blaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 24
24 I MATUR FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 blaóið Pizzur eru ekki bara pizzur úttekt á vinsœlasta skyndibita landans Pizzan hefur löngum verið vin- sælasti skyndibitamatur landans. Flestir, ef ekki allir, hafa sína skoðun á því hvar bestu pizzurn- ar fást og hvaða álegg sé best. Sagt er að fyrsta pizzan hafi verið með tómatsósu, mozzarella-osti og basilíkulaufum og hafi verði gerð fyrir drottningu ftalíu, Marg- arítu. Frá þeim degi hefur þessi blanda verið þekkt sem Margaríta. Pizzan kom þó heldur seinna til íslands eða fyrir rúmlega tuttugu árum. Síðan þá mætti í raun segja að pizzan hafi tekið við sem þjóð- arréttur íslendinga enda flestir sem neyta hennar reglulega. Blað- ið fór á flakk og bragðaði nokkrar ljúffengar pizzur. svanhvit@vbl.is Rossopomodoro Rossopomodoro er huggulegur, ítalskur veitinga- staður að Laugavegi 4oa sem er þekktur fyr- ir einstaklega vel heppnaðar pizzur. Á staðnum er einnig úrval annarra rétta. Pizzurnar eru eldaðar í ofni sem er hlaðinn fleiri hundruð steinum úr eldfjalli í Napolí og fengnir voru menn þaðan sérstaklega til að gera ofninn. Pizzurnar eru eld- aðar eftir gamalli aðferð en ofninn nær 8oo gráðu hita sem gerir það að verkum að þær bakast hratt en vel. Vinsælasta pizzan á matseðlinum heitir Ventura og er með Mozzarella osti, parma hráskinku, rifnum parmesan og klettasalati. Ventura er einstaklega góð á bragðið, létt og fer vel í maga. Það er í raun eins og hvert álegg passi frábærlega saman og úr því verður nánast hinn fullkomni biti. Ventura kostar 1700 krónur. Hrói Höttur Hrói Höttur hefur fyllt maga lands- manna í fimmtán ár og er alltaf jafn vinsæll. Margir smökkuðu sína fyrstu pizzu hjá Hróa og óhætt er því að segja að Hrói Höttur eigi marga dygga aðdáendur. Á mat- seðli þeirra er mikið úrval alls kyns rétta en auk pizza má fá hamborg- ara, fisk, lamb og pítu. Ein vinsælasta pizzan þeirra er hin bragðmikla Juventus sem er með sósu, osti, pepperoni, svepp- um og ananas. Juventus er mjög góð og saðsöm og ætti því að metta flesta. Bragðið er ferskt og kryddið fullkomnar annars frábæra pizzu. Juventus, 15 tommu, kostar 2110 í heimsendingu en ef hún er sótt er 40% afsláttur og kostar hún þá 1266 krónur. Eldsmiðjan 1 Þingholtunum berst jafnan angan eldbakaðra pizza enda hefur Eldsmiðjan séð nágrönn- um sínum fyrir mat síðan árið 1986. Eldsmiðjan er hrár en vinalegur staður á Bragagötu 38a. Orðspor Eldsmiðjunnar hefur borist víða og viðkvæðið an að pizzurnar frá séu bestar. Með vinsæl- ustu pizzunum þeirra er Pepperoni special en hún er með pepperoni, jalapeno, rjómaosti, an- anas, ólífum, hvítlauk, sveppum og kryddi sem er bragðgóð og má segja að rjómaosturinn setji punktinn yfir i-ið. Pizz- an er hefðbundin með ljúf- fengri sósu og enginn ætti að vera svikinn af þessari góm- sætupizzu. Pepperoni special, 12 tommu, kostar 1600 krónur. Rizzo Pizzeria Rizzo Pizzeria er ársgamall pizza- staður að Hraunbæ 121 en hefur samt sem áður þegar vakið athygli fyrir bragðgóðar og ferskar pizzur. Pizzurnar eru eldbakaðar að ítölskum hætti og góðar eftirþví. Ámatseðli Rizzo Pizzeria má sjá mikið úrvalpizza en sú vin- sælasta er Toscana. Tosc- ana er með pepper- oni, jalapeno, rjómaosti, ananas, ólífum, hvítlauk, sveppum og oregano og er einkar bragðgóð. Botninn er þunnur og sós- an er létt en góð. Pizzan er mjög sér- stök en engu að síður bragðmikil og fersk. Án efa er vert að fylgjast með þessum nýja en ferska pizzastað. Toscana, 16 tommu, kostar 2140 krónur. Hornið Hornið hefur fyrir löngu öðlast stað í sögu Reykjavíkur enda þjónað borgarbúum í 26 ár. Hornið er og hefur verið staðsett að Hafn- arstræti 15. Pizzurnar þar eru ætíð vinsæl- ar en auk þess er úrval ýmissa rétta í boði. Staðurinn er heimilisleg- ur með lifandi blómum og vina- legum andlitum. Vinsælasta pizz- an á Horninu er Pizza Calzonesem er hálfmánapizza með osti, skinku og sveppum. Hálfmán- inn er góður, safaríkur og mjúkur enda öðruvísi en venjuleg pizza. Ákveð- inn ferskleiki umleikur mán- ann enda er sósan létt og sum- arleg. Pizza Calzone, 12 tommu, kostar 1480 krónur. Domino s pizza Domino's pizzurnar komu á mark- aðinn árið 1993 og segja má að þær hafi komið af stað byltingu í heims- endum pizzum. Flestir hafa ein- hvern tímann bragðað Domino's pizzu enda fyllist landinn pizzulöng- un þegar víðfrægar mega-og gígavik- ur skella á. Á matseðli Domino's er mikið úrval pizza auk þess sem hægt er að velja sér álegg á pizzuna sjálfur. Vinsælasta pizzan á matseðl- inum er Domino's Extra sem er með •>' gouda/mozarella ostablöndu, papriku, lauk, pepperoni, skinku, nautahakki, svepþum, ólíf- um og aukaosti. Domino's Extra er þykk og saðsöm enda vel útilátin og matarmikil. Grænmetið á henni er nýtt og ferskt og sósan einkar bragðgóð. I heildina er Domino's Extra því góð pizza sem ætti að falla flestum í geð. 15 tommu Domino's Extra pizza kostar 1100 krónur nú enda er gígavika en venjulega kostar hún 2420 krónur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.