blaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 16
16 I HELGIN FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 blaðið Brot afþví besta á Menningarnótt Menningarnótt haldin í tíunda sinn .Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og við erum því að halda hana nú í 10. sinn í ár“, segir Sif Gunnarsdótt- ir einn af skipuleggjendum Menningar- nætur. „Hún hefúr stækkað frá því að vera nokkurþúsund mannapen borgargleði yfir í að verða ein stærsta hátíð landsins. Viðburðum hefur fjölgað alveg gríðar- lega og það eru alltaf fleiri fyrirtæki, stofnanir og félög sem vilja tengjast hátíðinni. Samfara þessu koma auðvit- að mun fleiri gestir. Úrvalið er líka svo mikið og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi“, segir Sif. „Við erum ofboðslega ánægð með dag- skrána. Undirbúningurinn er auðvitað mjög mikill og við byijuðum strax eftir síðustu Menningarnótt að skipuleggja eitthvað. Síðan var haldinn fundur í des- ember í fyrra. Stjórn Menningarnætur byijaði að hittast skipulega í mars“, seg- ir Sif og bætir við að það séu margir sem koma að hátíðinni. Miðlægt eru sex manns að stjórna en hundruð manna koma að henni á einn eða annan hátt.„ Hér er brot af þeirri gríðarlega fjöl- breyttu dagskrá sem verður á morgun. Hægt er að nálgast alla dagskrána á www.reykjavik.is. 10.00 - Reykjavíkurmaraþon hefst. Skemmtiskokk byrjar kl. 11:00 og mun borgarstjóri, Steinunn Valdís Oskars- dóttir, ræsa hlaupið. Klukkan 11:10 fer 10 kílómetra hlaup fara af stað. Öll hlaup hefjast við íslandsbanka við Lækj- argötu. Þar verða einnig skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. 11:00 - Litasamkeppni kátra krakka í Eymundsson í Austurstræti. Allir krakkar mega koma og lita myndir. Besta myndin verður vahn klukkan 16:00. 12:00 - Útimarkaður við Kaffi Hljómalind. Flóamarkaðsdót, léttar veitingar og plötusnúðar. 12:00 - Jón bakari í Bakarameistaran- um sýnir súkkulaðiskraut í Iðu á heila tímanum til klukkan 20:00. Þá verður brúðkaupsstertan skorin og allir fá að smakka. 13:00 - Lærðu að búa til hljóðfæri í Alþjóðahúsinu. Til klukkan 15:00 verð- ur námskeið í hljóðfæragerð og geta þátttakendur notað hljóðfærin sín í karnivalgöngu Alþjóðahússins klukk- an 20:00. 14:00 - Krúttslútt. Tónlistar- og myndlistafólk sem tók þátt í listahátíð- inni Krútt í Nýlistasafninu í ágúst mun stíga á stokk f safninu og þar verður mildð um fjör og skemmtun. 14:00 - Vísindagaldrar. Siggi efna- fræðingur mun sýna börnum skemmti- lega efnafræðigaldra við Sturlugötu í Vatnsmýrinni. 15:00 - Ragnheiður Gröndal og Hauk- ur Gröndal spila og syngja íslensk þjóð- lög í eigin útsetningu við Islenska erfða- greiningu við Sturlugötu. 16:00 - Tónleikar á Prikinu. Pönk- bandið Rass, Lights on the Highway og fleiri. 17:00 - Tilfinningatorgið. Gjörningar, fyrirlestrar og tækifæri fyrir okkur öll að tjá tilfinningar okkar. Stjórnandi El- ísabet Jökulsdóttir. Víkurkirkjugarður, við horn Aðalstrætis og Kirkjustrætis. 18:00 - Tónlistarveisla í Tjarnarbíói. Dagskrá til Idukkan 22:00. Fjöldinn all- ur af Jiljómsveitum og tónhstarmönn- umkomafram. 19:00 - Tónleikar með tónelskum meðlimum Hjálpræðishersins álngólfs- torgi. 20:00 - Sígaunateboð. Töffadrykkir, tónhst og magadans. Feng Shui tehúsið við Frakkastlg. 21:00 - Fönksveitin Jagúar heldur uppi stuðinu á útipallinum við Lands- bankann. 22:00 - Tangódiskótek í Iðnó við Von- arstræti ■ Draugar i miðbæ Reykjavíkur Á Menningarnótt mun Trygging- armiðstöðin bjóða ungum sem öldnum til ferðar um sögu íslenskra drauga f Aðalstræti 6 í samstarfi við Draugasetrið á Stokkseyri. Djákninn á Myrká, uppvakningar og sjódraugar ásamt móra og skottu munu mæta f eina mögnuðustu draugasýningu sem haldin hefur verið hérlendis. Og gætið ykkar: Þetta er engin lognmolla heldur ferð um hýbýli alvöru drauga. Þér gæti átt eftir að bregða hastarlega og hárin gætu risið á hnakkanum. Að gefnu tilefni eru viðkvæmar sálir varaðar við sýningunni og einnig er mælt með því að hjartveikir láti hana framhjá sér fara. Börn yngri en 8 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum. Draugahúsið verður opið frá kl. 13 til 21 og er aðgangur ókeypis. ■ FULLT STARF Domino's Pizza óskar eftir bílstjórum í fullt starf. Um er að ræða störf í verslunum okkar og í Þjónustuveri. Lögð er áhersla á aö skapa öllum starfsmönnum öruggt og þægilegt umhverfi þar sem hver starfsmaður fær að njóta sín. Miklir möguleikar eru á starfsþróun innan fyrirtækisins og allir vegir færir fyrir duglega og áhugasama einstaklinga. Frábær starfsandi og skemmtilegur vinnustaðurfyrirduglega og hressa einstaklinga. Hægt er að sækja um í verslunum eða á heimasíðu Domino's, www.dominos.is. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri. Gaman að dansa -vantar dansmenningu á sumrin WWW.ynja.is Hamraborg 7, Kópavogi, Sími 544 4088 undirfataverslun fyrirallarkonur NÝ SENDING af Vanity Fair Frábær verð og gæði. Persónuleg þjónusta Danshópurinn Street Style mun troða upp víðs vegar um borgina á morgun í til- efni Menningarnætur. „Ég kalla þetta Urban dans sem er í raun sambland af street dansi, smá hipp-hopp, svo notum við ele- ment úr nútímadansi”, segir Eva Rós Guðmundsdóttir, frumkvöðull danshópsins. Hún lærir nú dans í Englandi og útskrifast næsta vor. „Eg er hlynnt því að dansinn sé hafður eins fjölbreyttur og mögu- legt er og hreyfingar hafðar ólíkar. Við höfum samið sjö mínútna dans þar sem ég gerði mestu „kóreógraf- íuna.“ Annars vil ég að allir komi með sínar hugmyndir. Stelpurnar í hópnum heita Sigurrós, Eyrún, Vala, Þorgerður og Sigyn”, segir Eva. Hún segir þær stöllur hafa fengið þessa hugmynd að stofna dansflokk vegna áhuga á því að sýna dans og skort á dansmenningu hér á landi á sumrin. „Okkur finnst svo gaman að dansa en það er bara ekki Soðið upp á mik- inn dans hér á sumrin. Núna erum við að vinna í því að fá flotta bún- ingaþví dans erþrískiptur; dansinn sjálfur, búningar og svo tónlistin. Við erum aðallega með Missy Elliot mix við þennan dans og tvö önnur lög“, segir Eva. Áhugasamir geta séð Street Style dansa á eftirfarandi stöðum á morg- un: Ingólfstorgi, kl. 13:45 Skífan, kl. 17:30 Sólon, kl. 18:30 Skífan, kl. 19:30 Sólon, kl. 20:30 Nasa, kl. 23:30 ■ Utibíó á Menningarnótt Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- úr bæjarlífi Reykjavíkur frá seinni kvikmyndagerðarmaður, var einn vík stendur fyrir útibíói á Menning- hluta fimmta áratugarins. Myndin helsti brautryðjandi íslenskrar kvik- arnótt. Heimildarmyndinni Reykja- er án hljóðs en tvær ungar hljóm- myndagerðar og eftir hann liggur vík vorra daga eftir Óskar Gíslason sveitir voru fengnar til að semja tón- fjöldi kvikmynda sem varðveita verður varpað á Héraðsdómshúsið list við myndina, rokkhljómsveitin mikilvægar heimildir fyrir íslenska við Lækjargötu frá klukkan 21.00 til Bob og rafdúóið Atli og Leó. menningu. 23.00. í myndinni má sjá myndskot Óskar Gíslason, ljósmyndari og

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.