúdenta:
Alfreó vill hætta við
Alfreð Þorsteinsson, borgarráðsmað-
ur Framsóknarflokksins í R-listan-
um, lagði til á fundi borgarráðs í
gær að fallið yrði frá fyrirhugaðri
hækkun leikskólagjalda þeirra for-
eldra þar sem annar er i námi, en
hún á að koma til framkvæmda í.
september.
Með þessu telja sumir að ágrein-
ingur sé kominn upp í R-listanum en
Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri
hefur varið þessa hækkun að und-
anförnu. Alfreð vill hins vegar lítið
gera úr meintum ágreiningi og telur
að með tillögunni sé verið að afstýra
gjaldskrárhækkun sem rekja megi til
vangár frekar en annars.
„Það var haft samband við mig af
nokkrum stúdentum sem bentu mér
á þessa fyrirhuguðu hækkun sem mér
fannst stinga í stúf við þá fyrirætlan
borgarinnar að bjóða gjaldfrjálsa leik-
skóla á næstu misserum“, segir Alfreð.
„Þessi hækkun var ráðgerð áður en við
ákváðum að fara út í að hafa leikskól-
ana gjaldfrjálsa og ég held að það hafi
nánast farist fyrir að breyta þessu.“
Málið verður tekið fyrir á borg-
arráðsfundi í næstu viku og kvaðst
Alfreð ekki eiga von á öðru en að til-
lagan yrði samþykkt þar. „Ég heyrði
ekíd betur en að sjálfstæðismennirnir
væru tilbúnir til þess að samþykkja
tillöguna nú þegar og ég held að okk-
ar fólk muni veita henni brautargengi
líka.“
Ur sjávargróðri • Hylki og Duft
Auðmelt og veldur ekki
meltingartregðu.
Kalk, magnesium, boron og
fleiri lífræn steinefni. «
1 tesk.: 900 mg kalk.
1 hylki: 300 mg.
Duftið er gott í drykki,
"boozters" og mat.
0IE1AHY SUI’I'UMLNT
( %/UUH
’W.miraf \
CALCIUtf
^TURE’S Cai rmu rICH fOOt
ATLANTSOLIA
Viðskiptakort
einstaklinga
Nánari upplýsingar í síma:
591 3100
AtlanUoUa - Vwturvér 2» • 200 KótMvogur - Simi 591-3100 - atlantsoliaOatlanUolia.U
Lífrænt Kalk + Steinefni
Rannsóknir sýna að með
sjávargróðurs kalki næst
mikil beinþéttniaukning.
oiuuiu/jitinurnugi
Nýtt kennaralið Landakotsskóla ásamt skólastjóranum. Foreldrar eru margir ósáttir vlð breytingarnar sem orðið hafa á þvl.
Landakotsskóli:
Enn óvíst hvort nemendur mæti
Á mánudaginn verður skólasetning
í Landakotsskóla og var boðað til for-
eldrafundar í gær til þess að kynna
starf vetrarins. Á fundinum var
einnig nýtt kennaralið kynnt en 13
nýir kennarar hafa komið til starfa
í kjölfar deilna í skólanum undan-
farna mánuði. Þá tilkynnti Fríða Re-
gína Höskuldsdóttir, nýr skólastjóri
skólans, að áttundi og níundi bekkur
skólans yrði í sameiginlegri kennslu.
Þetta heyrðu sumir foreldrar í fyrsta
skipti þrátt fyrir að um bekki barna
þeirra væri að ræða. „Þetta var ofsa-
lega flott ræða hjá henni, allt saman
hallelúja, rjómakaka og marengs.
En ég er samt búin að taka börnin
mín úr skólanum“, sagði móðir eft-
ir fundinn. Samkvæmt viðmælend-
um Blaðsins var fremur fámennt á
fundinum, ekki nema fulltrúar um
40 barna. Margir foreldranna sem
mættu á fundinn komu þangað til
þess að fá svör við spurningum sín-
um sem brunnið hafa á þeim frá því
í vor þegar deilur í skólanum hófust.
Samkvæmt heimildum Blaðsins var
þess þó gætt að slíkar spurningar
væru ekki bornar upp. Því er enn
óvíst um framtíð Landakotsskóla,
fjórum dögum fyrir skólasetningu.
„Eg hugsa að um tíu nemendur af 23
í bekk dóttur minnar mæti“, sagði
foreldri.
Ekki náðist í Fríðu Regínu eftir
fundinn. ■
Stjórnvöld bregöast ekki við
hækkandi eldsneytisveröi
Fjármálaráðuney tið mun ekki bregð-
ast við kröfu Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda (FlB) og lækka skatta
á bílaeldsneyti. Þetta kemur fram 1
bréfi sem FlB barst frá fjármálaráðu-
neytinu í gær. Frá félaginu fengust
þær upplýsingar í gær að þar á bæ
héldu menn fast í þá kröfu að álög-
ur á eldsneyti verði lækkaðar. Hins
vegar hafi engar ákvarðanir verið
teknar um hvort gripið verði til ein-
hverra aðgerða í kjölfar svars fjár-
málaráðuneytis.
Vonbrigði
I yfirlýsingu frá FlB í gær segir
að málinu sé ekki lokið enda hafi
8.000 manns skrifað undir áskor-
un félagsins til stjórnvalda um
lækkun skatta á eldsneyti. Þar seg-
ir ennfremur:
„FlB skoraði á stjórnvöld að
koma til móts við fólícið í landinu
og lækka skatta á eldsneyti nú þeg-
ar heimsmarkaðsverð á bensíni
og dísilolíu er í sögulegu hámarki.
Það eru vonbrigði að ráðuneytið
hyggist ekki beita sér fyrir laga-
breytingu í þá veru sem FIB óskaði
eftir.“ »
Um svar ráðuneytisins um mál-
ið segir einnig:
„FÍB væntir þess að erindi félags-
ins hafi verið tekið til efnislegrar
meðferðar á vettvangi ríkisstjórn-
arinnar þó að af svarbréfinu virð-
ist sem það hafi eingöngu verið
tekið fyrir á vettvangi fjármála-
ráðuneytisins“, segir í yfirlýsingu
FlB 1 gær. ■
Andspyrnutrúður
Hópur mótmælenda sem meðal annars
hafa beitt sér við Kárahnjúka að und-
anförnu munu á morgun standa fyrir
götuhátíð sem nefnd hefur verið„And-
spyrnugötuhátíð." Með því vill hópurinn
mótmæla þeirri meðferð sem hann telur
sig hafa fengið hér á landi. I tilkynningu
frá hópnum segir um hátíðina.
„Hver sem er getur tekiö þátt í þessari
hátið og sýnt í verki andúð sína á mann-
réttindabrotum þeim sem mótmælendur
sem kenndir eru við Kárahnjúka hafa
þurft að sæta."
Mótmælin munu hefjast klukkan 13:00
þegar gengið verður frá Skólavörðuholti
að andspyrnutjaldinu við Tjörnina.
C) Helösklrt 0Léttský|að ^ Skýjað % Alskýjað /f Rlgnlng, litllsháttar '//j Rlgnlng Súld rjr-f Snjðkoma
*
^* Snjókoma siydda SJJ Sni4él
' Skúr
Amsterdam 21
Barcelona 26
Berlin 23
Chicago 20
Frankfurt 25
Hamborg 24
Helsinki 19
Kaupmannahöfn 21
London 19
Madrid 30
Mallorka 30
Montreal 16
New York 24
Orlando 26
Osló 23
Paris 19
Stokkhólmur 21
Þórshöfn 11
Vín 21
Algarve 25
Dublin 18
Glasgow 16
✓ ✓
✓ r'
í S
t+o
vm
13° U
€f0
r%
%
^>0,12°
r/ /
ií°
/ /
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 102 0600
Byggt á upplýsingum trá Voðurstotu islands